Vikan


Vikan - 16.05.1991, Page 27

Vikan - 16.05.1991, Page 27
Þorlákur Hermannsson er formaður Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, en félagið telur nú liðlega 300 félagsmenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu. við jafnaldra sína. En þetta gildir vitaskuld ekki um öll flogaveik börn því rétt er að taka þaö fram að flogaveiki er eins margbreytileg og börnin eru mörg. - Er ekki rétt að sum flogaveik börn þurfi aldrei á neinni aðstoð að halda í skólan- um? Jú, oft þarf ekkert að gera því sum flogaveik börn geta alveg stundað sitt nám eins og önn- ur börn. En i þeim tilfellum þar sem sú er ekki raunin tel ég að skólakerfið hafi brugðist. Sem dæmi get ég nefnt skólagöngu dóttur minnar. Hún þurfti sárlega á sérkennslu að halda þar sem hún hafði slæma flogaveiki. Það er skemmst frá því að segja að á meðan hún var í skóla hér í Reykjavík var sérkennslan svo lítil að hún var á engan hátt fullnægjandi. Og þetta gerðist þrátt fyrir augljósa þörf hennar og bar- áttu okkar foreldranna fyrir bættu ástandi í þessum efnum. Það er óhætt að segja að við reyndum allt. Við töluðum við alla sem höfðu með þessi mál að gera, meðal annars mennta- málaráðherra. En hvorki gekk né rak, aldrei fékk hún þá aðstoö sem hún þurfti. Að lokum tókum við hana úr skóla í Reykjavík og send- um hana út á land þar sem hún fékk þá kennslu sem hún þurfti. Hún fór í skóla vestur á Snæfellsnesi þar sem hún fékk að búa hjá kennara sínum. Þar var hún í þrjú ár. Eftir það fór hún í Hlíðardalsskóla. Við teljum að um önnur úrræði hafi ekki verið að ræða þar sem þörfum hennar var á engan hátt mætt í skólun- um hér í Reykjavík. - Er ástandið enn svona slæmt í skóla- málum flogaveikra? Það er engan veginn viðunandi hvernig skólayfirvöld taka á málum flogaveikra. Þó að grunnskólalögin séu afskaplega falleg lesning þá eru þau bara ekki í gildi í raunveruleikan- um. Ef við tökum sérkennsluna sem dæmi þá er hún langt frá því að vera nægileg. Þar þyrfti að eiga sér stað veruleg aukning til að mæta þeirri þörf fyrir sérkennslu sem er fyrir hendi. Ég tel ástandið í sérkennslumálum til skammar fyrir yfirvöld menntamála í þessu landi. Tímarnir, sem útdeilt er til sérkennslu, eru svo fáir að það verður aldrei hægt að sinna öllum sem þess þurfa, jafnvel þótt góður vilji kennara sé fyrir hendi. - Hvaða leiðir vilt þú benda á til úrbóta? Fyrst og fremst að hverjum nemanda sé sinnt eftir getu. Ef slíkt á að vera hægt þarf mikilla breytinga við. Hvað varðar flogaveik börn geta sum þeirra, eins og áður segir, hald- iö í við jafnaldra sína á meöan önnur geta það ekki. Þeim þarf að sinna og það mun betur en nú er gert. Ég læt mig dreyma um skóla þar sem hver nemandi fær að hafa sinn takt ef svo má að orði komast og fær námsefni miðað við getu og ástand. Það sem ég á við er að ef nemandi þarf lengri tíma en aðrir til að ná því námsefni sem honum er ætlað þá á að mæta því. Ef hann aftur á móti þarf skemmri tíma til þess þá á einnig að mæta því. - Ertu vongóður um að slíkt eigi eftir að gerast í íslensku skólakerfi? Nei, það er ég svo sannarlega ekki, enda tel ég mig ekki hafa ástæöu til að vera það ef ég miða við þá reynslu sem foreldrar flogaveikra barna hafa. FLOGAVEIK BÖRN OG ÍÞRÓTTIR - Geta flogaveik börn stundað sömu íþróttir og önnur börn? Já, það geta þau tvímæialaust og eiga að gera. Ég tel það mjög af hinu góða ef flogaveik börn stunda íþróttir. Sjálfur var ég mikið f íþróttum á mínum yngri árum þó ég væri floga- veikur og náöi ágætis árangri. Ég var í Val og við urðum meðal annars fslandsmeistarar og ég komst á sínum tíma í unglingalandsliðið. - Hvað um sund, getur ekki verið hættu- legt að fá flog í sundi? Jú, en það verður bara að fylgjast vel með þeim flogaveika í sundi. Það má ekki láta flogaveiki hindra sig í að stunda sund. Sjálfur syndi ég