Vikan - 18.12.1941, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 51—52, 1941
13
^AéttúJnLfndík
Konung’ur barnanna. David Gal-
lagher, sem er níu mánaða gamall,
var kosinn „konungur barnanna"
í New York. David litli fær sér
vænan sopa í tilefni af heiðrinum.
Framkvæmdastjóri láns- og leigulaganna. —
Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir falið Isadore
Rubin að hafa yfirumsjón með 7.000.000.000
dollara láns- og leigulögunum. Á myndinni
brosir Rubin og virðist vera hinn ánægðasti.
Báturinn sat fastur. Frú David Bass frá New
York og sonur hennar fengu sér blund á bátn-
um sínum, „Seabass", á meðan háflóð var.
Síðan fjaraði út og þau sátu föst á háum
kletti. Báturinn sést á baksviði myndarinnar.
Múhameðstrúarmenn haida hátíðlegt afmæli spámannsins. Hópur múhameðstrúarmanna liggur á
bæn og snúa allir i áttina tii Mekka. Þeir eru að halda hátíðlegt afmæii spámannsins Múhameð.
Mynd þessi er frá Calcutta, en sömu sjónina var hægt að sjá i Englandi, Egyptaiandi og allsstað-
ar, þar sem múhameðstrúarmenn eru í herþjónustu með Bretum. Fremst á myndinni sjást bein-
ingamenn, sem bíða með ölmususkálar sinar eftir þeim, sem liggja á bæn.
Hann bað hennar símleiðis. Þetta er Katrín
Roselle leikkona frá Tékkoslóvakiu. Myndin
var tekin af henni, þegar hún kom til Los
Angeles frá Ástraliu, og var hún á leið til
New York til að giftast Dr. A. P. Wachstter,
sem hafði beðið hennar símleiðis, þegar hún
var i Sydney. Landsímastúlkan kom inn í sam-
talið og sagði: „Hann vill fá að vita, hvort
þér viljið giftast honum." Katrín sagði: „Já.“
Fegurðardrottning Ameríku. -
Mynd þessi er af hinni fögru
18 ára gömlu Rosemary La
Plance, sem er fegurðardrottn-
ing Ameriku 1941. Hún gengur
yfir leiksviðið með veldisprot-
ann og er hyllt af fjölda fólks.