Vikan


Vikan - 18.12.1941, Page 26

Vikan - 18.12.1941, Page 26
24 VIKAN, nr. 51—52, 1941 Visid blóm lilnar á ný. Idag varð hann að segja Lidu, að hann yrði að fá frelsi sitt aftur. Það yrði erfitt. Hingað til hafði honum i raun og veru fundizt það ógjömingur. En nú var ekki hægt að komast hjá því lengur, nei, það var ekki hægt! Það var held- ur ekki rétt gagnvart Agnete, sem þjáðist svo af þessu leynimakki. Hún, sem elskaði hann svo innilega, að hún ætlaði að yfirgefa börnin sín tvö hans vegna. Þessi hugsun fyllti hann stolti. Svo mikið elsk- aði hún hann'. En það olli honum lika samvizku- bits. Auðvitað mundi bömunum líða vel — faðir þeirra elskaði þau meira en allt annað — en Agnete varð að sjálfsögðu að ráða því sjálf. Fyrst ást hennar á honum var svona mikil — þá var ekkert við því að gera! Aftur fylltist hann stolti .... börnin .... Þau voru fórnin hennar. Lida var fómin hans. Hann fékk ónot fyrir hjartað við þessa til- hugsun. Lida, sem var svo auðtrúa, góð og ástrík! Hann hafði ekki getað fundið neina átyllu til að vera önugur, kaldranalegur eða reiður við hana, eftir að hann hafði komizt að raun um tilfinningar sínar gagnvart Agnete, og hve mjög hún elskaði hann. Það eina, sem hann huggaði sig við, var, að hún var svo róleg. Hún mundi verða hrygg — og honum þótti leiðinlegt að hryggja hana. En hún mundi ekki gera veður út af því eða verða æst — eða fyrir- fara sér. Kaldur svitinn spratt fram á enni hans, er hann hugsaði um þetta. En Ljda mundi ekki gera það. Hún mundi flytja heim til móður sinnar — og hann mundi sjá ríkulega fyrir henni! Hún skyldi eiga góða daga! Mjög góða daga! Hún átti það skilið. Hann stakk lykiinum hikandi í skráargatið, því að það var erfitt að segja Lidu þetta, enda þótt hún mundi taka því með stillirígu .... Hún stóð í forstofunni og ljómaði, þegar hann kom inn. „Ég heyi'ði þig koma," sagði hún, og bætti við i sömu andrá: „Alpafjólan mín er að springa út!“ Rödd hennar var svo þmngin gleði og fögnuði, að hann vissi ekki, hvað hann átti að segja. „Það er þessi frá í fyrra,“ sagði hún. Honum létti, þegar hann sá, að hún tók ekki eftir fátinu, sem var á honum og gerði hann órólegan. „Manstu ekki, að þú gafst mér rauða alpafjólu á afmælisdaginn minn í fyrra? Það er hún!“ Nú leit hún á hann ljómandi augnaráði, svo að hann varð að svara. „Jæja, er það hún!“ sagði hann og reyndi að brosa, „Þú veizt,“ sagði hún og opnaði dyrnar og gekk á eftir honum inn, „að alpafjólur missa alltaf blómhnappana — stilkamir rýrna og leggj- ast síðan vesaldarlega til jarðar. Mér dettur alitaf í hug böm, sem em að deyja, þegar ég sé það.“ Hann hafði setzt í skrifborðsstólinn sinn og hún settist á bríkina. Böm,-sem deyja — hugsaði hann. Hvers vegna ættu þau að deyja? „En veiztu, hvað ég gerði í fyrra? Ég skar hana niður, þegar hún hafði blómstrað — blöðin og allt saman.og setti hana upp á loft. En ég gaf henni við og við homauga, og þú mátt trúa því, að ég varð himinlifandi, þegar ég sá að hún var að fá blöð. En mér hafði aldrei komið til hugar, að hún mundi fá blómhnappa! Stífa leggi með blómhnöppum — það lítur út fyrir, að blómin verði Ijósari, en það gerir ekkert til, ég elska þau samt! Mér mun þykja enn vænna um þau, af því að ég hefi sjálf annast þau. Ég ætla að sækja blómsturpottinn og sýna þér hann. Hann stendur í vesturglugganum, af því að ég óttaðist að blómin þyldu ekki sterkt sólskin ennþá.“ Hann heyrði létt fótatak hennar fjarlægjast og nálgast aftur og vissi, að hann gat ekki sagt henni það núna, ekki í dag! Smásaga eftir EDITH RODE. Hún hélt blómsturpottinum fyrir framan og neðan andlit hans. „Skoðaðu vel — líttu undir blöðin — þá skaltu sjá — þú mátt ýta blöðunum til hliðar — sérðu þá? Fjórir! Eru þeir ekki dásamlegir? Hugsaðu þér, mér finnst það krafta- verk, að visið blóm skuli geta sprangið út!