Vikan - 16.05.1991, Page 45
áfengisneyslu foreldris á
heimili sínu, er stöðugt með
áhyggjur, sem eru augljóslega
heftandi fyrir gleði þess og
hamingju. Það veit aldrei
hverju það á von á og þá
hvenær holskefla drykkjunnar
tekur á sig óviðráðanlegar
myndir. Áhyggjurnar ná útfyrir
heimilið. í skólann verður
barnið að fara, jafnvel þó það
sé kannski búið að taka út
ómælt magn áhyggna um
nóttina vegna þess að
mamma var á fylliríi eða pabbi
týndur einhver staðar með
brennivín upp á vasann.
Kannski eru jafnvel bæði ofur-
seld þessum hræðilega sjúk-
dómi sem margan ágætis-
manninn hefur lagt að velli og
hrellt þá sem viðkomandi
elska.
Þessi börn fá litla miskunn
því þau veigra sér við að ræða
ástandið af ótta við að þaö
kunni að auka vandann og að
þau fái jafnvel skammir fyrir
blaðrið. Þessi börn eru miklu
áhyggjufyllri en flest önnur
börn og fæst þeirra sjá leið út
úr áhyggjum sínum. Enginn er
kannski að spá í augljósan
vanda þeirra vegna þess að
sjúkdómurinn, áfengissýki,
gerir okkur ófær um að sjá
nokkuð nema möguleikana á
að detta í það. Við getum ekki
bæði verið ofurseld áfengi og
á sama tíma velt okkur upp úr
því að við séum aö gera börn-
unum okkar ófært að lifa
áhyggjulausu lífi. Slíkarvanga-
veltur valda okkur óneitanlega
sektarkennd.
Þessi áhyggjufullu börn eiga
svo sannarlega bágt og kvíða
flestum helgum og jafnvel
nóttunum líka. Þau geta nefni-
lega ekki reiknaö út umfang
áfengisneyslunnar, hvað þá
hvenær hún á sér stað og hve
lengi hún stendur yfir. Þau eru
fullkomlega varnarlaus og
þann heltekna virðist ekki
varða um það og það er
hryggilegt. Þvi miður ríkir
svona ástand alltof víða.
Ef við verðum fyrir þeirri
sorg í æsku að annað hvort
foreldra okkar veikist getur
það valdið okkur miklum
áhyggjum, sérstaklega þegar
við gerum okkur ekki grein fyrir
hvers vegna þau annaðhvort
liggja í rúminu heima, jafnvel
langtímum saman, mikið veik
eða eru kannski langdvölum á
hinum ýmsu stofnunum.
Við verðum á þessum árum
örvingluð af áhyggjum. Ef ann-
aðhvort pabbi eða mamma
deyr vitum við ekki hvers
vegna og hvað raunverulega
bíður þeirra. Áhyggjuefnin
verða ótrúleg eins og: Kemst
mamma í himnaríki? Voru
englarnir kannski sofandi þeg-
ar hún dó? Kemst hún hjálpar-
laust fram hjá Ijóta kallinum?
Ástvinamissir er mjög erfið
reynsla flestum börnum og
ekki síst vegna þess að þau
eru flest tiltölulega illa undir
dauðann búin af okkur foreldr-
unum og kerfinu ekki síður.
Því miður er dauðinn sáralítið
ræddur við börn og því fer
sem fer. Þau verða flest skelf-
ingu lostin þegar hann ber að
dyrum heima hjá þeim.
Á unglingsárunum aukast
áhyggjuefnin verulega og ekki
að ástæðulausu. Þá eru aS
eiga sér stað miklar breytingar
í hugsun okkar og líkama.
Graftarbólur og aukakíló eru
klassísk áhyggjuefni unglinga.
Eins eru áhyggjur út af því að
við erum einkennilega ófríð,
að okkur finnst sumum hverj-
um á þessum árum, og ekki
fræðilegur möguleiki að við
komumst á séns. Það er vissu-
lega erfitt aö vakna á morgn-
ana ef ástandið er eitthvað í
þessa áttina. Ýmiss konar út-
litsáhyggjur geta hreinlega
drepið okkur á þessum erfiðu
og of sjálfmeðvituðu árum.
Áhyggjur af því að við séum
kannski andfúl eða lyktum af
ótæpilegri svitalykt eru dag-
legar. Andremmuúði er ótæpi-
lega notaður og svitabrúsinn
sífellt í notkun þannig að deila
má um hvort við hreinlega
séum ekki yfirmenguö meira
og minna allan sólarhringinn.
Eins er ef við förum í sund á
þessum árum. Þá erum við
helst í tveggja metra fjarlægð
frá félögunum vegna þess að
við höfum gleypt svo mikinn
klór að hætt er við að við út-
öndun komi fnykur sem virkar
eins og opin klórflaska hafi
bæst í hópinn. Ekki er óal-
gengt að peysur séu óþarflega
síðar á þessum árum vegna
þess að við reynum að fela
bakhlutann af áhyggjum yfir
því að líta út eins og strætó að
aftan.
