Vikan - 16.05.1991, Qupperneq 53
mánuðurinn sem tómlegi svipurinn kom oftar í
augu hennar og sat þar lengur. Og það var alltaf
í október sem hugsanir hans hvörfluðu svikular til
þess að yfirgefa þau bæði - konu hans sem hugs-
anlega var hælismatur og sofandi soninn sem lík-
lega var þegar dauður í raunhæfri skilgreiningu
orðsins. Rétt í þessu hafði hann verið að skoða
skrúfboltann og horfa út um gluggann á ókyrran
himininn, hugsandi með sér: Ég gæti pakkað
saman. Fleygt dótinu mínu aftur í sendibílinn og
farið. Kannski til Flórída, Nebraska, Kaliforníu.
Góður smiður getur unnið fyrir sér hvar sem er.
Bara staðið upp og farið.
En hann vissi að hann myndi ekki gera það.
Það var bara það að október var hans mánuður til
að íhuga að fara, eins og hann virtist vera Veru
mánuður til að uppgötva einhverja nýja leið til
Jesú og hugsanlega björg eina barnsins sem hún
hafði getað fóstrað í sínu lélega legi.
Hann teygði sig yfir borðið og tók hönd hennar
sem var mögur og hræðilega beinaber - hönd
gamallar gonu. Hún leit upp, undrandi. „Ég elska
þig afar heitt, Vera,“ sagði hann.
Hún brosti til hans og eitt geislandi andartak
svipaði henni heilmikið til stúlkunnar sem hann
hafði biðlað til og fengið, stúlkunnar sem danglað
hafði í hann með hárbursta á brúðkaupsnótt
þeirra. Þetta var bl ítt bros, augu hennar tær og hlý
og ástrík skamma stund. Fyrir utan kom sólin
undan þykku skýi, stakk sér fyrir aftan annað og
kom fram aftur, sendandi stóra skugga yfir bak-
garðinn þeirra.
„Ég veit þú gerir það, Herbert. Og ég elska þig.“
Hann lagði hina höndina yfir hennar og tók þétt
um hana.
„Vera," sagði hann.
„Já?“ Augu hennar voru svo tær.. . hún var
skyndilega hjá honum, algerlega hjá honum og
við það gerði hann sér grein fyrir því hve mikið
þau höfðu fjarlægst hvort annað undanfarin þrjú
ár.
„Vera, ef hann vaknar nú aldrei... Guð forði
því, en ef hann ekki vaknar. .. þá höfum við enn
hvort annað, er það ekki? Ég á við ... “
Hún kippti hendinni burtu. Hendur hans, sem
höfðu haldið henni mjúklega, klöppuðust saman
yfir engu.
„Láttu þetta aldrei út úr þér. Segðu aldrei að
Johnny muni ekki vakna."
„Ég átti bara við að við ... “
„Vitanlega vaknar hann,“ sagði hún og leit út
um gluggann á akurinn þar sem skuggarnir kross-
lögðust endalaust. „Það er ætlun Guðs. Ó já.
Heldurðu að ég viti það ekki? Ég veit það, trúðu
mér. Guð ætlar sér stóra hluti með Johnny minn.
Ég hef heyrt rödd hans í hjarta mér.“
„Já, Vera,“ sagði hann. „Allt i lagi.“
Fingur hennar teygði sig eftir Nationai Geo-
graphic blöðunum, fundu þau og hófu að fletta
síðunum aftur.
„Ég veit það,“ sagði hún barnalegri, önugri
röddu.
Hún skoðaði blöðin sín. Herb lagði hökuna í lóf-
ana og leit út á sólskinið og skuggann. Hann
hugsaði um hve fljótt veturinn kæmi eftir hinn
gullna, svikula október. Hann óskaði þess að
Johnny myndi deyja. Hann hafði elskað drenginn
frá upphafi. Hann hafði séð undrunina á litla and-
litinu þegar hann kom með tréfrosk að vagninum
hans og setti litlu lífveruna í hendur drengsins.
Hann hefði kennt Johnny að veiða, á skautum og
að skjóta. Hann hafði setið yfir honum heila nótt
þegar Johnny fékk slæma flensu árið 1951 og hit-
inn fór upp í rúmar 40 gráður. Hann hafði falið tár
i lófa sér þegar Johnny útskrifaðist hæstur í gagn-
fræðaskólanum og hafði flutt ræðu sína blaða-
laust án þess að fatast. Svo margar minningar um
hann - að kenna honum á bíl, standandi við fram-
stafn Bolero með honum þegar þau fóru til Nova
Scotia í frí eitt árið, Johnny átta ára gamall, hlæj-
andi og spenntur yfir skrúfuhreyfingum bátsins,
hjálpandi honum við heimanámið, með tréhúsið
sitt, aö læra á kompásinn þegar hann var í
skátunum. Allar minningarnar - Johnny var eini
þráðurinn sem sameinaði þær, Johnny að upp-
götva heiminn sem hafði lemstrað hann svo illa að
lokum. Og nú óskaði hann að Johnny myndi
deyja, ó hvað hann óskaöi þess aö hann myndi
deyja, að hjarta hans hætti að slá, að heilalínuritið
yrði slétt, að hann myndi bara deyja út eins og
flöktandi kerti í vaxpolli: að hann myndi deyja og
láta þau laus.