“ Hann hafði fært blöðin til og séð þá. Fjórir stilkar með bleikum hnöppum í skjóli blaðanna. „Já,“ svaraði hann. „Já, þú ert sannarlega dugleg —• mjög dugleg að fást við blómin þín.“ Hann átti erfitt um mál, það var eins og hönd héldi um kverkar hans. „Já, en ég elska þau,“ sagði hún. „Ég veit ekki, hvort ég er dugleg, en mér þykir vænt um þau og þá gæti ég þeirra! Þetta eru mín börn.“ Hún fór með blómsturpottinn og kom aftur. Hún leit spyrjandi á hann og sá, að hann var mjög fölur. „Þú ert þreyttur," sagði hún. „Þú lítur út fyrir að vera voðalega þreyttur. Það var heimskulegt af mér, að vera að fleipra því, hve glöð ég er yfir þessu.“ Hann hafði hugsað hratt og mikið þessi fáu augnablik, sem hún hafði gengið frá honum. Hann leit á hana. „Gæturðu með nokkru móti yfirgefið börnin þín?“ Hann reyndi að brosa. „Dálítinn tíma — ef við færum í ferðalag dálítinn tíma?“ Hún brosti ánægjulega. „Já, því að þetta eru ekki raunveruleg börn.“ Lausn á 118. krossgátu Vikunnar. Lárétt. — 1. þjór. — 4. sker. — 7. hlær. — 10. rós. — 11. klók. — 12. krit. — 14. að. — 15. svöl. — 16. blót. — 17. ræ. — 18. keik. — 19. fjós. —- 20. dót. — 21. tálið.— 23. blóm. —• 24. játa. — 25. alin. — 26. kjör. — 27. fala. — 28. raf. — 29. brók. — 30. verk. — 32. L. S. — 33. hjör. — 34. köll. — 35. fæ. — 36. fróm. — 37. mold. — 38. vin. — 39. nálar. — 41. dæll. — 42. tönn. — 43. drap. — 44. dýna. — 45. fórn. •— 46. inn. — 47. gapi. — 48. börn. — 50. Ni. — 51. leti. — 52. bæna. — 53. mý. — 54. beit. — 55. botn. — 56. völ. — 57. um'lir. — 59. ólga. — 60. band. — 61. náir. — 62. ösar. — 63. auki. — 64. afkáraskapurinn. Lóðrétt: —• 1. þrautar- lendinguna. — 2. jóð. — 3. ós. — 4. slök. — 5. kól. — 6. ek. — 7. hrós. — 8. lit. — 9 æt. — 11. kvið. — 12. klóm, — 13 væta. — 15. sein. — 16. bjór. — 17. róta. — 18. klif. —19. flök. — 20. álk. — 22. álas. — 23. bjór. — 24. jarl. — 26. kröm. — 27. feld. — 29. bjór. -— 30. völl. — 31. kænn. — 33. hrap. 34. kola. — 35. finn. — 36. flan. — 37. mæni. — 38. vöm. — 40. ámi. — 41. dýpi. — 42. tóra. — 44. datt. — 45. fönn. — 47. geir. — 48. bæta. — 49. mýld. -—• 51. Leirá. —- 52. borgara. — 53. mönin. — 54. blik. — 55. blak. — 56. vaki. -— 58. máð. — 59. óss. — 60. bur. — 62. óa. — 63. au. Hún hló lítið eitt. „Það var heimskulegt af mér að líkja saman —“ „En ef það væru raunveruleg börn?“ Hún horfði undrandi á hann. Hann var alvar- legur. Hún roðnaði ofurlítið og sagði siðan hálf vanræðalega: „Þú veizt vel, að ég elska þig svo innilega, að ég mundi deyja, ef þú dæir •—- en ef ég ætti böm — eða bara eitt barn -—" Hún þagði andartak, en sagði síðan eins og hún væri að telja um fyrir honum: „Þú mundir sjálfur aldrei .... aldrei fara fram á, að ég yfirgæfi þau!“ Hann þagði og hún hélt áfram og var nú áköf: „Gætir þú gert það ? Að minnsta kosti ekki fyrr en þau væfu farin að stækka — ekki fyrr -----nei, segðu, að þú gætir það ekki--------og að þér fynndist óeðlilegt, að ég gerði það. Fynnd- ist þér það ekki?“ „Jú,“ svaraði hann. Andartaki seinna leit hann aftur upp og horfði á hana. „Búðu þá niður í ferðatöskuna þína, I.ida — við skulum fara í ferðalag." Hún tók hönd hans og lagði hana að kinn sér. „Á meðan við erum frjáls?" sagði hún og lok- aði augunum. „Við hvað átt þú?“ spurði hann ofurlítið skelk- aður. Agnete og hann höfðu rætt svo mikið um frelsi og ófrelsi upp á síðkastið, að hann varð hræddur um, að Lidu hefði verið farið að gruna eitthvað. En hún leit undrandi á hann og brosti síðan. „Áður en við höfum eignazt böinin, sem ég vil ekki yfirgefa, auðvitað," sagði hún. „Við erum frjáls þangað til — er það ekki satt?" Hún hló og sagði glaðlega: „En heldur ekki lengur! Þér mundi alls ekki þykja vænt um mig, ef ég gæti liugsað til að fara frá bömunum mín- um. Heldurðu það?“ „Nei," svaraði hann. Eimskipafélag íslands óskar öllum viðskiptavinum sínum QÉeðíÉ&gAa. jóújGu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.