Vikan - 18.12.1941, Síða 13
VIKAN, nr. 51—52, 1941
11
Ógleymanlegur hundur.
Sunnybank Bobby var risastór, mó-
rauður og hvítur hundur, sonur hins
fræga Bruce, sem ég átti líka. Hann
dó fyrir 17 árum. Þrátt fyrir það man ég
betur eftir honum en mörgum manni eða
konu, sem dáið hafa síðan. Ég valdi hann
úr átta hvolpa hóp, þegar hann var fimm
mánaða gamall og átti hann að verða
heimilishundur minn og félagi.
Bobby var einn af þeim fáu hundum,
sem þurfa aðeins að heyra skipun einu
sinni til þess að skilja hana og muna.
Pyrsta daginn benti ég honum á stað á
skrifstofu minni og annan í borðstofunni,.
þar sem hann mátti liggja. Hann gleymdi
því aldrei.
Bobby hafði einkennilegasta hundsheila,
sem ég hefi nokkru sinni rekið mig á. Hann
var mjög hreykinn af afreksverkum sín-
um. Þegar hann var hvolpur, kenndi ég
honum að ganga stigann upp á næstu hæð.
Þetta fannst Bobby þvílíkt þrekvirki, að
hann hljóp upp og niður stigann í margar
vikur, ef einhver gestur var kominn, sem
hann gat sýnt þetta. Þessi saga endurtók
sig með allt nýtt, sem hann lærði.
Þegar ég vaknaði á morgnana, stóð hann
alltaf þegjandi og þolinmóður við rúmið
mitt. Hann varð hamslaus af gleði, þegar
ég opnaði augun, gelti um það bil tvær
mínútur og var allur á hjólum. Síðan var
hann þögull, það sem eftir var af deginum.
Einu sinni elti hann mig upp á háaloft,
en þar var ég að leita að fáeinum gömlum
bréfum, sem geymd voru í lítið notuðu
Eftir
ALBERT PAYSON TERBUNE.
herbergi þar. Ég benti á ákveðinn stól og
sagði honum að liggja í honum. Það liðu
tvö ár, áður en hann elti naig þangað aft-
ur af tilviljun. Á þröskuldinum sagði ég
honum, án þess að gefa nokkra bendingu,
að hann ætti að finna sinn stól af fjórum
stólum, sem voru þar, og leggjast í hann.
Bobby hikaði aðeins andarták og horfði
vandræðalega á stólana. Þá rankaði hann
við sér og skreið upp í stólinn, sem ég
hafði helgað honum í fyrra skiptið.
Eftir fyrstu gönguferðina okkar á þjóð-
veginum, þurfti ég aldrei að kalla á hann,
þegar bíll nálgaðist, eða gefa honum bend-
ingu um að ganga rólega við hhð mér,
þangað til ófreskjan væri farin fram hjá.
Framhald á bls. 47.
Orðaþraut.
ÓLIN
F AST
AKUR
TE YG
V ALT
S K AR
Á S A R
LlNU
ÆTAN
Framan við hvert þessara orða á að setja einn
staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir
að ofan og niður eftir, myndast nýtt orð. Það er
nafn á borg í Asíu.
Sjá svar á bls. 47.
I Vitid |»ér það? |
= 1. Við hvern sagði Jesús: „Áður en han- |
inn galar tvisvar, muntu þrisvar af- =
| neita mér.“? |
| 2. Eru nokkrar reikistjömur á milli jarð- =
| arinnar og sólarinnar? |
| 3. Hvað er ,,mural“ ? |
1 4. Hver hefir skrifstofu í Downing Street =
10 í London? |
= 5. Hvað er fjallið Skjaldbreiður hátt?
5 6. Hvað heitir söngleikurinn, sem er um 1
japanska stúlku, er varð ástfangin af I
| amerískum sjóliðsforingja ? |
| 7. Hvenær gaf Guðbrandur Þorláksson \
Hólabiskup biblíima út á íslenzku?
E 8. Með hve mörgum brauðum og fiskum I
mettaði Jesús fimmþúsimdimar ? |
= 9. Er Miðjarðarhafið stærra en Mexico- |
I f lóinn ? =
E 10. Hvað þýðir orðið „limitera" í verzlim- |
| armáli ?
= 11. Hve margar bænir eru í „Faðirvor- =
1 inu“ ? 1
= 12. Hvað er heimaklettur í Vestmannaeyj- =
= um hár? =
= 13. Hvort berst hljóð hraðar í lofti eða |
1 vatni? |
= 14. Hver tók við konungdómi eftir Gustav =
Adolf í Svíþjóð ? |
= 15. Hver voru fyrstu orð Charles Lind- =
berghs, þegar hann hafði lent á flug- |
1 vellinum í Paris og 10000 manns voru |
þar samankomnir til að fagna honum ? =
= 16. Hvenær dó Hallgrimur Pétursson? |
| 17. Hvað er „sampan"? |
| 18. Undir hvaða minnismerki hvílir óþekkti |
| hermaðurinn í París?
f 19. Hve mörg orð eru í styzta versinu í |
E biblíunni ?
