Vikan


Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 12

Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 12
lestri, spá í tarotspil af mörgum gerðum og psy-cards, spil sem hún segist fá í Englandi og nota i lok spádómanna til að fá svör við sér- stökum spurningum fólks. - En hverju fær fólk mest út úr? spurði Vikukonan. Spákonunni blandaðist ekki hugur um það. „Það eru venju- leg spil og svo tarot. Venjulegu spilin gefa heildarspá en tarot er aftur nákvæmara hvað viðvíkur tíma og fínni blæbrigðum." Þessum ráðleggingum var tekið. „Sko út úr lófalestri færðu mest svona persónuleikalýsingu og þess háttar. En ef það er framtíðin sem þú ert spennt fyrir mæli ég með þessu." Skýr og skil- merkileg kona, viss í sinni sök! Það er einmitt tilfinningin sem maður fær hjá þessari spákonu - að hún sé alveg prýðilega skýr í kollinum, með skemmtilega kímnigáfu, til í spjall og spaug! Það hefur líka heyrst að margir komi til hennar kannski ekki svo mikið til að fá spá heldur til að hlæja og eiga notalega stund. Sjálf segist hún eiga viðskiptavini af öll- um gerðum og endurkomur þeirra séu allt frá því að vera á tveggja til þriggja mánaða fresti til þess að ár, jafnvel þrjú ár, líði á milli. „Taktu nú þennan spilabunka og skiptu hon- um í tvennt.“ Þegar það hafði verið gert hófust lagnir spilanna ein af annarri. Spákona kveikti í sígarettu og fékk sér sopa úr gosflösku. „Ertu nýflutt," var þaö fyrsta sem hún sagði. Konan sat og horfði á hana og svar- aði engu svo spurningin var endurtekin. - Verð ég að svara spurningum frá þér? „Nei, nei, þú ræður því sjálf, en ég sé þetta bara svo greinilega hérna að þú hlýtur að vera nýflutt. Það er annars svolítið skrítið að þú virðist nú þegar vera farin að hugsa um að flytja aftur. Getur það verið? Þetta er engan veginn endanlegur staður sem þið eruð á núna. Svo mikið get ég fullyrt." Nú gat útsendari Vikunnar ekki stillt sig. - Ja ég veit ekki, en það er kannski verið að spek- úlera í ýmsu. „Já það er greinilegt og það tengist meðal annars atvinnumálum. Sko um þau get ég sagt þér að tækifærin munu birtast og þau virkilega fín, góðar tekjur og spennandi störf. En það þýðir ekkert að sitja bara inni í sófa, bora í nef- ið og bíða. Það verður að vera vakandi þegar þau birtast. Maður fær ekkert með því að ímynda sér að lífið komi á silfurfati. Hins vegar get ég sagt þér að þetta minnir svolítið á silfur- fat því hér eru möguleikarnir svo góðir, ef menn bara eru vakandi." Spákonan lítur upp. „Við erum nú báðar komnar á þann aldur að við vitum vel að lífið er ekki bara „eitt joke“, ekki satt - ha? Maður þarf sko að hafa fyrir sínu.“ Hún fær sér teyg af sykurlausu greipi og heldur áfram. „Hérna sé ég líka utanlandsferð sem verður alveg stórkostleg. Þá á ég við að hún verður al- veg óskaplega gefandi og getur jafnvel haft talsverð áhrif á framtíðina. Þú ert gift, er það ekki?“ Útsendarinn kinkaði kolli. „Þessi utan- landsferð verður innan árs og hefur eitthvað mikið með manninn þinn að gera. En hún verð- ur mikil gæfuferð." Spákonan lét aftur skipta spilastokknum og lagði aðra lögn með venjulegu spilunum. „Ja, eitthvert tilfinningarót hefur nú verið en það sýnist mér að sé yfirstaðið og fram undan miklu meiri festa og rólegheit, þá meina ég svona hið innra. Nú og svo kemur hérna veru- leg tekjuaukning. Þið hafið nú verið hálfblönk í seinni tíð. En það fer að lagast." - Ja, það var ekki ónýtt, hugsaöi konan og vonaði af innsta hjarta að spákonan væri marktæk! „Nú, hérna sé ég tvo menn. Er maðurinn þinn dökkhærður eða brúnhærður? Já, þá er þetta ábyggilega hann. Veistu, hann hefur mjög sterkar tilfinningar til þín án þess að hann sé alltaf að segja frá því. Hann er í raun og veru þinn mesti aðdáandi. Og vertu ekkert fúl þó hann tali ekki mikið um það. Hann er nú svo lokaður hvort eð er. En hann er mikið hrifinn af þér og kannski dálítið háður þér. Annars get ég sagt þér að maðurinn þinn er sérstaklega nákvæmur í vinnu og mjög vinnusamur án þess að vera nokkur vinnusjúklingur. Sko, hann tekur ekki meö sér vinnuna upp í rúm. Það er alveg öruggt.“ ■ Hún grípur andann á lofti og Vikukonan dáist að því hvernig orðin flæða af vörum hennar og allt sagt af skemmtilegri sannfæringu og skýrt. Ekkert múður eða þreifingar eftir upplýsingum. ■ „Bíddu nú hæg.