# y *
Eldingavarasölumaðurinn kom að veitingastað
Cathy í Somersworth í New Hampshire síðdegis
á sjóðheitum sumardegi tæpri viku eftir fjórða júlí
1973. Hugsast gat að einhvers staðar ekki langt
frá væru illviðri sem biðu þess að fæðast í hlýju
uppstreymi sumarsins.
Hann var þyrstur maður og kom við hjá Cathy til
að svala þorstanum með tveimur bjórum, ekki til
að selja neitt. Af gömlum vana leit hann þó upp á
þak lága hússins og órofin lína mænisins gegnt
himninum olli því að hann teygði sig eftir slitna
rúskinnspokanum sem var sýnishornataskan
hans.
Inni á Cathy var dimmt og svalt og þögult nema
fyrir lágar drunurnar í litasjónvarpinu á veggnum.
Nokkrir fastagestir voru á staðnum og fyrir innan
barinn var eigandinn, með annað augað á sáp-
unni í sjónvarpinu eins og viðskiptavinirnir.
Eldingavarasölumaðurinn kom sér fyrir á bar-
stól og setti sýnishornatöskuna á stól vinstra meg-
in við sig. Eigandinn kom yfirtil hans. „Sæll, vinur.
Hvað má bjóða þér?“
„Budweiser," sagði eldingavarasölumaðurinn.
„Og fáðu þér einn sjálfur ef þú hefur lyst.“
„Ég hef alltaf iyst," sagði eigandinn. Hann sneri
aftur með tvo bjóra, tók dollar sölumannsins og
skildi þrjá tíeyringa eftir á barborðinu. „Bruce
Carrick," sagði hann og rétti fram höndina.
Eldingavarasölumaðurinn hristi hana. „Dohay
heiti ég,“ sagði hann. „Andrew Dohay." Hann
teygaði hálfan bjórinn.
„Ánægjulegt að hitta þig,“ sagði Carrick. Hann
reikaði frá til að blanda annan Tequila Sunrise fyr-
ir unga konu með lokað andlit og kom svo aftur
yfir til Dohays. „Ertu utanbæjarmaður?'1
„Ég er það,“ viðurkenndi Dohay. „Sölumaður.11
Hann svipaðist um. „Er alltaf svona rólegt
hérna?"
„Nei. Það er mikið að gera um helgar og sæmi-
legt virka daga. Við græðum mest á einkaveislum
- ef við græðum. Ég svelt ekki en ek ekki á Kadili-
ac heldur." Hann benti byssufingri á glas Dohays.
„Á ég aö endurnýja þetta?“
„Og annan handa þér, Carrick."
„Bruce.“ Hann hló. „Þú hlýtur að ætla að selja
mér eitthvað."
Þegar Carrick kom aftur með bjórana sagði
eldingavarasölumaðurinn: „Ég kom inn til að
svala þorstanum, ekki til að selja neitt. En fyrst þú
minnist á það..." Hann svipti sýnishornatösk-
unni upp á barinn með æfðu handtaki. Það hringl-
aði í einhverju í henni.
„Ó, nú kemur að því,“ sagði Carrick og hló.
Tveir síðdegisfastagestanna, eldri náungi með
vörtu á hægra augnlokinu og yngri maður í gráum
hermannafötum, röltu til þeirra til að sjá hvað Do-
hay væri að selja. Konan með lokaða andlitið hélt
áfram að horfa á sápuóperuna.
Dohay tók upp þrjá vara, langan með látúns-
kúlu á endanum, annan styttri og einn með postu-
linsleiðurum.
„Hver fjárinn . .. “ sagði Carrick.
„Eldingavarar," sagði gamli karlinn og hló.
„Hann vill bjarga þessu brugghúsi frá reiði Guðs,
Brucie. Þér er víst hollast að hlusta á hann.“
Hann hló aftur, maðurinn í gráu hermanna-
fötunum tók undir, andlit Carricks dökknaði og
eldingavarasölumaðurinn vissi að hvaða sölu-
tækifæri sem hann hafði átt var flogið á brott.
Hann var góður sölumaður, nógu góðurtil að gera
sér grein fyrir að furðulega samsetning persónu-
leika og kringumstæðna gekk stundum saman og
eyðilagði alla möguleika á samningi, jafnvel áður
en hann gat byrjað söluræðuna. Hann tók því
heimsþekilega og hóf sölurulluna sína þrátt fyrir
það, aðallega af gömlum vana:
„Þegar ég var að fara út úr bílnum vildi svo til að
ég tók eftir því að þessi góði staður er ekki með
neina eldingaleiðara - og að þetta er timburhús.
Fyrir lágt verð - og auðveld greiðslukjör, ef þú vilt
- get ég tryggt... “
„Að elding Ijósti staðinn klukkan fjögur síðdeg-
is,“ sagði maðurinn í gráu hermannafötunum
glottandi. Gamli karlinn hló.
„Ég vil ekki móðga þig,“ sagði Carrick, „en
sérðu þetta?" Hann benti á gylltan nagla á litlum
viðarskildi við hliðina á sjónvarpinu. Pappirsstafli
var rekinn á naglann. „Þetta eru allt reikningar.
10. TBL. 1991 VIKAN 53