mikið og svo er einnig um dóttur mína. Það er mikils virði að foreldrar láti sund- kennara vita af flogaveiku barni en undir eng- um kringumstæðum á aö banna barninu að stunda sund þrátt fyrir möguleika á flogi. FLOGAVEIKIR OG UNGLINGSÁRIN - Tekur flogaveikin sjálf einhverjum breytingum við það að flogaveik stúlka fær blæðingar? Hún getur gert það enda eiga sér stað miklar breytingar á starfsemi líkamans við það að blæðingar hefjast. Ég þekki stúlku sem getur reiknað út eftir tíðahringnum hvenær hætta er á kasti. - Nú hljóta að fylgja þessum árum vandamál hjá flogaveikum sem ekki eru þau sömu og hjá öðrum unglingum. Já, á þessum aldri verður þeim æ Ijósara hvað þau skera sig úr hópnum. Þau eiga erfið- ara með aö fylgja félögum sínum vegna út- haldsleysis. Þau þurfa sum að taka mikið af lyfjum og það hefur sín áhrif á úthaldið. Þegar til dæmis farið er út að skemmta sér þurfa flogaveiku unglingarnir oft að hvíla sig vel áður og síðan helst að eiga frí daginn eftir til þess að jafna sig. Þau hafa oft ekki sömu möguleika á að njóta þessara ára eins og aðrir unglingar. Annað sem gerir þeim unglingsárin erfið er að fæst þeirra geta tekið bílpróf, sem flestum unglingum er mikils virði eins og við vitum. - Fá flogaveikir ekki að taka bílpróf? Til að fá að taka bílpróf verður viðkomandi að hafa verið laus við flogaköst í tvö ár. Þó eru til undantekningar frá þessum reglum í nokkr- um tilfellum eins og hjá stúlkunni sem ég nefndi hér að framan en hún er ein af þeim sem fengið hafa bílpróf. - Telur þú þessar reglur réttlátar? Einhvers staðar veröur að draga mörkin. Það er sárt fyrir þessa krakka að fá ekki að taka bílpróf eins og aðrir en þessar reglur gilda víðar en hér á landi. Síðan geta læknar metið hvert tilfelli fyrir sig og það er sjálfsagt að láta gera það. - Hvað um kynlíf og getnaðarvarnir? Flogaveikir geta stundað kynlíf eins og allir aðrir. Varðandi getnaðarvarnir geta allflest flogaveikilyf haft áhrif á pilluna sem lýsir sér í minnkuðu öryggi. Það hefur komið fyrir að konur, sem taka flogaveikilyf, verða þungaðar þrátt fyrir að þær hafa veriö á pillunni. Þetta þýðir þó ekki að flogaveikar konur geti ekki notað pilluna en þær ættu að hafa samráö við kvensjúkdómalækni vegna þessa. FLOGAVEIKI OG ÞUNGUN - Getur það skaðað fóstrið ef flogaveik kona fær flog á meðgöngu? Nei, slíkt gerist yfirleitt aldrei. Meirihluti þeirra sem fá flogaköst á meðgöngu eignast heilbrigð og eðlileg börn. Margar gerðir floga- kasta, svo sem ráðvilluflog og störuflog, hafa engin áhrif á fóstrið. Krampaflog geta aftur á móti haft áhrif ef blóðstreymið til fóstursins minnkar tímabundið við flogakastið. Barnið getur einnig skaðast ef móðirin dettur í floga- kasti en það er afar sjaldgæft. Flestar mæður, sem hafa krampaflog, eignast eftir sem áður heilbrigð börn. - Hvað um brjóstagjöf? Geta lyfin, sem flogaveikar konur taka, haft áhrif á barnið? Það er engin ástæða til að banna flogaveik- um mæðrum að hafa börn sín á brjósti vegna lyfjameðferðar. Yfirleitt er lyfjamagn það sem fer í brjóstamjólkina svo lítið að áhrifa gætir ekki hjá barninu. - Er flogaveiki arfgeng? í örfáum tilfellum getur tilhneiging til floga- veiki erfst en það eru undantekningatilfelli. FORDÓMAR - Ríkja fordómar gagnvart flogaveikum á íslandi? Því miður verða ég að svara þessari spurn- ingu játandi. í íslenskum lögum er að finna ákvæði um tiltekna hópa sem ekki mega gifta sig og þar til fyrir rúmum áratug gilti þetta einn- ig um flogaveika. Þegar ég ætlaði að gifta mig 1968 þurfti ég undanþágu frá lögum til þess. Það er engin furða þó að fordómar ríki í garð flogaveikra þegar ríkisvaldið gefur slíkt for- dæmi. Ég hef heyrt margaróhugnanlegarsög- ur um fordóma gagnvart flogaveikum. Meðal Frh. á bls. 31 10. TBL. 1991 VIKAN 27 LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.