“ Spákonan lyftist í sætinu og það vefst ekki fyrir henni frekar en fyrri daginn að koma orðum að því sem hún sér í spilunum. Spákonan er þannig á svipinn að konan bíð- ur bara eftir að hún fari að segja eitthvað um áhugamál eiginmannsins í rúminu en hvort spákonan stillti sig eöa konan hafði á röngu að standa verður aldrei upplýst. „Nú, svo er hérna annar sem mér sýnist vera Ijósskolhærður. Hann kemur nú frekar fram sem leiðbeinandi eða einhver sem hefur mikil áhrif á líf þitt með viðhorfum sínum eða verðmætamati; eitthvað í þeim dúr. Já, þetta hlýtur að vera vinur þinn eða einhver sem þú þarft að hafa samskipti við vegna vinnu eða áhugamáls." Konan okkar leitaði í huga sér og gat fundið tvo Ijósskolhærða, annan sem tengdist áhuga- máli og hinn í tengslum við ákveðin verkefni. En hvor var það? Því gæti enginn svarað nema ef til vill framtíðin. Það bætti samt heldur úr skák að báðir eru bestu menn. Spákonan ók sér, kveikti í nýrri sígarettu og hélt ótrauð áfram. „Heyrðu, ertu nokkuð að hugsa um að fara að eiga barn? Þú átt börn, er það ekki? Þrjú, er það ekki? - Nei, tvö. „Hérna er nú samt ólétta í spilunum og það er eitthvað nálægt þér. Ekki yrði ég hissa þó þú yrðir orðin amma eftir þrjú ár. Verður að athuga að þeir geta sko líka potað þessir bráðungu menn!“ Konunni hnykkti svolítið við orðavalið en lét ekki á neinu bera. „Allavega ólétta ná- lægt þér fljótlega." Og nú verður að segja lesendum eins og er. Tveimur dögum eftir að þessi úrskurður var upp kveðinn frétti útsendari Vikunnar að ung kona, sem henni þykir mjög vænt um, væri ófrísk! Var þetta óléttan í spilunum eða er ömmuspáin kannski það sem ber að reiða sig á? Hvað er annars annarra manna ófætt barn að gera í spilum hjá fólki? En spákonan góða var ekki af baki dottin og sá ýmislegt fleira. „Nú við skulum þá líta að- eins betur á fjármálastöðuna. Ekki þar fyrir, mér finnst nú alltaf sjálfri að í hvert skipti sem mað- ur eignast pening borgi maður reikninga og fyr- ir hvern reikning, sem maður borgar, birtist tveir aðrir. Þetta er eins og tvíhöfða skrímsli, fjármál fólks hérna á Islandi. En þín peninga- mál eru að taka mjög góða stefnu. Þetta geng- ur svona í bylgjum, veistu. Stundum virðumst við laða að okkur fé og stundum er eins og það beinlínis leggi á flótta ef við skjótum upp kollin- um. Annars vil ég skipta peningum í þrennt. Það eru í fyrsta lagi tekjur fyrir vinnu. í öðru lagi peningar sem ekkert er haft fyrir, til dæmis lottóvinningar og vinningar í happdrætti. I þriðja lagi er svo gróði. Eins og ef þú kaupir bíl fyrir 450 þúsund og selur hann skömmu síðar fyrir 550 þúsund. Það er gróöi ef ég miða við að þú hafir ekkert gert við bílskömmina." Hún grípur andann á lofti og Vikukonan dá- ist að því hvernig orðin flæða af vörum hennar og allt sagt af skemmtilegri sannfæringu og skýrt. Ekkert múður eða þreifingar eftir upplýs- ingum. „Þessi þrjú atriði í fjármálum eru öll að fara að snúast þér í hag og þú munt sjá það greini- lega á næstu fimm til sex árum að þetta er ekk- ert bull. Þú ert að fara inn í tímabil að þar sem þú átt auðvelt með að laða að þér fjármagn á öllum þessum þremur sviðum. En þú verður að hafa augun opin, nýta þér það sem þú átt kost á. Réttu straumarnir eru fyrir hendi. Já og svo er lika eitthvað hérna með sjálfstæða vinnu sem getur gefið mjög vel af sér.“ Konan var farin að kætast í hjarta sínu og átti ekki langt í land með að trúa hverju orði. „Bíddu nú hæg.“ Spákonan lyftist í sætinu og það vefst ekki fyrir henni frekar en fyrri dag- inn að koma orðum að því sem hún sér í spil- unum. „Já, það er nú ekki svo að ég sé að segja að þú eigir eftir að hella þér í djammið á skemmtistöðunum." Konan grípurfram í: — Ja, ég fer nú bara helst ekki þangað. Mér finnst ekkert þangað að sækja. „Ja, segjum tvær. Ekki nenni ég að vera að þvælast þarna um innan um alls kyns fólk sem veit ekki heldur eftir hverju það er að sækjast. Nei, það er sko langt síðan maður hætti að reyna það“ - En hvað ætlaðiröu að fara að segja mér? „Án þess að ég segi að þú hafir lifað ein- hverju klausturlífi fullyrði ég að félagslífið mun taka miklum stakkaskiptum og þú átt eftir að upplifa miklu meiri fjölbreytni á því sviði. Já og svo áttu eftir að læra meira. Ég get ekki alveg sagt í hverju það er fólgið en gæti verið eitt- hvað svona andlegt eða svoleiðis." Hér tekur spákonan sér hvíld, sýpur á flösk- unni góðu og heldur áfram að reykja. „Sko fólk má ekki rugla saman góðu félagslífi og um- gengni við fólk, við það að vera sífellt í ein- hverju djammi, ha? Og hver svo sem vill það - nema kannski einhverjir krakkar sem vita ekki enn hvert þau stefna? Þau finna það örugg- lega ekki á skemmtistöðunum. En svona gat maður nú verið vitlaus, ekki satt?“ Það er svolítið skemmtilegt en um leiö sér-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.