Vikan


Vikan - 16.05.1991, Síða 4

Vikan - 16.05.1991, Síða 4
16. MAI 1991 10. TBL. 53. ÁRG. VERÐ KR. 325 VIKAN kostar kr. 247 eintakið ef greitt er með gíró en kr. 211 ef greitt er með VISA eða EURO. Áskriftargjaldið er innheimt fjórum sinnum á ári, sex blöð í senn. Athygli skal vakin á því að greiða má áskriftina með EURO eða VISA og er það raunar æskilegasti greiðslumátinn. Aðrir fá senda gíróseðla. Útgefandi: SAM-útgáfan. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Markaðsstjóri: Pétur Steinn Guðmundsson Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Auglýsingastjóri: Helga Benediktsdóttir Höfundar efnis í þessu tölublaði: Þorsteinn Erlingsson Þórarinn Jón Magnússon Valgerður Jónsdóttir Guðný Þ. Magnúsdóttir Þorsteinn Eggertsson Guðjón Baldvinsson Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Þórir Hrafnsson Þorgerður Traustadóttir Fríða Björnsdóttir Jóna Rúna Kvaran Lína Rut Karlsdóttir Helga Möller Ómar Friðleifsson Gísli Ólafsson Stephen King Þórdís Bachmann Liney Laxdal Myndir í þessu tölublaði: Magnús Hjörleifsson Bragi Þ. Jósefsson Þorsteinn Erlingsson Daníel Stefánsson Binni o.m.fl. Forsíðumyndina tók: Magnús Hjörleifsson af Svövu Haraldsdóttur, fegurðardrottningu íslands. Förðun: Lína Rut Karlsdóttir, Förðunarmeistaranum, með Make-up Forever. Hár: Heiðar hjá Hár-Expó. Útlitsteikning: Þórarinn Jón Magnússon og Auglýsingastofa Brynjars Ragnarssonar. Setning og umbrot: SAM-setning: Árni Pétursson, Pála Klein og Sigríður Friðjónsdóttir Filmuvinna, prentun, bókband: Oddi hf. LEIÐRÉTTING Á bls. 6 í síðasta tölublaði Vik- unnar var farið rangt með nafn brúðarmeyjar. Hún heitir Sigrún Pétursdóttir og er frænka brúð- gumans. Við biðjumst velvirðing- ar á þessum mistökum. HVER VERÐUR VALIN FORSÍDUSIÚLKA ÁRSINS? HÚN HLÝTUR YFIR HÁLFA MILLJÓN I VERÐLAUN SAM-útgáfan hefur akveðið að efna til sérstakrar SAM- keppni um titilinn forsíðu- stúlka ársins og hefur geng- ið til samstarfs við hinn vin- sæla skemmtistað YFIR STRIKIÐ við kynningar þar að lútandi. Keppendurnir verða jafnframt kynntir á síðum tveggja af tímaritum SAM-útgáfunnar, þ.e. Vik- unnar og Samúels. Það má að vissu leyti segja að keppni þessi sé framhald af Hollywood-keppninni, sem fór af stað fyrir 14 árum þegar Hollywood opnaði en rann að sjálfsögöu sitt skeið um leið og staðurinn skipti um nafn. Það verða þó stúlkurnar sem síð- ast hrepptu titlana ungfrú Hollywood og Ijósmyndafyrir- sæta Samúels sem krýna sig- urvegarann í nýju keppninni. Hollywood-keppnin hóf göngu sína í Samúel skömmu eftir aö Hollywood opnaöi sumarið 1978. Síðar færðist kynningin yfir í Vikuna og loks aftur í Samúel i fyrra. Hefur keppnishaldið ætíð verið með miklum glæsibrag og vakið verulega athygli og ekki verið óalgengt að stúlkur úr keppn- inni taki síðar þátt í fegurðar- samkeppni íslands og þá jafn- vel sigrað í þeirri keppni eins og þær Anna Margrét Jóns- dóttir og Bryndís Halla Jóns- dóttir. Vegleg verðlaun verða veitt forsíðustúlkunni 1991 og verð- ur samanlagt verðmæti verð- launanna ekki undir hálfri millj- ón króna. Auk þess mun hún taka þátt í alþjóðlegri fegurð- arsamkeppni, sem og stúlkan sem hreppir annað sæti keppninnar. ( því sambandi má geta þess hór að í næsta mánuði heidur Elín Reynis- dóttir, ungfrú Hollywood 1990, utan til þátttöku í keppninni Queen of Europe. En SAM-út- gáfan hefur sent fulltrúa (s- lands til þeirrar keppni síðast- liðin sex ár. (fyrra fóru einmitt tveir keppendur úr Hollywood- keppninni á vegum útgáfunnar til erlendra fegurðarsam- keppna; Lísa Björk Davíðs- dóttir til Taiwan og Sigrún Jónsdóttir til Baden-Baden. Lísa Björk til keppni um titilinn Queen of Europe og Sigrún um titilinn Queen of the World. Keppendurnir um titilinn forsíðustúlka ársins verða átta talsins og er leit að þeim þegar hafin og allar ábendingar vel þegnar. Nú verður sá háttur á hafður að allir keppendurnir átta verða kynntir strax í upphafi og verða heiðursgestir skemmtistaðarins fram að keppni, en kynntar nánar í Samúel tvær og tvær í senn og prýða forsíðu Vikunnar ein hverju sinni. Ritstjóri Samúels og Vik- unnar tekur á móti ábending- um í síma 83122eða skriflega og er utanáskriftin: SAM-út- gáfan/ÞJM, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Æskilegast er að ábendingunum sem berast skriflega fylgi Ijósmynd. Kepp- endur þurfa að ná átján ára aldri á þessu ári. □ 4 VIKAN 10.TBL 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.