Vikan - 18.12.1941, Side 6
4
VIKAN, nr. 51—52, 1941
[Hjálmar Jónsson fæddist á Halllandi við Eyjafjörð
1796. Móðir hans var ógift og' heimilislaus, og vafi lék
á um faðernið. Förukona var til fengin að bera svein-
inn næturgamlan til hreppstjóra. En fátæk ekkja tók
bamið upp af götu sinni, og hjá henni ólst Hjálmar
upp til fermingaraldurs. 1820 fluttist hann vestur í
Skagafjörð, kvæntist ungur, hlóð niður ómegð, átti við
þrotlaust basl og örbirgð að búa til dauðadags, 1875.
Þrátt fyrir alla kreppu tókst Hjálmari að afla sér
mikillar menntunar, og orti því betur, sem hann varð
eldri. Mun hann jafnan verða talinn eitt af svipmestu
skáldum íslendinga.
Held eg nú loks mín hinstu jól,
hörmunga klæddur skugga,
fýkur í gjörvöll frelsis skjól,
fjöll hylja sól,
fátt má öreígann hugga.
Jeg á þig eftir, Jesús minn,
jörðin þó ÖU mér hafni,
I þér huggun og frelsi finn,
fróun hvert sinn
flýtur af þinu nafni.
AUt er tapað, ef tapa eg þér,
trygðavinurinn blíði,
aldrei brugðizt í heimi hér
hefur þú mér,
hjálpar snauðum í stríði.
Iæitt hefur mig þín líknarhönd
lífs á fallhættu stræti,
greitt mín vandræða gjörvöli bönd,
glatt líf og önd,
gefið mér oft meðlæti.
Mér hefur góða menn á iáð
marga til hjálpar senda,
þeim sé næst guði þökkin tjáð,
þeirra lífs ráð
þrifast lát fram til enda.
(Islenzk lestrarbók.) ].
Ráð mitt er nú á reiki allt,
rök dauðans öli sig sýna,
iíkamans slitið hreysið ha.ilt
hrynur gjörvallt,
heyrn og sjón óðum dvína.
Jesús mitt líf og læknir er
með lifanda orði sinu,
gimstein einn, sem gefið hér
guð hefur mér,
geymi eg í hjarta mínu.
Og'þó að synda sektin há
sífelt mig geri klaga,
fyrir skuidinni enn jeg á,
svo ekki má
undir straffið mig draga.
Nauðhjálpari minn, Iíristur klár,
kom mína þörí' að bæta,
örmagna styn jeg eUi-grár,
angistar tár
oftíega liinnar væta.
Svo er þá allt mitt syndugt líf
sorganna flíkum vafið,
amar söknuður, ellin stíf,
örbirgð og kíf,
allt er hörmungum kafið.
Dýrð sé Guði í upp-
hœðum . . .
Framhald af bls. 3.
Nei, í ljósadýrð hinna steinlögðu
stræta er vafasamt, að þeir hefðu
nokkru sinni orðið hennar varir,
vafasamt, að þeir yfirleitt hefðu
horft til himins.
Það er eitt af undrum jólanna að
þau grípa athygli vora, einnig at-
hygli vor, sem búum við hin stein-
lögðu stræti og beina henni til
himins.
Þau minna oss á það, börn þess-
arar tímanlegu jarðar, að vér eig-
um yfir oss eilífan himin Guðs
máttar og miskunnar — að það er
yfir oss vakað í hæstri hæð.
Sá var boðskapur hans, sem
varð hold og bjó með oss, fullur
máttar og miskunnar, svo að vér
sáum dýrð hans, dýrð sem einget-
ins sonar frá föður.
Og ég held mér sé óhætt að full-
yrða, að ríkara þakkarefni á ekki
mannlegt hjarta — ekki ef vér
erum hreinskilin og grandskoðum
vorn eiginn huga í ljósi vorra eigin
örlaga.
Megi hann því hljóma sem ein-
lægast og almennast af vörum
vorum á þessum jólum lofsöngur-
inn:
„Dýrð sé guði í upphæðum.“
Og af því ríkari fúsleik skyldum
vér taka undir þann lofsöng, sem
vart mun, án þakklætis og elsku
til Guðs, vera að vænta fegurðar
og friðar á jörðu.
Dýrð sé guði í upphæðum
og friður á jörðu.
Alít nú iáðir andvörp mín,
er jeg til himins sendi,
orðum jeg kvaka þeim til þín
í þjáning og pín,
þinn sonur mér sem kenndi.
Son guðs, frá þessu segi eg þér,
sjálfur því liðið hefur,
ailt hvað á jörðu amar mér
í eymdum hér, —
efiaust því styrk þú gefur.
J7ó laðæn.
Vertu hjá mér, þig skal blíðan biðja,
byrg ei eyrun, þó að ég sé smár.
Vilt þú ekki hjálpa, styrkja, styðja,
stærsti Jesú, drottinn máttarhár.
Ver mér nær, ef harmadapur dagur
dregur táraský á augu mín.
Ver mér nær, ef lán og heillahagur
horfir við — þá gef ég minnist þín.
I. F.