Vikan - 18.12.1941, Page 19
VIKAN, nr. 51—52, 1941
17
Ný frqmhaldssaqa:
Einkennilegur 1
afbrotamaður.
Eftir DAVID HUME, höfund hinna frægu Cardby-sagna,
t. d. „Með dauðann á hælunum“, sem birtist hér í blaðinu.
I. KAPlTULX.
Maður kemur inn um glugga.
Corinne Walters leit enn einu sinni í spegilinn,
bar litlu, hvítu höndina upp að munninum til að
skýla geispa og brosti við fagurri spegilmynd
sinni ■— grönnum líkama, íklæddum rósóttum
silkislopp, ofnum grænu silki og gullþráðum, svo
að hann var i samræmi við hin dýru húsgögn
svefnherbergisins. Þjónustustúlkan var nýlega
farin út. Klukkuna vantaði fimm mínútur i tólf
og aðeins stöku sinnum rauf hávaði i bilum næt-
urkyrrðina á Grosvenor Square.
Hún stóð upp af stólnum fyrir framan hlaðið
snyrtiborð sitt, lét fáeina ilmvatnsdropa drjúpa
í hárið og gekk eftir þykkri gólfábreiðunni að
rúminu sínu. Henni fannst hún vera glaðvakandi.
Hún skalf ofurlítið, á meðan hún lauk við að
bursta hár sitt, fyrir framan rúmið. Rafmagns-
ofn stóð við rúmið, en samt hafði hún fundið
kaldan gust i gegnum næfurþunnan náttkjólinn.
Hún leit út að glugganum og hugsaði með sjálfri
sér, hvort stúlkan mundi hafa opnað hlerana of
mikið. Skræk klukkuslög gáfu til kynna, að nú
væri miðnætti.
Gluggatjöldin fuku frá glugganum og vindhviða
stóð inn í herbergið. Corinne hnyklaði ólundar-
lega brúnimar, tautaði nokkur miður falleg orð
um þjónustustúlkuna og gekk aftur yfir gólfið.
Hún dró gluggatjöldin til hliðar og rétti hendina
út til að halla glugganum aftur. En allt í einu
skjögraði hún, varð náföl og rak upp lágt angist-
aróp.
Maður sat í gluggakistunni og dinglaði fótun-
um ófeiminn inni í svefnherbergi hennar.
Hann tók ofan hattinn með glæsilegri hreyf-
ingu og hneigði sig. Corinne skjögraði aftur á
bak og var þögul af skelfingu. Þegar hún nálg-
aðist nimið, skjálfandi frá hvirfli til ilja, stökk
ókunni maðurinn niður úr gluggakistunni og kom
inn í herbergið. Augu leikkonunnar voru glennt
upp af skelfingu og hún starði á hann, eins og
hún gæti ekki skilið, að hann væri jarðnesk vera.
Maðurinn var hár og gr.annur. Svartur kvöld-
frakkinn fór vel á karlmannlegum líkamanum og
jók á glæsimennsku hans. Hartn hafði ýtt háa
silkihattinum aftur frá enninu og svört silkigríma
huldi augnaumbúnað hans og nef. Munnurinn var
fagurlega lagaður og háðsbros lék um varirnar,
eins og hann skemmti sér að gáskafullu æfin-
týri. Hann var með hvitan silkiklút um hálsinn
og hanzka á höndunum. Corinne skalf af hræðslu.
„Hver — hver eruð þér?“ stamaði hún að
lokum.
„Skiptir það nokkru máli?“ spurði ókunní
maðurinn djúpum og þægilegum rómi.
Hún svaraði ekki, en starði sem dáleidd á hann,
á meðan hann tók sigarettuveski úr gulli upp úr
vasa sínum og bauð henni sígarettu. Ósjálfrátt
rétti hún fram skjálfandi höndina og tók síga-
rettu.úr veskinu. Maðurinn kveikti á gullkveikj-
ara og þau reyktu bæði. Hann lagði hattinn sinn
á lítið boið og gekk siðan að rúminu og settist
hjá henni. Hann hefði ekki getað komið eðlilegar
og hispurslausar fram á sxnu eigin heimili. Hún
reyndi að ná valdi á sjálfri séi'. Aðstæðuinar voru
beinlínis hlægilegar.
„Mér þykir leitt, að þér eruð auðsjáanlega hálf-
feimin að taka á móti mér sem gesti,“ sagði
hann og blés reyknum upp í loftið. „Ég hefði ef
til vill ekki átt að koma inn um gluggann. Það
er ekki venjulegt — að minnsta kosti ekki enn-
þá ■— en það er ekki mér að kenna. Ég hefi ekki
getað fengið leyfi.til að koma upp til yðar venju-
legu leiðina."
„Hvað — hvað viljið þér?“ spurði Corinne.
Skjálfandi tennur hennar höfðu höggvið sígarett-
una i sundur.
„Ekkert nú sem stendur. Við skulum bíða með
að tala, þangað til þér eruð orðin ofurlitið ró-
legri.“
Honum lá auðsjáanlega ekki mikið á. Hreyf-
ingar hans og málfæri var næstum letilegt —
hann talaði hægt. Það var þó ekki af því, að hann
væri að halda óstyi'kum taugúm i skefjum. Hann
hafði aldrei vitað, hvað það var að vera tauga-
veiklaður. .
„Ég kom hingað eiginlega til að ræða um einn
af vinum yðar við yðui’, ungfrú Walters."
„Já, en hver eruð þér sjálfur? Hvað heitið
þér?“
Hann krosslagði fæturna og hlð lágt og reykti.