E 20. 1 hvaða löndum, sem ekki eru kaþólsk, |
= eru biskupar ?
| 21. Hvaða frægur maður var kvæntur |
kvikmyndaleikkonunni Billie Burk?
| 22. Hvenær dó Páll Vídalín lögmaður?
| 23. Hvenær og hvaðan fóru sígarettur að |
breiðast út í Evrópu?
j 24. Hvað er Rauða-Rússland ?
1 25. Hver er elzta borg heimsins, eftir frá- j
= sögn biblíunnar ?
I Sjá svör á bls. 47. |
fékk eins margar flöskur af messuvíni
heim með sér og hnakktaskan rúmaði, og
loforð um meira seinna. Og af því að drott-
inn hafði nú stígið fyrsta sporið, kom
Lýður til kirkju á jóladag og tók undir
sálmasönginn og söng hátt, mjög hátt.
Séra Björn hafði gaman af að halda ræð-
ur, við hátíðleg tækifæri talaði hann lengi.
Lýður sat hjá altarinu og dáðist að mælsku
vinar síns, unnti öðrum að njóta þess líka,
og blundaði sjálfur á meðan. 1 miðri ræð-
unni þurfti meðhjálparinn að taka skarið
af einu altariskertinu, hann gerði það með
fingrunum, brenndi sig, og fleygði skarinu
— það lenti í hárkollu Lýðs. Lýður svaf
vært og hraut. Brátt fór að rjúka úr koll-
unni. 1 fátinu ætlaði meðhjálparinn að
slökkva á skarinu með því að blása á það,
við það gaus eldurinn upp úr hárkollunni,
eldtungur umluktu höfuð Lýðs eins og
dýrðarbaugur, hann vaknaði af værum
draumi, sá meðhjálparann standa og blása
að eldinum í höfði sínu, fleygði logandi
hárkollunni framan í hann — og hrópaði
hástöf um:
Hafðu það þá allt, helvítis brennuvarg-
urinn!
Að svo búnu skundaði Lýður út úr
kirkjunni og heim til tunnunnar, hún var
guðsgjöfin hans.
Þegar leið að þrettánda hafði Lýður með
hjálp vina og gesta og einkum af eigin
rammleik tæmt tunnuna. Næsta sunnudag
fór hann til altaris. Þegar séra Björn rétti
að honum kaleikinn, greip Lýður hann
með báðum höndum — og andvarpaði:
Gott var það, rekavínið mitt! ....
Skömmu seinna dó hann reyndar. Séra
Björn talaði yfir honum og talaði fallega.
Þeir, sem fylgdu, og það voru margir,
höfðu oft grátið af hlátri yfir uppátækj-
um Lýðs, en nú grétu þeir af öðrum ástæð-
um. Jón fangi fylgdi og fékk að haida í
einn hankann — hann var ekki skyldugur
til þess, það var heldur enginn, sem hafði
dæmt hann til þess, en hann vildi gera það.
Lýður hlaut þannig virðulega útför — en
ekkjan. var kvíðin.
Þegar búið var að fylla gröfina með
frosnum moldarhnausunum, og logndrífan
var sem óðast að þekja yfir öll ummerki,
tók hún séra Björn á eintal:
Hvar heldurðu að Lýður sé núna, séra
Björn? spurði hún kvíðafull.
Séra Björn horfði hugsandi á hana —
og sagði:
Hefðir þú í raun og veru viljað hafa Lýð
öðruvísi, madama Rannveig, ef frá eru
teknir einstaka smágallar hans?
Madama Rannveig hristi höfuðið — hún
hugsaði: En ég þekkti hann — hann
var þó maðurinn minn.
Heldurðu, að drottinn sé ekki eins um-
burðarlyndur? spurði séra Björn.
Efalaust, svaraði madama Rannveig:
En afturhvjarf hans núna undir það síð-
asta ...
V i ð eigum ekki að rannsaka hjörtun
og nýrun, svaraði séra Bjöm og brosti með
sjálfum sér að endurminningu, sem skaut
upp í huga hans.
En hann gat verið harður í horn að
taka, sagði madama Rannveig — en þó
í þeim tón, sem hefði hún séð honum
bregða fyrir á hinum rétta stað.
Séra Bjöm sagði með kaldranalegum
galsa:
Það er drottinn líka! Þeir koma sér
áreiðanlega saman! ...
Ó-já, þetta var í gamla daga. En nú eru
menn orðnir svo siðsamir og vitrir. Fang-
amir em lokaðir inni í búrum. Og jafnvel
guðsmennirnir reykja sígarettur.