Vikan


Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 43

Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 43
VAR NÆSTUM HÆTT VIÐ ALLT SAMAN Útlitiö virtist samt sem áður skipta miklu máli fyrir Kathy. Hún fæddist og ólst upp í Memphis í Tennessee. Þar út- skrifaðist hún frá meþódista- skóla og flutti síðan til New York snemma á áttunda ára- tugnum. Hún fékk lítið hlutverk í mynd Milos Forman, Taking Off, en þaö leið langur tími áður en hún fékk næsta hlutverk. Árið 1983 fékk hún Tony- verðlaunin fyrir hlutverk sitt í leikritinu ’Night Mother og fimm árum seinna fékk hún Obie- verðlaunin fyrir leik sinn í Frankie and Johnny at the Clair de Lune. En þegar þessi leikrit voru kvikmynduð fengu leikkonurnar Sissy Spacek og Michelle Pfeiffer hlutverkin. „Svona er Hollywood víst,“ sagði Kathy þegar hún heyrði að Michelle Pfeiffer, sem hún dáir aö vísu mjög, hefði fengið hlutverk fátækrar þjónustu- stúlku í Frankie and Johnny, en það hlutverk hafði Terrence McMally skrifað með Kathy sérstaklega í huga. Henni fannst þá að hún væri ekki nógu góð leikkona þar sem hún var einfaldlega ekki nógu aðlaðandi. Henni fannst allir þurfa að líta svo vel út í Holly- wood. Hún gaf því alla drauma um frama í kvikmyndum upp á bátinn og einbeitti sér að sviðsleik í New York. TÆKIFÆRIÐ í FRUMSKÓGINUM Svo kom að því að hún fékk annað tækifæri til að leika í kvikmynd. Sú hét A Play in the Fields of the Lord og Kathy átti að leika eiginkonu trúboða sem fer inn í frumskóga Ama- zon til að kristna indíána. „Mér fannst ég þekkja þessa konu,“ segir Kathy. „Ég ólst sjálf upp viö mikla trú- rækni á Biblíubeltinu svokall- aða. Konan sem ég leik er mjög áhugaverð fyrir mig; oft- ast ógeðfelld og verður geð- veik á endanum. Hún er sér- staklega óaðlaðandi útlits, svitnar mikið og hirðir ekkert um útlit sitt.“ Hlutverkið var erfitt og vistin í frumskóginum sömuleiðis enda hafði konan ekki oft farið út fyrir landsteina Bandarikj- anna. Til að byrja með varð hún fyrir „kúltúrsjokki" og létt- ist um tíu kíló fyrsta mánuðinn af þeim sex sem tók að gera myndina. En þetta borgaði sig. Nú er þessi þybbna, 42 ára gamla leikkona loksins flutt til Hollywood, eins og hún ætlaði sér alltaf þegar hún var að al- ast upp, og er þar að auki búin að ná sér í gullhúðaða styttu af hálfnöktum manni sem gengur undir nafninu Óskar. Hún hefur hann uppi á hillu í stofunni hjá sér. □ 10.TBL. 1991 VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.