Vikan


Vikan - 16.05.1991, Side 41

Vikan - 16.05.1991, Side 41
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MEGRUNARVÖRURNAR HAFA REYNST MÖRGUM VEL Póstverslanir eru algeng- ar erlendis og gerast nú algengari hér á landi enda þykir mörgum hentugt að geta valið sér vörur úr póstlista og fengið þær svo sendar. Ein slík póstverslun er Belis heilsuvörur í Mosfellsbæ, en nú hefur fyrirtækið fært út kví- arnar og opnað venjulega verslun, Svensson heilsubúð- ina að Álfabakka 14 í Mjódd. Belis heilsuvörur, sem er hvort tveggja í senn innflutn- ingsfyrirtæki og póstverslun, tók til starfa fyrir tveimur og hálfu ári og er einkaumboðs- aðili fyrir belgíska fyrirtækið Póstverslunin Belis opnar verslun í Mjódd Postland sem er stærsta póst- verslun I Belgíu á þessu sviði. Postland hefur starfaö i tutt- ugu ár og viðskiptavinirnir skipta milljónum. Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri Belis, sagði okkur að um sautj- án þúsund manns hefðu átt viðskipti við fyrirtæki hans þann tíma sem það hefur starfað en Belis leggur aðal- áherslu á að bjóöa upp á fjóra vöruflokka, fæðubótarefni, snyrtivörur, íþróttavörur og megrunarvörur. Margir hafa heyrt talað um megrunarvör- urnar, sem eru Zero-3, Chlor- ella og Kilomin, en aö sögn Óskars og Dagmarar Jóns- dóttur, verslunarstjóra i Svensson heilsubúðinni, hafa margir íslendingar notaö þessar vörur með góðum árangri, jafnvel tapað tugum kílóa. Erfitt hefur þó verið að fá íslendinga til þess að koma fram og leyfa myndatökur sem sýna árangurinn því þeir eru mun hlédrægari og feimnari hvað þetta snertir en til dæmis viðskiptavinir Postland í Belg- íu sem hafa ekkert á móti slík- um myndatökum. Þau Óskar og Dagmar eru bæði hjúkrunarfræðingar og geta því leiðbeint viðskiptavin- um og miðlað af þekkingu sinni. Þau sögðu að snyrti- vörurnar væru allar unnar úr jurtaefnum, náttúruvörur sem eiga aö henta vel þeim sem hættir til að fá ofnæmi fyrir gerviefnum alls konar. íþróttavörur Belis eru flestar einfaldar að sjá, eins og til dæmis Trimmybell magaþjálf- inn, sem spenntur er um mag- ann og breytir þykkum og slöppum maga í stinnan og sléttan án mikilla erfiðleika, og Fit&Flat tækið sem minnir helst á hálfa snjóþotu en er einnig ætlað til að styrkja maga og rassvöðva svo eitt- hvað sé nefnt. Allt þetta og margt fleira má sjá og lesa um í bæklingum og verðlista Belis, sem eru á íslensku. Sama er reyndar að segja um allar leiðbeiningar hverju nafni sem þær nefnast sem fylgja vörum fyrirtækisins. Þær eru allar á islensku svo enginn ætti að þurfa að velta fyrir sér eða ruglast á því hvernig nota á vörurnar. Megrunarpanna sem ekki þarf að nota á olíu. Heilsupanna er einnig á boðstólum hjá Belis og gæti líklega flokkast með megrun- arefnunum því í henni er hægt að elda og steikja næstum fitu- laust. Upp úr miðjum botni pönnunnar gengur trekt og á henni eru göt. Þar upp um streymir hiti sem leikur um matinn á pönnunni og steikir hann eða sýður. Ýmis önnur smátæki má einnig fá hjá Belis. Til dæmis má nefna áfengismælinn sem gefur til kynna áfengismagn i blóði með því einu að fólk blæs í munnstykki mælisins. Gagn- legt fyrir þá sem bregða sér út og eru ekki vissir um hve mikið þeir hafa drukkið að skemmt- un lokinni. Óskar sagði að 75 prósent af öllum viðskiptum Belis væru i póstkröfu. Allar vörur eru af- greiddar fyrsta virkan dag eftir að pöntun berst. Viðskipta- menn dreifast jafnt á Reykja- víkursvæðið og landið allt og litið er um að fólk sæki ekki á pósthús vörur sem það hefur pantað. Áfengismælir sem sýnir áfengismagn í blóðinu 10. TBL. 1991 VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.