Vikan - 31.05.1990, Blaðsíða 50
o
or>
co
co
Z
O
<
Ec
FLEIRI KARTÖFLUR - MINNA GRÆNMETI
AMMA
ELDADIÖÐRUVÍSI
Þá var kjöt á borðum að-
eins á sunnudögum og
öðrum hátíðisdögum - á
þeim tíma þegar Islendingar
voru að rétta úr kútnum og
hífa sig upp úr gömlu torfbæj-
unum. Um 1950, fimm árum
eftir að heimsstyrjöldinni lauk,
voru Þjóðverjar líka að rísa úr
öskustónni og jafna sig eftir
eyðileggingu stríðsins - hið
svokallaða efnahagsundur var
að hefjast. Þýskar húsmæður
þess tíma reyndu þá að gera
fjölskyldunni til hæfis í mat og
því var reynt að moða sem
best úr því sem á boðstólum
var. Þá snæddi hver Vestur-
Þjóðverji ekki nema 39 kíló af
kjöti árlega en um þessar
mundir innbyrðir hann ein 102
Ostur og skyr 15,4
Egg [ 7,6
Fiskurl 12
Fita
Sykur
Kjöt
Grænmeti
Ávextir og suð
22
26
39
46
ræn aldin 57
Brauö 96
Mjólk 125
Kartöflur
kíló og strýkur á sér vömbina
um hver áramót og kvartar yfir
því að vera orðinn of þungur.
Framboð á kjöti hefur aukist ár
frá ári og fjölbreytnin einnig. í
Vestur-Þýskalandi er nú kjöt-
fjall ekkert síður en á íslandi
því allt of mikið er framleitt. Nú
til dags er líka mikið framboð
af ódýru, fersku grænmeti all-
an ársins hring og þykir það
síður en svo munaðarvara.
Ávexti eiga þeir einnig nóga
og neyta þeirra ríkulega. Þetta
kemur greinilega fram þegar
bornar eru saman neysluk-
annanir frá því á milli áranna
1950 og ’53 annars vegar og
1985 og '88 hins vegar.
Eins og fyrr sagði borðuðu
Vestur-Þjóðverjar að meðaltali
39 kíló af kjöti árið 1950 en
102 kíló 1988. Á þeim tíma var
meðalársneysla Þjóðverja á
grænmeti 46 kíló á mann en
núna 76 kfló. Árið 1950 inn-
byrti hver Vestur-Þjóðverji 176
kíló af kartöflum árlega en að-
eins 74 kíló á því herrans ári
1988.
Fiskneysla virðist á hinn
bóginn hafa staðið í stað. Árið
1950 borðaði hver Vestur-
Þjóðverji 12 kíló fisks eða jafn-
mikið og tíðkast nú til dags.
Ástæðan er líklega sú að fisk-
ur er nú orðinn mjög dýr, auk
þess sem framboð á honum
hefur stórlega minnkað á
þessum síðustu og verstu
tímum.
□
FiskurjE
Egg
Ostur og skyr
Fital
Sykur
26
36
Brauð 65
Kartöflur 74
Grænmeti 76
Mjolk 88
Kjöt 102
Avextirog suðræn aldin 117
50 VIKAN HTBL 1990