Vikan


Vikan - 31.05.1990, Page 55

Vikan - 31.05.1990, Page 55
A Hópurinn saman kominn. F.v. Dagur Gunnarsson, formaður leikhópsins, Marteinn Marteinsson, Margrét Óskarsdóttir, Oddný Kristjánsdóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Jóhann Valdimarsson, Sólveig Þura Jónsdóttir, Jóna María Norðdal, Sigurbjörg Eiðsdóttjr, Elsa Gísladóttir, Bjarni Guðmundsson, Ágústa Óskarsdóttir og Bjarni Gunnarsson. ◄ Dr. Diaforus læknir t.v., leikinn af Bjarna Guðmundssyni, og sonur hans, Tómas Diaforus, nýútskrifaður læknir, leikinn af Bjarna Gunnarssyni. Faðirinn viil gifta son sinn Angelique, dóttur hins ímyndunarveika en sá ætlar að notfæra sér þjónustu læknanna því hann er sannfærður um að hann sé haldinn ýmsum kvillum. ◄ ◄ Marteinn Marteinsson i hlutverki Cleants, hins unga leynilega elskhuga. Margrét Óskarsdóttir sem Angelique, dóttir hins ímyndunarveika sem vill fá annan tengdason. Sá er sonur dr. Diaforus læknis. Fiðluleikarinn er Ágústa Skúladóttir. urnar sem eru heljarmiklar, púðraöar í bak og fyrir. Búningar sem þessir eru mjög dýrir ef á að kaupa þá og fjárhagur leikhóþsins bauð ekki upp á að ráðist yrði í slíkar fjárfestingar. Þeim hugmyndum var velt upp að vera bara í ein- földum svörtum búningum með blúndulaf úr ermum og slaufur á skóm, sem myndu einung- is gegna táknrænu hlutverki í stað fullkominna búninga. Ekki var hægt að fá leigða eða lán- aða búninga þar sem þeir eru mjög dýrir og enginn fæst til að lána slíkt. Hvað var til ráða? Haft var samband við Karl Aspelund sem hafði staðið fyrir hönnun á svipuðum búning- um fyrir þjóðleikhúsið og hafði hann einnig kennt búningasögu fyrir ýmsa aðila. Sú hug- mynd kom fram að fá iðnskólanema á síðasta ári í fataiðndeild til að sauma búningana og þegar þessi hugmynd var viöruð við þá tóku þeir strax mjög vel í hana. Karl hélt fyrirlestur fyrir þá um klæðnað þessa tímabils og út frá Búningur úr smiðju iðnskólanemanna mátaður á Ágústu. Það eru þær Sólveig Þura, Ólöf, Jóna María og Oddný sem virða fyrir sér afrakstur mikillar vinnu. Hárkollan mátuð á Margréti Óskarsdóttur. Hárkollumeistararnir eru úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Islands, Sigurbjörg, Jóhann oa Elsa. þeim uþplýsingum hófust nemarnir handa við saumaskapinn. Þeir lögðu mikla vinnu ( að leita að ódýrum efnum, svo sem gardínuefnum og öllu tiltæku sem kæmi að notum við verk- efnið. Fantasía leitaði einnig til Myndlista- og handíðaskólans, nánar tiltekið til fjöltækni- deildar hans, eftir fólki sem vildi taka að sér að búa til hárkollurnar. Þar fengust einnig mjög jákvæðar undirtektir. Hárkollumeistarar Þjóð- leikhússins voru nemunum innan handar og bentu þeim á ódýrar leiðir við að framkvæma verkið. Meðal annars að nota hamp i kollurnar, sem er bæði ódýrt og vel meðfærilegt efni. Þess má geta að nám í hárkollugerð tekur um þrjú ár úti í hinum stóra heimi og er árangur þessara nema vægast sagt frábær miðað við að þeir eru að stíga sín fyrstu spor á þessari braut. Það sama má segja um búningana sem iðnskólanemarnir saumuðu og eru mikið vandaverk. Þeim sem hafa áhuga á að sjá ímyndunar- veikina, sem er mjög líflegur gamanleikur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, er bent á aö fyrsta sýningin verður í Skeifunni 3c 27. maí næstkomandi. HTBL.1990 VIKAN 53 LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.