Vikan - 18.12.1941, Page 37
VIKAN, nr. 51—52, 1941
35
5
FRAMHAIDSSAGA:
Bréf drottningarinnar,
„Ég hefi skemmt mér prýðilega," sagði Wray-
son. „Ungfrú Edith hefir verið mjög vingjarnleg
við mig.“
„Það gleður mig, að þið skulið vera orðnir
svona góðir vinir," sagði ofurstinn. „Hún er nokk-
uð frjálsleg í framkomu, er ég hræddur um, og
hún er líka ófurlítil skvaldurskjóða, en hún er
ágæt til að skemmta manni, sem hefir taugar
eins og þér. Mér virðist þér vera nokkuð fðlur
ennþá.“
Wrayson var að því kominn að segja honum
frá myndinni, en það var eins og tunga hans
festist við góminn. Hann hafði verið beðinn um
að koma með föt með sér og borða kvöldverð,
og á meðan hann skipti um föt, tók hann þá
ákvörðun, að hann skyldi horfast í augu við stað-
reyndirnar og taka öllu eins rólega og hann gæti.
Það gat ekki leikið nokkur efi á um það, að
etúlkan, sem hann hafði komið að í íbúð sinni
og seinna hjálpað út úr húsinu, var sú sama og
myndin var af. Hún var dóttir ofurstans. Það fór
hrollur um hann, þegar honum datt í hug, að
það var ofurstinn sjálfur, sem benti á þann mögu-
leika, að kvenmaður gæti verið flæktur inn í
málið.
Hálfklæddur settist hann á stól og huldi and-
litið í höndum sér. Kvöldverðarbjallan reif hann
upp úr draumum hans. Hann spratt á fætur. Hann
toatt hálsbindi sítt með skjálfandi fingrum og
lauk við að klæða sig og reyndi að bægja þess-
.um leiðinlegu minningum frá sér. Kátína hans
við borðið var næstum óráðskennd. Edith Fitz-
maurice, sem sat við hlið hans, fannst hann vera
prýðilegur sessunautur. Aðeins ofurstinn leit
áhyggjufullum augum til hans við og við. Hann
sá greinilega, að kátína vinar hans var uppgerð
,og þessi undarlegi, brennandi neisti í augum hans
gerði ofurstann órólegan.
Þcir voru einu karlmennirnir við borðið, og
þegar konurnar höfðu dregið sig í hlé, bauð
ofurstinn honum vindil og benti á portvínsflösk-
„Ef þér kærið yður ekki um meira vín, skulum
við fara út í garðinn og reykja,“ sagði hann.
Wrayson stóð strax upp. „Ég veit ekki, hvað
■að mér gengur, en mér finnst ég vera að kafna.“
Þeir gengu út í milt og svalandi kvöldloftið.
JNætui'gali söng í trjánum og loftið var mettað
angan vorblómanna. Wrayson andaði djúpt og
var eins og honum létti.
„Við skulum setjast, ofursti," sagði hann. „Ég
þarf að segja yður ofurlítið.“
Ofurstinn fór með hann að bekk, sem stóð í
garðinum. Nokkrar stjörnur blikuðu á himninum,
en tunglið sást ekki.' Runnarnir og trén virtust
svört i rökkrinu og sáust einkennilega greini-
lega, þegar þau bar við himininn.
„Munið þér, ofursti, að ég sagði yður frá ungri
stúlku, sem ég hitti í íbúð minni þetta margum-
rædda kvöld?“ spurði Wrayson lágt og var und-
arlega loðmæltur.
Ofurstinn kinkaði kolli.
„Já, auðvitað! Hvað unl hana? Ef ég á að
vera hreinskilinn, er ég hræd'dur um, að ég —“.
Wrayson tók í flýti fram í fyrir honum:
„Segið þér ekkert, ofursti,“ sagði hann. „Bíðið
þangað til þér. hafið heyrt það, sem ég hefi að
eegja. Ég hefi séð mynd af henni í dag.“
Ofurstinn tók vindilinn lit úr munninum og leit
á hann. „Mynd af henni!“ sagði hann. „1 dag!
