Vikan - 16.05.1991, Blaðsíða 36
Hér má sjá væna biðröð fyrir utan Glaumbar. Neðri myndin er frá þeim stað er ber hið frumlega nafn
N1 BAR.
„Vitum við hvað
þessi ímyndaða
gleði lcostar okkur?"
Bjórinn hefur ekki aðeins bjartar hliðar
og það kom skýrt fram í máli þeirra
sem að áfengisvörnum standa.
„Ég hef ekki hitt neina manneskju
sem getur sagt að ástandið hafi
batnað. Það er mikið talað um bjórmenningu
en hvað er það? Fólk reykir ekkert ööruvísi
þótt það reyki nýja tegund," sagði Kristín
Waage, félagsráðgjafi hjá SÁÁ, og flestir við-
mælendur okkar voru henni sammála. „Það
sem maður heyrir allt í kringum sig er aukin
neysla á virkum dögum og að bjórinn sé mikið
notaður sem „afréttari" daginn eftir drykkju og
á mörgum heimilum er bjór jafnan til í ísskápn-
um. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir
að bjór er áfengi."
Þótt engar kannanir hafi verið gerðar um
drykkju unglinga er það viðtekin skoðun að
drykkja þeirra hafi aukist. „Hingað koma sífellt
fleiri foreldrar en það þarf ekki endilega aö
þýða það að drykkja unglinga hafi aukist," seg-
ir Kristin. „Margir foreldrar beygja sig undir
drykkju 15 ára unglinga og segja að það drekki
hvort sem er allir. Þú getur sagt að unglingar
hangi á diskótekum allar helgar og liggi i
vídeóglápi virka daga. Þú getur líka sagt að
unglingar séu almennt hraustir og stundi
íþróttir. Þetta veltur allt á því frá hvaða sjónar-
horni maður lítur málin."
Um þá röksemd bjórmanna að bjórinn leiði
til bættrar áfengismenningar hefur Jón K. Guð-
bergsson, fulltrúi hjá Áfengisvarnaráði ríkis-
ins, þetta að segja: „Menn tala oft um að fólk
verði rólegra með bjór heldur en öðru áfengi
en hvað blasir við manni í lögregluskýrslum?
Þar sér maður svart á hvítu að svo er ekki.“
Jón segir að sér svíði það sárast hve litlum
fjármunum hið opinbera verji til forvarnar-
starfa. Rúmin á stofnunum, sem sérstaklega
eru eyrnamerkt vímuefnasjúklingum, skipti
hundruðum en allar grunnvarnir og fræðsla
séu í fjársvelti. Gildir þá einu þótt ýmsir stjórn-
málamenn hafi farið fögrum orðum um stór-
aukna fræðslu í kjölfar bjórsins. Lionshreyfing-
in hafi hins vegar skynjað hættuna af sinnu-
leysi stjórnvalda í þessum málum og gefið ís-
lensku þjóðinni kennsluefni sem ætlað sé fyrir
nemendur í 8.-10. bekk grunnskólans.
Stóraukinn ölvunarakstur er meðal þess
sem andstæðingar bjórsins hafa áhyggjur af
og undir það taka löggæslumenn. Oft ætli
menn aðeins að fá sér hálfan bjór en þegar
upp er staðið hafi þeir orðið þrír eða fjórir.
Fjölda slysa mætti rekja til drukkinna öku-
manna og það er kannski ekki að ófyrirsynju
þegar Jón K. Guðbergsson spyr: „Vitum við
hvað þessi ímyndaða gleði kostar okkur?"
Frh. af bls. 34
AÐ LOKNU RÖLTI
Hvað situr svo eftir í höfðinu á manni eftir
tveggja kvölda ráp á krár borgarinnar? Jú, það
er ekki um að villast, kráin er komin til að vera
í íslensku skemmtanalífi. Það sem meira er,
hún er orðin ríkjandi þáttur þess. Krárnar hafa
rofið margra ára einokun dansstaðanna á
skemmtanalífi landans. Nú þurfa menn ekki
lengur að borga sig inn til þess að setjast niður
með kunningjunum og fá sér í glas. Hver sem
hefur einhvern tíma dvalist í útlöndum og
kynnt sér kráarlíf þar sér strax í hendi sér að
íslensk kráarmenning ertalsvert öðruvísi. Hún
ber miklu meiri keim af dansstöðum en tíðkast
erlendis. Þar spilar tónlistarstefna staðanna
einna helst inn í. í fáum tilvikum miðast tónlist-
in við að vera þægilegt undirspil í eyru kráar-
gesta þannig að ekki myndist vandræðaleg
þögn ef samræðurnar ganga stirt. Það er þó
vissulega fagnaðarefni að lifandi tónlist hefur
aftur fengið að njóta sín eftir talsverða lægð í
þeim efnum undanfarinn áratug. En oft er
hreinlega um að ræða tónleika en ekki eigin-
lega kráarmúsík og menn mæta á staðinn með
alls konar tæki og tól til að magna upp kraftinn.
í litlum húsum er slíkt oft megnasti óþarfi og
einungis eyrnameiðandi.
Kannski er það eitthvaö í íslenskri þjóðarsál
sem gerir það að verkum að íslenskar krár eru
frábrugðnar því sem tíökast erlendis. Kannski
þurfum við háværa tónlist til þess aö komast
hjá því að tala saman og lokum okkur þannig
enn betur inni i eigin skel. Þess ber líka að
geta að íslendingar eru nýgræðingar í þessum
efnum og enn er alltof snemmt að tala um
hefðir í sambandi við þessar nýsprottnu krár.
Erlendis er kráin eitthvað sem hefur verið til
um margra alda skeið og er hluti af menningu
hvers lands - æskilegur eða óæskilegur - allt
eftir því á hvern veg það er litið. Það veröur
fróðlegt að fylgjast með framvindu kráarmála
hér á landi í komandi framtíö.
INNANSTOKKS
Þó að kráarlíf og kráarmenning eigi sér litla
hefð á íslandi ennþá má sjá ákveöna samsvör-
Frh. á bls. 58
Franskur andi svífur yfir vötnunum. Róleg
dreymandi stemmning á Blús-barnum.
36