Vikan - 16.05.1991, Side 17
FRAMTÍDARMAÐURINN
FORTÍÐARMADURINN
Næst leggur Vikukonan leið sína
til spákonunnar í stóru blokkinni.
Heimiliskötturinn tekur á móti
henni, fallegur og vel haldinn.
Spákonan, einhvers staðar á
miðjum aldri, er klædd í leðurbuxur og lausa
mussu, með rúllur í hárinu og bundiðyfir. íbúð-
in er ekki stór og sennilega vantar eitthvað á
að eigur konunnar rúmist vel þarna. Alls staðar
eru kerti, kveikt á sumum og andrúmsloftið
hlýlegt og notalegt. Það er enginn asi á spá-
konunni sem býður bleksterkt kaffi og súkku-
laði með. „Svona ef þú átt þá betra með að
drekka þetta. Sumir geta helst ekki drukkið
sterkt kaffi. Það er svo leiðinlegt að fást við
hálftóma bolla," segir hún afsakandi og á ör-
ugglega við að með þunnu kaffi komi litlir við-
burðir í bollann. En bollinn er tæmdur, kaffið
reynist gott og svo er haldið inn í spástofuna
sem er raunar svefnherbergið og þar er bollinn
settur á ofn.
„Stokkaðu nú þessi spil fyrir mig,“ segir
spákonan þýðlega, „og dragðu svo innan úr
bunkanum, alls ekki efsta eða neðsta spil.“
Þetta er gert og á borðinu myndast svokölluð
tvöföld stjarna.
„Fortíðin þín hefur nú ekki verið nógu björt
og mér finnst eins og þú hafir átt í erfiðleikum
( bernsku, jafnvel strax sem ungt barn. Samt
varstu ekki svo ung að þú hafir ekki gert þér
fyllilega grein fyrir því. Og svo sé ég að núna
er eins og þú vaknir annan daginn og finnist
allt leika í lyndi en hinn daginn sjáirðu erfið-
leika. Ég myndi nú samt ekki segja að þú sért
neitt andlega veik eða eigir við andlega erfið-
leika að stríða." - Ja, nú varð útsendarinn
feginn!
„Nú, svo er hérna fortíðarmaður sem hefur
einhvern veginn tekist að taka frá þér sjálfs-
traustið. Þetta er svona maður sem er eins og
tveir menn. Hann er mjög viðkunnanlegur (
vinnunni en svo þegar heim er komið er hann
þurr og óþægilegur. Hann hefur haft talsverð
áhrif í þá átt sem ég nefndi. En framtíðarmað-
urinn er allt öðruvísi. Hann þolir vel sjálfstæði
annarra og er ánægður með þig. Fortíðarmað-
urinn var mjög ólíkur þér en þið framtíðarmað-
urinn eigið miklu meira sameiginlegt. Samt er
eins og framtíðarmaðurinn virðist yngri en þú,
gæti bara verið að hann hafi reynt minna um
dagana."
Nú er mál að reykja og það gera bæði gest-
urinn og spákonan. Á meðan á því stendur
segir spákonan frá sjúkrahúsvist sinni og að-
gerð sem hafði ákveönar afleiðingar. „Ég varö
fyrir svona læknamistökum," útskýrir hún en
alveg án beiskju. Svo snýr hún sér aftur aö
spánni.
„Hafðu ekki áhyggjur af barni sem mér sýn-
ist að sé drengur. Hann spjarar sig. Kannski
eru þetta bara mömmuáhyggjur en þær eru
óþarfar. Nú, ég sé að það er bjart yfir heimilinu
þínu en það er nú samt ekki alltaf bjart yfir þér.
En það er allt á uppleið. Ég sé að þú ert vel
snyrt og máluð. Læknarnir sögðu við mig á
spítalanum að það væri batamerki þegar ég
var farin að mála mig og reyna að halda mér til.
En ég kann annars ekkert að mála mig. Er
óttalegur klaufi við það.“
Vikukonan getur ekki að sér gert að hugsa
með sér hvað það virðist algengt að þessar
vísu konur segi svolítið frá sjálfum sér í leiðinni.
En spákonur lúta sennilega öðrum lögmálum
en flestir aðrir. Og nú víkur hún að fjármálun-
um. „
„Það hafa verið einhverjir erfiðleikar í pen-
ingamálunum undanfarið en þar er að rofa til.
Það er allt á réttri leið. Nú svo kemur hérna
vinnan þín. Þar er allt fullt af pappír og bréfum,
alls konar pappír sem þú ert að sýsla við. En
það er að sjá að þú hafir kannski lagt bækurn-
ar fullfljótt frá þér þegar þú varst yngri. Bráð-
lega verður sett á þig meiri ábyrgð og þá ferðu
í frekara nám en fremur stutt.