Hvar? Kæri vinur, þetta er mjög æsandi. Já, þér
vitið um álit mitt á þessari ungu —“.
Forsaga : Kv™ nokkurt, þegar
° rithofundurmn og blaða-
maðurinn Herbert Wrayson kemur heim,
finnur hann unga stúlku vera að skoða
skjöl í skrifborði hans. Hún hafði farið
óvart inn til hans, en ætlað til Morris
Barnes á hæðina fyrir ofan. Síminn hring-
ir og Wrayson er beðinn fyrir skilahoð til
Barnes. Wrayson sofnar í stól, vaknar um
nóttina og mætir stúlkunni á ganginum.
Hann finnur Barnes í vagni fyrir utan.
Barnes hefir verið myrtur og ekillinn fer
með likið á lögreglustöðina. Rúmri viku
seinna sitja sex menn í Sheridan-klúbbn-
um og ræða morðið. Þrír þeirra, Fitz-
maurice ofursti, Mason og Heneage, eru
góðir vinir Wraysons. Ofurstinn fer- til
Wraysons um kvöldið, og segir Wrayson
honum alla söguna. Morguninn eftir kemur
Bentham, sá er bað fyrir skilaboðin um
nóttina, til Wraysons á skrifstofu hans.
Hann vill fá einhver bréf, sem Wrayson
kannast ekki við. Ofurstinn þíður vinum
sínum i garðveizlu. Þar sér Wrayson mynd
af stúlkunni, sem var í íbúð hans um kvöld-
ið, og hann kemst að raun um að þetta er
dóttir ofurstans, sem hefir orðið ósátt við
föður sinn.
Aftur tók Wrayson fram í fyrir honum, og nú
var hann mjög ákafur.
„Ég hefi séð mynd af henni á heimili yðar,
ofursti,“ sagði hann. „Dóttir yðar sýndi mér hana
— í myndahefti!"
Ofurstinn sat eins og maður, sem allt í einu
hefir breytzt 1 steingjörving. Höndin, sem hélt á
vindlinum, skalf svo mikið, að askan féll niður
á frakka hans.
„Haldið áfram,“ hvíslaði hann.
„Ég spurði ungfrú Edith af hverjum myndin
væri og hún sagði mér, að það væri dóttir yðar!
Stjúpsystir ungfrú Edith! Fyrirgefið mér, ofursti,
en ég mátti til með að segja yður þetta!“
Það var eins og ofurstinn hefði fallið alveg
saman. Vindillinn datt úr hendi hans niður í gras-
ið, án þess að hann tæki eftir þvi og sársauka-
drættir voru um munn hans.
„Dóttir mín — dóttir — Louise dóttir mín!“
stamaði hann. „Þér getið ekki meint þetta, Wray-
son?“
„Þetta er satt,“ sagði Wrayson. „Ég þori að
leggja líf mitt að veði fyrir, að unga stúlkan, sem
ég sagði yður frá, er sú sama og ég sá myndina
af í dag. Ég sá líkinguna strax, þegar ég sá
Edith dóttur yðar.“
Ofurstinn hafði hulið andlitið í höndum sér.
„Ó, guð!“ tautaði hann og það hljómaði næst-
um eins og grátur.
Síðan varð dauðaþögn, aðeins næturgalinn hélt
áfram að syngja.
VIII. KAPlTULI.
Barónsfrúin sat og fitlaði við fáein vínber, á
meðan hún horfði kæruleysislegu og þreyttu
augnaráði í kringum sig í salnum.
„Kæra Louise,“ sagði hún. „Ég verð að viður-
kenna, að það er alveg satt, sem sagt er um
land ykkar, að það sé hversdagslegt. Og þið
eruð sjálfsagt leiðinleg þjóð! Mér dauðleiðist að
vera hér.“
Unga stúlkan, sem hún hafði nefnt Louise,
yppti öxlum.