„Þeirri spumingu er erfitt að svara. Ég kalla
mig Ray Winter •—- það er nokkurs konar dul-
nefni. Seotland Yard kallar mig „hættulegan
mann fyrir almennt öryggi“. Vinir mínir kalia
mig nafninu, sem þeir þekkja mig undir og sumir
kalla mig nöfnum, sem ekki væri viðeigandi að
hafa eftir. Fáeinar ungar stúlkur kalla mig „gim-
stein". Þér getið sjálfar valið, hvað þér viljið
kalla mig. Ég kýs nafnið „gimsteinn" helzt sjálf-
ur.“
Kæruleysisleg frekja mannsins var undursam-
leg. Andartak hélt Corinne að þetta væri — já,
ef til vill miskilin fyndni, en þá tók hún eftir
járnharðri einbeitninni í dökkbrúnum augum hans
og öruggri valdatilfinningu. Ekkert í augnaráði
mannsins studdi þá tiigátu', að þetta væri gáska-
fullt spaug.
„Hvað viljið þér fá hjá mér?“ spurði hún.
„Það er ekki mikið, Corinne. Það, sem ég vil
fá, kostar yðui' ekkert. Það hlýtur að vera hug-
hi'eysting. Ég gæti tekið þessa frægu skartgripi
yðar, en ég veit að þeir eru aðeins eftirlíkingar,
og að þér selduð ósviknu gimsteinana í fyrra-
haust. Ég hefi engan áhuga á eftirlíktum skart-
gripum. Nei, — ég vil tala um Sir Edgar Murray
við yður.“
Hún varð enn óstyrkari og varð að grípa í
rúmbríkina. Hann sá, að hún hélt svo fast, að
húðin á hnúum hennar hvítnaði.
„Verið þér ekki svona hræddar við þetta nafn.
Að minnsta kosti skulið þér ekki reyna að segja
mér, að þér hafið aldrei heyrt það áður.“
„Ég skil yður ekki,“ sagði leikkonan hikandi.
„Kæra vinkona, hvers vegna eruð þér að mót-
mæla?“ sagði óboðni gesturinn, um leið og hann
stakk hendinni í frakkavasa sinn. „Það var gott
að ég kom ekki óundirbúinn. Ég hefði þó ekki
haldið, að þér munduð haga yður barnalega. Lítið
á þetta.“
Hann rétti henni ljósmynd. Hún leit sem
snöggvast á hana, en sneri sér strax undan. Mynd-
in var af henni á gönguferð eftir sævarströnd
með miðaldra, feitum manni, sem hún leiddi undir
hönd. Þau horfðu hvort á annað og Virtust vera
mjög ástfangin.
„Ég tók myndina sjáifur," sagði maðurinn,
„þegar þér voruð í Termini á Sikiley i frii. Það er
ennþá afskekktara en Palermo, ekki satt?“
„Hvað viljið þér?“ spurði hún hásum rómi'.
Þessi maður lét ekki leika á sig. Hann hafði öll
trompin á hendinni.
„Það er hræðilegt að tala blátt áfram um slíka
hluti. Ég vil helzt alltaf hafa eitthvað skáldlegt
við staðreyndirnar. Látum okkur segja, að í rúmt
ár hafi draumórakennt ástaræfintýri, viðkvæm
og saklaus hamingja, þróast með yður og Sir
Edgar. Mér, sem i raun og veru er mjög við-
kvæmur maður, var það margföld raun, þegar ég
komst að því, að þrátt fyrir allan þennán yndis-
leik er ósigrandi hindrun á. milli yðar og Sir
Edgar — nefnilega konan hans. Þá byrði, sem
forlögin þannig hafa lagt á herðar yður, hafið
þér hingað til borið með öruggum styrk og geð-
prýði. Ef hún læsi bréfin, sem hinn ágæti eigin-
maður hennar hefir skrifað yður á þessu ári, þá
gæti skeð að hún léti sér eitthvað um munn fara,
sem hvorki þér eða Sir Edgar kærðuð ykkur um
að heyrðist. Ég er kominn hingað í kvöld til að
afstýra slíku hneyksli. Ég verð að fá bréf Sir
Edgars. Nú erum við víst farin að skilja hvort
annað, er ekki svo?“
„Ég hefi brennt öll bréf hans,“ fullyrti leik-
konan.
„Það var leiðinlegt ■— já, mjög leiðinlegt. Sann-
leikurinn er sá, að samband yður við Sir Edgar
er ekki einasta leit yðar til æfintýralandsins. 1
raun og veru er það sú þriðja. Sú fyrsta var
dásamleg. Þér urðuð ástfangin og giftuzt mann-
inum. Önnur leitin var ofurhtið óheppileg. Þér
urðuð ástfangin og giftuð yður . aftur og hafið
líklega óvart gleymt, að þér voruð þegar gift
manni, sem var bráðlifandi. Það gæti verið dá-
lítið óþægilegt, ef einhver segði lögreglunni, að
þér hefðuð gert yður seka um tviveri, er ekki
svo?“
Varir hennar skulfu og óttinn skein úr augna-
ráðinu, sem hún sendi honum.
„Hvernig hafið þér komizt að því?“ spurði
hún.
„Það tilheyrir starfi minu, frú mín góð. Af-
hendið mér bréfin."
„Ætlið þér að kæra mig fyrir lögreglunni, ef
ég afhendi yður ekki bréfin?"
„Ég gæti mynnt lögregluna á, að allir lista-
menn, einnig þeir, sem eru við leikhúsin, eru
mjög ákveðnir í öllum tilfinningamálum, og að
þér hafið víst brotið lög, með því að káka við
eitthvað eins nasviturlegt og leiðinlegt eins og
giftingalögin."
Leikkonan andvarpaði djúpt og stóð upp. Gest-
ur hennar stóð einnig á fætur.
„Ætlið þér svo að þvinga fé af Sir Edgar?