##Þetta er fallegur lófi
og sjaldgæft að sjá
svona listrænar línur
óbrotnar. Þarna eru
tvær, sem þýðir að þú
verður svona 82—85
ára.##
Héma kemur það aftur, þetta með fortíðar-
manninn sem eyðilagði sjálfstraustið en fram-
tlðarmaðurinn byggir það frekar upp. Þú hefur
heldur ekkert að gera við mann sem brýtur þig
niður.“
- Hefur það nokkur? Útsendari Vikunnar gat
ekki stillt sig.
„Nei, sjálfsagt ekki. En hérna koma aftur erf-
iðleikar ( æsku og það er eins og þú hafir átt (
vandræðum með aö aðlagast eða vera með
hinum í skóla. Núna áttu auðvelt með að nálg-
ast fólk og umgangast það.“
Að svo búnu vindur hún sér [ lófalesturinn.
„Þetta er fallegur lófi og sjaldgæft að sjá
svona listrænar línur óbrotnar. Þarna eru tvær,
sjáðu. Og líflínan, hún fer hérna alveg niður
sem þýðir að þú verður svona 82-84 ára. Og
það sem meira er, þú munt geta hugsað um
þig sjálf fram á síðasta dag. Þarft ekki að fara
að stofnun eða elliheimili. Hérna virðist eins og
þú eigir þrjú börn.“
Hún lætur konuna leggja litla fingur fram yfir
lófann og rýnir í fellingarnar sem myndast á
handarjaðrinum. „En það getur ekki passað
því ég held að þú eigir bara tvö. Samt er þetta
þriðja hérna. Það er eitthvert barn sem þú læt-
ur líða betur með því að tala við það eða leyfa
því að vera nálægt þér. (Hvað sagði ekki
gamla konan með baunasúpuna?) Nei, ég skil
þetta ekki alveg. Þú átt eftir að vera mikið er-
lendis og mér sýnist þú hafa búið eitthvað er-
lendis. Ég er ekki að segja að það verði á
sama stað.
Þið hjónin eigið líka eftir að vera mikið á stað
hér á landi þar sem há fjöll eru á báða vegu en
þó hærri þeim megin sem þétbýlið er. Þetta er
við fjörð og mér sýnist staðurinn vera kaup-
staður. Og svo á sveitaheimili, fallegt og
hlýlegt, að koma við ykkar sögu og líka sumar-
bústaður þar sem verður mikill gróður. Ertu
viss um að þú vitir ekki nú þegar af staðnum
þar sem hann verður byggður?"
- Nei, enga hugmynd og er ekki að fara að
byggja bústað.
„Ja, það var skrítið." Spákonan reynir með
öllum ráðum að finna leið til að fá jákvætt svar
og þegar ekkert gengur er hún alveg undr-
andi en reynir ekki meira.
„Nú ég sé ferðalög um landið enda áttu eftir
að sjá mikið af því. Ég yrði ekki undrandi þó þú
ættir Austfirðina alveg eftir. (Hver kjaftaði frá?)
Hins vegar ertu ekkert fyrir tjaldútilegur eða
ferðalög í þeim dúr. (Og hvernig sá hún það?
Blautt tjald og kalt vatn, ekkert snyrtiherbergi -
oojjj!) En það má líka segja að þér finnst í
rauninni ekkert vera ferðalag nema það sé far-
ið til útlanda. (Ja hérna, sú er klók!)
Og svo kemur hérna húsið sem þú býrð í.
Það er greinilegt að þið eruð með eigin inn-
gang og þurfið ekkert undir aðra að sækja. En
hvort þetta er rað-, par- eða einbýlishús get ég
ekki sagt.“
- Það er einbýli.
„Nú, er það? Það finnst mér skrítið því flestir
flytja ekki nema einu sinni í einbýlishús en þið
eigið eftir að flytja í annað. Það eru flutningar
framundan, eftir svona eitt til eitt og hálft ár. En
þið eruð eitthvað farin að hugsa út í þann
möguleika. Nú, þegar þið ákveðið að selja
húsið þá þurfið þið eiginlega ekkert að hafa fyr-
ir því. Það selst strax."
Og þar með er komið að öðrum hlutum og
gott ef það var ekki einmitt hér sem bollinn var
sóttur af ofninum.
„Þú verður fyrir talsverðri öfundsýki og sam-
fara henni kjaftagangi. Það er mest frá konum.
Það er iíka þannig og þú þekkir það vel að
stundum er eins og þú rekist á vegg þegar þú
hittir konur. Nú, svo er hérna einhver stórvið-
burður, eins og stórafmæli eða ættarmót, ein-
hver veisla framundan. Þarna verður margt
fólk sem þú þekkir mismunandi vel og sumt
hefurðu ekki séð lengi. En hérna kemur mað-
urinn þinn. Honum þykir vænt um þig og metur
þig þó hann sé ekki alltaf að tala um það. En
Frh. á bls. 40
10. TBL.1991 VIKAN 17