„Mér líka og okkur flestum," svaraði hún
ólundarlega. „En hvað viltu láta gera? Maður
neyðist til að búa einhvers staðar.“
Barónsfrúin andvarpaði og tók sígarettuveski
úr gulli af keðju sem ýmsir fallegir smámunir
hénngu á. Árvakur þjónn kom þjótandi með eld-
spýtu. Barónsfrúin andvarpaði ánægjulega og
hallaði sér aftur á bak í stólnum. Hún reykti
sígarettu sína með meðfæddum glæsileik.
„Auðvitað verður maður að búa einhvers stað-
ar á jörðunni, satt er það,“ sagði hún. „En hvers
vegna í London? Mér finnst þessi borg vera
lang sveitalegust af öllum stórborgum, sem ég
þekki til. Hana vantar allt fjör og tilbreytingu.
Allir hér eru svo kurteisir og hræðilega, hræði-
lega leiðinlegir. En hvað Paris og Berlín og
jafnvel Brússel eru allt öðruvísi."
„Jæja — við megum ekki dæma of hart. Við
verðum líka að taka ofurlítið til greina þær
kringumstæður, sem við búum við. Er það ekki
satt?“ sagði Louise. „Við höfum svo lítil tæki-
færi til að kynnast og skemmta okkur.“
Barónsfrúin gretti sig. „Þú sjálf, kæra vin-
kona, ert mjög áberandi ensk,“ sagði hún. „Þú
mundir aldrei kynnast hér, þótt tækifæri væri
til þess. Mér finnst ég vera fjötruð með járn-
hlekkjum, þegar ég er með þér. Hvernig skyldi
standa á því? Langar þig aldrei út og skemmta
þér reglulega vel?“
„Ég skil þig ekki vel,“ svaraði Louise þurr-
lega. „Ef þú átt við, að ég hafi óbeit á að halda
áfram kunningsskap, sem stofnað er til af til-
viljun, þá hefir þú á réttu að standa. Þá vil
ég heldur láta mér leiðast."
Barónsfrúin andvarpaði.
„Þá þýðir ekki að tala um það. Við skulum
fitja upp á einhverju nýju. Eigum við að fara í
leikhúsið í kvöld?“
„Ef þig langar til þess,“ svaraði Louise kæru-
leysislega. „Bn það er víst ekki margt, sem við
erum ekki húnar að sjá?“
„Við skulum ná í blað,“ sagði barónsfrúin.
„Við getum ekki setið hér og horft hvor á aðra
allt kvöldið. Við verðum að heyra hljómlist, þá
líður tíminn dásamlega fljótt. „Heyrðu, Louise,"
sagði hún allt í einu, „mér datt dálítið í hug.
Getum við ekki t. d. farið í „Alhambra" ? Við
gætum leigt einar svalirnar og sazt aftast í
þær.“
„Það er alls ekki viðeigandi," svaraði Louise
stíft. „En ef þig langar mikið til þess, þá —
og þó veit ég ekki — ég veit sannarlega ekki.“
Hún þagnaði allt í einu og hallaði sér lítið eitt
áfram í stólnum — það var eins og allt kæru-
leysi hennar væri rokið út i veður og vind. Kinn-
ar hennar, sem áður voru fölar,- voru nú eld-
rauðar og þreytuleg augu hennar höfðu fengið
undarlegan gljáa. Var það ótti eða aðeins
undrun ?
Barónsfrúin eyddi tímanum ekki i spurningar,
en lyfti nefgleraugunum sínum og horfði i sömu
átt og Louise. Maður kom úr hinum enda salsins
og horfði fast á borð þeirra. Hann var hár og
grannur; hann var mjög fölur og drættir, sem
báru vott um einbetni, voru um munn hans.
Barónsfrúin sá strax, að hann kom fram eins
og hefðarmaður. Hún lagði nefgleraugun niður
og leit brosandi á Louise. Hún var þegar tilbúin
að taka á móti honum.
Ungi maðurinn nam staðar við borð þeirra og
snéri sér strax að Louise. Barónsfrúin hleypti
brúnum, þegar hún sá, hve kuldalega Louise tók
á móti honum. Hún hallaði sér ofurlítið áfram