Vikan


Vikan - 18.12.1941, Qupperneq 14

Vikan - 18.12.1941, Qupperneq 14
12 VIKAN, nr. 51—52, 1941 Ástamál Bjarna Thorarensens. Kaflar úr „Þœtti um Sigríði í Skarfanesi“. Það er stundum hljótt um minningu mætustu manna íslenzku þjóðarinn- ar og það jafnvel þótt þeir hafi kveðið sig inn í hjörtu landsmanna og Ijóð þeirra lifi enn 4 vörum þeirra, síung og safamikil. Einn þessara manna er Bjarni skáld Thorarensen. Þó að setningin „gleymdar eru hans gjafir“ eigi ekki við um hann, þá hefir verið furðu hljótt um það, að á þessu ári eru hundrað ár síðan hann lézt. Sigurður prófessor Nordal segir í „Is- lenzkri lestrarbók", sem að vísu er gefin út 1924: „Um æfi Bjarna og skáldskap hefir aldrei neitt verið ritað að gagní.“ Einar H. Kvaran ritar formála að heildar- útgáfu kvæða skáldsins, sem gefin var út af Bókmenntafélaginu árið 1884 og getur þess, að eiginlega æfisögu Bjarna sé hon- um ekki unnt að skrifa, því að til þess vanti hann ýms gögn og hafi jafnvel verið meinað þeirra sem heimil hefðu átt að vera frá hendi eins af skyldmennum skáldsins. „Kvæðið eftir Sæmund Holm er nær því eintóm spakmæli, líklegast hin dýpsta speki, sem enn hefir komið frá penna nokkurs íslendings,“ segir Einar H. Kvaran í þessum formála. Hér verður ekki, sem varla er heldur við að búast, gerð nein tilraun til að rita almenna æfisögu Bjarna. Embættisferill hans hefir oft verið rakinn og flestir vita, að hann var yfirdómari og amtmaður í Norður- og Austuramti, og sat á Möðru- völlum í Hörgárdal og þar lézt hann 25. ágúst 1841. Guðni Jónsson magister hefir í „íslenzkir sagnþættir og þjóðsögur", 1. hefti, skrásett mikinn, fróðlegan og skemmtilegan þátt um Sigríði í Skarfa- nesi, og hefst hann á kvonbænum Bjarna Thorarensens. Þar kemur margt fram, sem almenningi hefir verið hulið og birt- ast hér fyrstu kaflar þáttarins: „1. Kvonbænir Bjarna Thorarensens. Á árunum 1816—1820 bjó Bjami Thor- arensen ókvæntur í Gufunesi. Hann var þá dómari í landsyfirréttinum, maður á bezta aldri, mikils metinn fyrir gáfur og skarpleika og líklegur til meira embættis- frama. Hann var og þá þegár orðinn þjóð- kunnur fyrir skáldskap sinn. Bjami var búhöldur góður. Hann hafði margt hjóna og efnaðist brátt. En það þótti honum á skorta, að hann vantaði þá forsjá fyrir búi sínu, er honum hentaði bezt, einkum þar sem hann varð sjálfur oft að vera að heiman vegna embættis síns. Lék honum því hugur á að staðfesta ráð sitt og kvong- ast, ef hann næði þeim ráðahag, er honum líkaði. En í þeim efnum varð honum þyngri róðurinn en ætla mætti um svo vel ættað- an mann og mikilhæfan. Af bréfum hans má sjá, að hann bað sér fyrst konu árið 1814, en fekk synjun; óvíst er um það, hver sú kona var. Næst leitaði hann ráða- hags við frændkonu sína, Guðrúnu Stefáns- dóttur amtmanns á Möðruvöllum í Hörgár- dal, og trúlofuðust þau sumarið 1816. En eigi reyndist hald í þeirri trúlofun til lang- frama, og tveim árum síðar fekk Bjarni fullnaðarafsvar frá Guðrúnu. Sumarið 1819 trúlofaðist Bjarni annarri frænd- konu sinni, Elínu, dóttur Stefáns amt- manns Stephensens á Hvítárvöllum. En fyrir undirróður Magnúss Stephensens í Viðey, föðurbróður hennar, sem var Bjama jafnan mjög óvinveittur, var þess- um ráðahag einnig brugðið. Það má sjá af bréfum Bjarna, að í júlímánuði 1820 er hann orðinn mjög vondaufur um ráða- haginn, því að þá skrifar hann einum vina sinna meðal annars á þessa leið: „Og ég segi hreint út, að þegar meðerfingjar mínir með réttu heimta af mér það, sem faðir minn kostaði upp á mig, þá gjöri ég ei heldur með órétti á sínum tíma sterfbúi móður minnar reikning fyrir það, sem ég mögulega kosta upp á hana. Og það væri kannske skylda mín, ef ég ætti konu og böm, hvað hið fyrra (því börn má fá með mörgu móti!), inter nos, verður kannske aldrei tilfellið, því það, sem þú upp á mín vegna óttaðist í fyrra haust, er nú að mestu leyti fram komið. Það detailleraða um þetta vil ég ennþá ekki skrifa þér, þar eð mögulegt er, enn þótt ei líklegt, að allt réttist við. — — En verði ei rétting á þessu, er mér næst skapi að reyna ei framar til að gifta mig, því mér sýnist sem forlögin ætli að neita mér um þessa Behagelighed, og ég ætti þá ei heldur að vera snokinn fyrir hana.“ Það fór eins og Bjarni hafði búizt við, því að litlu síðar fekk hann algerða uppsögn frá Elínu. Þann 15. ágúst skrifar þann sama vini sínum meðal annars: „Þú sérð, að ég er orðinn allástundunar- samur Correspondent við þig, en það kemur ekki til af góðu, heldur af því, að ég í þörfinni leita til þín. Svo stendur nefni- lega á, að ráðahag mínum uppi í Borgarfirði er nú að öllu leyti upp brugðið," o. s. frv. Síðar í sama bréfi segir hann svo með eljaraglettu nokkurri: „Svo- leiðis gengur nú stundum fyrir okkur á réttnefndri Yxnadals- heiði æfi þessarar, en allt endar, þegar vér komumst í þann himneska Eyjaf jörð.“ Þó að auðsætt sé, að Bjarna hafi fallið þessi málalok mjög miður, lét hann það eigi lengi á sig fá. Síðar um sumarið reið hann vestur í Stykkishólm og bað Hildar, dóttur Boga stúdents Benediktssonar. Var það mál auðsótt, og giftust þau þann 15. september um haustið. Reið Hildur síðan suður með honum og tók þegar við búsfor- ráðum í Gufunesi. 2. Frá Elínu Guðmundsdóttur. Þetta sama ár, sem nú var sagt, er Bjami stóð í konumálum þessum, var hjá honum í Gufunesi stúlka sú, er Elín hét Guðmundsdóttir. Hún mun hafa verið ætt- uð úr Munka-Þverársókn í Eyjafirði, og leikur þó vafi á því, því að í sumum stöð- um er hún talin úr Helgastaðasókn í Þing- eyjarþingi; bendir þó fleira til hins fyrra. Allt er mér ókunnugt um ætt hennar og foreldri, eða hvenær hún fluttist suður á land. Elín var rúmlega tvítug að aldri, er þetta gerðist. Sagt er, að hún hafi verið kona í fríðara lagi, greind vel, glaðlynd og léttlíf, og víst er um það, að henni var mannhylli vel lagin jafnan. Um stöðu Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.