Þegar við förum á fyrsta
stefnumótið erum við lyktandi
eins og heill rósagarður og
venjulega miður okkar eftir að
hafa bókstaflega tekið okkur
og alla heima á taugum af
áhyggjum yfir að vera ekki
nógu smart og sexí f vextin-
um. Þennan eftirminnilega dag
eru Ifka í gangi áhyggjur yfir
því hvernig tekst til með
kossinn, ef yfirleitt er séns á
honum, ásamt því hvort við
náum með tiltækum ráðum að
negla viðkomandi fórnarlamb
ástarinnar og slá ævilangri
#f I uppvextinum er
áfengisneysla foreldra
eða annarra sem okkur
eru kærír mikið áhyggju-
efni og þungbært, II
II ÞaÓ veit aldrei
hverjuþaÓ á von á ogþá
hvenær hobkefla drykkj-
unnar fekur á sig óvió-
ráÓanlegar myndir, 11
11 Því miÓur er dauÓinn
sáralítíÓ ræddur vió böm
og því fersem fer, Þau
verÓa Hesf skeHingu
iosfin þegar hann ber aÓ
dyrum, 11
11 ViÓ verÓum áhyggju-
full vegna ihúÓarkaupa,
afvinnumöguleika, álits
annarra á okkur og
hvorf viÓ yfirleift göngum
úf og eignumst börn, 11
eign okkar á þessa elsku.
Þegar við svo erum komin út
í lífið sem fullorðið fólk fækkar
ekki áhyggjunum heldur fjölg-
ar svo um munar. Við verðum
áhyggjufull vegna íbúðar-
kaupa, atvinnumöguleika, álits
annarra á okkur og hvort við
yfirleitt göngum út og eign-
umst börn. Við reynum sjaldn-
ast að íhuga hvort við getum
tölfræðilega reiknað út líkur á
því hvort það sem áhyggjum
veldur geti yfirleitt átt sér stað.
Hætt er við að áhyggjuefnum
okkar myndi snarlega fækka
ef við íhuguðum þennan bráð-
skynsamlega möguleika.
Sumir foreldrar eru frægir
fyrir áhyggjur af börnum
sínum, þeim til mikilla leiðinda
og foreldrunum tilefni ótrúleg-
ustu hugsana og athafna sem
venjulegast eru nánast óháðar
karakter viðkomandi. Við
stelpurnar þekkjum athuga-
semdir eins og: „Þú kemur
heim nákvæmlega tíu og
mundu að það er bara eitt sem
strákarnir vilja." „Ertu búin að
læra eða á að endurtaka ein-
kunnina tvo í nokkur skipti í
viðbót?"
Áhyggjur foreldra ná stund-
um út yfir allt velsæmi. Jafnvel
þó við séum flutt að heiman er
verið að fylgjast með einu og
öðru jafnt sem áöur. í stuttu
símtali geta auðveldlega kom-
ið spurningar eins og þessar:
„Ertu ekki í ullarsokkunum á
nóttunni, elskan? Þú veist að
þú færð kvef af minnsta til-
efni.“ Svo er kannski sagt:
„Varla fer maðurinn að láta þig
keyra eina í Kópavoginn; þaö
er komið kvöld og þú þarft að
fara fram hjá kirkjugarðinum.
Þú hefur alltaf verið svo hrædd
við drauga, elskan mín.“ Ekki
batnar það þegar kannski í
sama samtali er sagt: „Þú
manst að læsa útidyrahurðinni
áður en þið farið að sofa,
elskan. Þaö er svo furðulegt
fólk sem gengur laust.“ Já,
það er óhætt að segja að
þarna séu góð skilyrði til að
halda endalausum áhyggjum
við og vel það.
Afi og amma hafa líka sínar
áhyggjur, til dæmis af því
hvort barnabörnin fari með
bænirnar sínar á hverju kvöldi
og fái lýsi á morgnana. Þau
hafa líka áhyggjur af þvi hvort
nokkur tími sé fyrir veraldar-
hyggju ýmiss konar til að
rækta gömul og góð gildi í sál-
inni á blessuðum barnabörn-
unum. Eins velta afi og amma
því fyrir sér hvort þessi eilífu
vistaskipti sumra lítilla barna,
stundum á einum og sama
deginum vegna vinnu foreldra,
fari ekki með börnin. - Þau
verði kannski félags- og til-
finningalega skert sem fullorð-
ið fólk.
Það sakar kannski ekki að
geta þess að sumar áhyggjur
eiga fullan rétt á sér og það
eru til dæmis áhyggjur gamia
fólksins sem verið er að henda
út af sjúkrahúsum og annars
konar hjúkrunarstofnunum í
sparnaðarskyni. Þessar
heimskulegu ákvarðanir
stjórnvalda eru eitt mesta
hneyksli seinni ára vegna
þess að þetta fullorðna og las-
burða fólk, sem í hlut á, getur
ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
Það er ekki verið aö velta
fyrir sér afleiðingum af þess-
um grimmdarlegu aðgerðum
heldur einungis verið að horfa
í aurana. Hætt er við að fs-
lenskt þjóðfélag væri ekki það
velferðarsamfélag sem það
vissulega er ef ekki hefði kom-
ið til óeigingirni og þrautseigja
þeirra þreyttu og veiku ein-
Frh. á bls. 49
10.TBL. 1991 VIKAN 45