Vikan - 16.05.1991, Side 15
finnst að það sé í ættunum þínum. Og í ættun-
um hefur verið mikið af merkilegu fólki. Það er
bæði listfengt og líknsamt. Er mikið af
læknum?"
- Nei, það held ég ekki.
„En hjúkrunarfólk eða Ijósmæður?"
- Nei, ekki heldur.
„En það er mikið um embættismenn. (Þar
hitti hún naglann á höfuðið.) En rithöfundar?
Ja þú segir einn eða tveir. Þeir eiga eftir að
verða fleiri.“ Hún pírir augun. „Er sonur þinn í
skóla? Nú, ekki? Þá er hann bara að hvíla sig
því hann á eftir að læra miklu meira. En yngra
barnið á eftir að læra heilmikið. Þar er svo mik-
ill metnaður. Og allt er voðalega stórbrotið hjá
henni. Annaöhvort hefur hún líknarhendur eða
listrænar nema hvort tveggja væri. Hún fer
eitthvaö út í líkn, annaðhvort sem læknir eða
hjúkrunarfræðingur. (Barnið staðhæfir að hún
ætli að verða dýralæknir.) Strákurinn hefur líka
metnað en það kemur bara öðruvísi út. Er
hann mikið í músík? Það er svo mikið svoleiðis
í kringum hann? (Aftur naglinn á höfuðið.) Já,
það hlaut að vera og hann á eftir að læra meira
í því - eitthvað jafnvel í sambandi við kvik-
myndir. Heyrðu, hefur þú listræna hæfileika?
Hefurðu gaman af litum?"
- Já, já, ég get haft þaö en ég geri ekkert
með það.
„Ja, það kemur. Þú átt eftir að verða svo
háöldruð að nógur ertíminn. Heyrðu, þú verð-
ur í ógurlega löngu hjónabandi. Það er svolítið
sérstakt; eins og gormur. Það er hægt að
teygja það og toga en ekki slíta. Heyrðu, búið
þið í einbýlishúsi? Nú, já og ertu að hugsa um
garðinn? Jæja, ekki. En þú átt nú samt eftir að
gera það og gera hann svo ásjálegan að þú
færð viðurkenningu fyrir það. En garðurinn er
nú líka svo nýr fyrir þig. Er langt síðan þið fór-
■ „Þú átt eftir að verða svo háöldruð
að nógur er tíminn. Heyrðu, þú verður í
ógurlega löngu hjónabandi. Það er
svolítið sérstakt; eins og gormur.“
uð í þetta hús? Mér sýnist það vera svona tvö
ár. Nú ekki það, bara nokkrir mánuðir. Ja, tvö
ár fyrir mér aftur á bak eða áfram eru eins og
dagurinn í dag. En þið eruð svona að klára
húsið. Það er eitthvað sem þið eruð að dytta
að.
Þegar þið farið að eldast eigið þið eftir að
hafa það mjög gott og ferðast mikið. Nú, mér
sýnist að stelpan, hún er yngri - er það ekki? -
ætli sér að dvelja um tíma erlendis og jafnvel
strákurinn líka. Þið eigið eftir að ferðast mikið
og fara í heimsóknir til þeirra. En mér finnst
sonurinn læra eitthvað í sambandi við tónlist.
Heyrðu, þið eigið eftir að hafa það voðalega
gott. Þú átt nú alveg geysilega duglegan
mann. Já og peningarnir fara að koma. Þeir ná
yfir höfuðið á ykkur öllum og langt út í bollann.
En þeir eru svo ofarlega að þeir fara alveg að
koma; ja svona á tímabilinu maí til júlí.
Nú svo áttu mjög góðar tölur í fæðingardegi,
mánuði og ári. Áttu sjö-töluna? Nú, já, bara
þrefalda heilögu töluna. Já og fæðingardagur-
inn gefur peningatöluna tíu. Sjö getur verið
dálítið erfitt framan af en gefur geysilega mikið
í staðinn. Já, hér er það, hár aldur, langt hjóna-
band. Já, þessar tölur gefa barnalán og lífs-
hamingju, auð og auðnu. Og hér eru nógu
miklar auðmannstölur. Og svo eigið þið eftir
að fá þessa summu sem er í bollanum.
Heyrðu, dreymir þig dálítið mikið stundum?
Nú, já, svo þú ert þá ekki laus við að vera svo-
lítið dulræn?
- Nei það er ég ekki.
„Ertu nokkuð undan Jökli? Nú, ekki það. Nú,
jæja, ættfaðirinn. Var það nokkuð Þorleifur í
Bjarnarhöfn? Nú, ekki það. Finnurðu stundum
á þér hver er í símanum þegar verið er að
hringja í þig? Ekki orð á því gerandi! Þetta er
dulræna, allt dulræna, en þú áttar þig bara ekki
á því. En þig virðist dreyma ansi mikið og ansi
skýrlega suma draumana."
- Já, það getur alveg átt við mig.
„Ja og ert berdreymin?"
- Nei af og frá... ja kannski einn eða tveir
draumar hafi ræst en það er ekki meira.
„Það hafa miklu fleiri ræst. Þú hefur bara
Frh. á næstu opnu
RÆKTAÐU LÍKAMANN
— en gleymdu ekki undirstööunni!
10.TBL. 1991 VIKAN 15