Vikan


Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 7

Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 51—52, 1941 Lýdur og DROTTINN. Teikningar: KARL RÖNNING. unnar nnarsaon. Milli Lýðs Guðmundssonar, sýslu- manns í Vík í Mýrdal, annars veg- ar og drottins hins vegar höfðu lengi verið fáleikar. Það er eðli- legt að nefna Lýð á undan, því að hann gerði það sjálfur. Það er eðlilegt að nefna drottinn á eftir, því að Lýður var ekki þannig gerður, að hann krypi, ekki einu sinni fyrir almættinu, eða eins og hann sagði við séra Björn: Ég fer með morgunbænina mína, þegar veðrið er gott, annars ekki! Gjöf skal gjalda! Lýður Guðmundsson hefir aldrei látið neinn eiga hjá sér. Það er ekki ég, sem hefi skágengið drottin — það var hann, sem byrjaði! . . . Þú ert naut, svaraði séra Björn með vingjarnlegri hreinskilni: Sterkur eins og naut, heimskur eins og naut og þrár eins og naut! Kolsvartur? bætti Lýður óvænt við. Því ekki það! svaraði séra Björn dálítið tortryggnislega — en kennimannlegt ör- yggi hans varð yfirsterkara: Svartur eins og krækiber — já, eins og sótið á veggj- um vítis! Það er þá víst m í n húð, sem þú skrýð- ist á sunnudögum, sagði Lýður þurrlega: Það sækir svo á mig svefn, þegar líður að messu! Og þegar ég vakna, eru kverkar mínar þurrar, eins og runnið hefði um þær innantómur orðastraumur klukkutímum saman ... Og svo ert þú að lá mér, að ég fæ mér í staupinu! Ó, þú Belials barn og Bileams asni! þrumaði séra Björn: Álasa ég þér fyrir drykkjuskap ? Því lýgurðu! Mér þykir líka gott í staupinu. Vín er safi úr sætum gróðri og brennivín er guðs gjöf gegn kulda, hungri og leiðindum. En hefir nokkur fundið m i g hrjótandi í svaðinu og hest- inn minn standandi sem mállausan lífvörð yfir mér ? Rembist é g svo með pennanum, þegar ég skrifa, að fólk verður að gæta augna sinna? Var það ég, sem um daginn stöðvaði uppboðið milli hamarshögganna, til þess að syngja vísu, sem ekki var einu- Sinni drykkjuvísa, heldur ennþá verri. Nei, en þú ert ekki heldur sýslumaður, sagði Lýður drýgindalega: Og hvers vegna söngstu ekki með ? ... Þú kannt vísuna! Fjandinn leggur þér orðgnótt í munn, sagði séra Björn þykkjulaust: Á ég sök á öllum syndum, sem ég veit um! Hvers konar lög eru það? Það er lögfræðileg guðfræði, svarta messunaut! sagði Lýður hlæjandi: Þú manst, hvað sagt er um að líta konu girndarauga. Er eyrað saklausara en aug- að — er heyrnin hreinni en sjónin? Allir eiga sök á öllu, líttu á — ég skal skrifa það upp fyrir þig, þá hefirðu það svart á hvítu! Klerkur, ég dæmi þig! Guðs lamb, ég læt þig afplána allar syndir og heimskupör okkar hinna og moka fjós! Ha-ha-ha — þarna var guðfræðinetið of smáriðið fyrir þig, himnaglópurinn þinn! Æ, kolsvarti krummi minn, þú flaugst beint í snöruna, eins og saklaus rjúpa. Einmitt: Að vita um synd er sama og að drýgja hana, samkvæmt guðfræðinni! Ég hefði getað orðið góður prestur, annar Jón Vídalín! Syndaselurinn þinn! Þú segir, að ég drekki — og þú veizt, að ég geri það og ert því meðsekur! Ég nenni ekki að svara þessu rausi þínu, sagði séra Björn góðlátlega — sjálf- ur var hann vanur að þruma, en þegar Lýður var í þessum ham, fór það oft svo að lokum, að sýslumaðurinn varð honum yfirsterkari: Láttu leggja á hestinn. Ég ætla að fara. Jæja, suðari minn — puðari minn, sagði Lýður og var nú hógværari — hann vildi halda sem lengst í gesti sína: Liggur þér svona- mikið á? Það er hey í stallinum handa hestinum — og tár á flöskunni handa prestinum — tralala, tralala og hopsasa! ... Skál, svarti augasteinninn minn — fáðu þér sæti og hvíldu þín lúnu bein — úr flöskunni svelg og fylltu þinn belg og vaddu svo elg! ... Þú ert reyndar vanur að geta sagt skál sjálfur. En þú ert eitthvað svo guðhræddur og gramur í skapi í dag, séra Björn. Hvað viltu fá fyrir að segja skál þrisvar sinnum í prédikunar- stólnum, þegar þú heldur jólaræðuna? Séra Björn hafði gengið óþolinmóður fram og aftur, en vatt sér nú skyndilega að honum: Á ég sjálfur að leggja á bykkjuna? Jón fangi! kallaði Lýður út um dyrnar: Hæ, þú þarna tugthúslimur — geturðu ekki gegnt, þegar ég kalla á þig! Hvern fjandann ertu að gera! Jón Bjarnason, sem dæmdur hafði verið í þriggja ára hegningu fyrir þjófnað og afplánaði sökina sem fjósamaður Lýðs Guðmundssonar, rak loðið smettið inn úr gættinni: Hvað vildi sýslumaðurinn mér? Guðsmaðurinn vill láta leggja á gæðing- inn sinn, lambið mitt — nei lamb — sauður- inn, ætlaði ég að segja! Þú veizt, vænti ég, hvar Benedikt lét hann inn. Sæktu hann! ... Steldu honum ekki! Ég er ekki skyldugur að vita neitt um hesta, sagði Jón Bjarnason þrjózkulega. Lýður Guðmundsson rétti að honum tóbakstuggu. Ef hún getur ekki opnað kjaftinn á þér, þá hefi ég haft á þig, dúfan mín, sagði hann góðlátlega, en þó í fullri alvöru: Haft, sem þér er ekkert um ... Jæja þá, sagði Jón og ók sér ólundar- Framhald á bls. 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.