Vikan


Vikan - 16.05.1991, Side 37

Vikan - 16.05.1991, Side 37
ÞORGERÐUR TRAUSTADOTTIR SKRIFAR: AÐRÆKTA GARfHNN SINN Þegar Þorgeröur þurfti aö fara út í búð á morgnana segist hún ósjaldan hafa heyrt hvíslað: „Þarna er kartöflukonan á þrjú!“ Eg man þá tíö, áöur en viö Ásgeir fluttum aö noröan, aö þaö var allt- af verið aö klifa á því aö Reykjavík væri „græn borg“. Þetta heyrði maður í útvarpinu virka daga sem helga án þess að leiða hugann sérstaklega að því. Hefði ég verið spurð þá hvað þetta þýddi í raun og veru hefði ég helst látið mér detta í hug að um væri að ræða sameiginlegt átak borg- arbúa til að samræma útlit borgarinnar. Hefðu þeir ákveðið á einum allsherjar borgarafundi að mála öll húsin eins, nefnilega græn. En auð- vitað var það tómur hugar- burður. Raunar komst ég ekki að því hvað þetta þýddi fyrr en ég hafði búið nokkra mánuði í Reykjavík - en þá líka svo um munaði. Þannig háttar til hjá okkur í Breiðholtinu að umhverfis blokkina, sem við búum í, er heljarmikill garður. Honum er skipt milli íbúða þannig að við Ásgeir keyptum dágóðan skika með húsnæðinu. Raun- ar virtist þetta vera eitt allsherj- ar moldarflag þegar við fluttum inn um haustið því allur gróður var kominn í vetrardvala. Ég hafði strax orð á því við Ásgeir að við skyldum nýta okkar skika eins og best við gætum. Því hvað er moldinni annað ætlað en að bera af sér ávöxt? Ég bara spyr. Þegar tími var til kominn fór ég og keypti poka af kartöflu- útsæði. Þetta voru bústnar Ólafsrauður, úrvals útsæði. Ég setti þær inn í geymslu þar sem aðstæður voru allar hinar hentugustu til þess að láta þær spira. Síðan beið ég átekta. Þegartíminn rann upp sendi ég Ásgeir út með garðáhöld til þess að vinna beðið. Það gerði hann samviskusamlega eins og honum er lagið. Svo eldsnemma einn sunnudags- morguninn, áður en fólk var al- mennt komið á fætur, dreif ég mig út og setti útsæðið niður. Það dugði ekki í allt beðið en ég var svo heppin að luma á poka af radísufræi og öðrum af gulrótarfræi sem ég setti í afganginn. Svo var bara að bíða ferskrar uppskerunnar. Þegar sólin fór að hækka á lofti og móðir jörð að vakna til lífsins tóku litlir gróðrarsprotar að gægjast upp úr beðunum í kringum blokkina. Ég var auð- vitað forvitin að sjá hvað ná- grannarnir væru að rækta svo ég rýndi í næstu beð. En hvernig sem ég reyndi að glöggva mig á grænmetinu þar þekkti ég það alls ekki. Þetta hlutu að vera einhverjar ný- móðins matjurtir, komnar frá fjarlægum löndum. Það var svo sem eftir borgarhyskinu að fúlsa við venjulegum mat eins og kartöflum og gulrótum. Við hverju var svo sem að bú- ast þar sem þessi nýmóðins eldamennska var í hávegum höfð og svo naumt skammtað á diskana að það sást varla? Ojæja, það varð hver að sjá upp undir sjálfan sig með það. Ég var ákveðin í að halda mínu striki. En svo var það, þegar vik- urnar tóku að líða, að gróður- inn í nágrannabeðunum fór að taka á sig mynd og breytast í margvísleg blóm og skrautjurt- ir. Garðarnir urðu æ skraut- legri og umgirtu blokkina í öll- um regnbogans litum. Skikinn okkar Ásgeirs var óneitanlega fátæklegur, þar sem dökk- græn kartöflugrösin bylgjuðust f sumargolunni. Ekki urðu radísuskammirnar til þess að auðga litrófið. Það var ekki laust við að fólk gæfi þessum landbúnaðar- framkvæmdum í miðjum rósa- garðinum gætur. Þegar ég þurfti að fara út í búð á morgn- ana heyrði ég ósjaldan hvíslað: „Þetta er kartöflukon- an á þrjúl" Eða þá: „Þetta er sú sem setti kartöflur í blóma- beðið sitt.“ Mér hefði nú svo sem verið alveg sama um þennan þvætting. Ég er vön því að yrkja jörðina, Ijá henni áburð og nytja það sem hún gefur af sér. Ég ansa ekki einhverju rausi um gosbrunna og rósa- runna viö hvert hús. En þegar ég var boðuð á húsfund, þar sem sérlega skyldi fjallað um „skrúðgarða og garðrækt" eins og stóð á fundarboðinu, vissi ég að nú væri komin hreyfing á málið. Það stóð líka heima. Jómund- ur, pattaralegur byggingaverk- taki hjá borginni, sem hafði lengi verið sjálfskipaður for- maður húsfélagsins, var gráti nær þegar hann hóf mál sitt. Ræða hans var í stuttu máli á þá leið að blokkin okkar hefði átt góða möguleika á að hljóta skrúðgarðaverðlaun borgar- innar í ár. í fyrra hefði hún hlotið önnur verðlaun og þá hefði formaður skrúðgarða- nefndar lofað sér að hún skyldi verða númer eitt núna. Jó- mundur sagði það svo sem ekkert leyndarmál að hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að „við" hlytum verð- launin. Hann hefði til dæmis mátt horfa á eftir ófáum tonn- um af steypu ofan í nýbygg- ingu formanns nefndarinnar, sem hann hefði ekki fengið krónu fyrir. „Þetta átti allt að vera klapp- að og klárt,“ sagði Jómundur með kæfðri röddu og skotraði augunum í áttina til mín, „en þá fengum við þennan nýja íbúa.“ Svo var eins og honum yxi ásmegin. Hann hækkaði rödd- ina, sem titraði af geðshrær- ingu: „Hverjum haldið þið að detti svo sem í hug að verð- launa heilu breiðurnar af kart- öflugrösum? Ég tala nú ekki um radísu- og gulrótarbrúsk- ana! Það yrði bara skandall. Blöðin kæmust í málið og eftir það þyrftum við ekki að láta okkur dreyma um verðlauna- skilti við blokkina." Ég man nú ekki allt sem sagt var á þessum fundi enda lét ég það svo sem ekki setja mig úr jafnvægi. Hitt man ég að Ólafsrauðurnar brögðuðust ákaflega vel og við Ásgeir borðuðum eigin uppskeru langt fram eftir vetri. Vorið eftir potaði ég nokkrum fjölærum burknum og bergplöntum ofan í beðið. Þær sóma sér svo Ijómandi vel innan um öll blómin í nágrenninu. Jómundur er löngu fluttur ,í eigið einbýlishús í vesturbæn- um. Það var einmitt garðurinn hans sem fékk fegrunarverð- laun borgarinnar i fyrrasumar. 10. TBL. 1991 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.