Vikan - 16.05.1991, Side 56
hvers konar gangi. Þaö var svo hátt til lofts aö loft-
iö sást ekki. Þaö týndist í skuggunum. Veggirnir
voru úr dökku, krómuðu stáli. Þaö víkkaði til
veggja eftir því sem ofar dró. Hann var einn en
rödd flaut upp aö staðnum sem hann stóð á, eins
og úr mikilli fjarlægð. Rödd sem hann þekkti, orð
sem töluð höfðu verið til hans á öðrum stað, á öðr-
um tíma. Röddin vakti með honum beyg. Hún var
glötuð og stynjandi og bergmálaði fram og aftur af
þessu krómaða stáli eins og fugl í gildru sem
hann minntist úr bernsku sinni. Fuglinn hafði flog-
ið inn í verkfæraskúr föður hans og ekki haft vit á
að koma sér aftur út. Hann hafði misst stjörn á sér
af hræðslu og flogið steypiflug um skúrinn, tíst-
andi í örvæntingu, skaðbarið sig upp að veggjun-
um þar til hann drapst. Röddin hljómaði fordæmd
eins og tístið í fuglinum forðum. Hún myndi aldrei
sleppa héðan.
„Maður áformar ailt sitt líf og gerir sitt besta,"
stundi þessi draugalega rödd. „Vill ekkert nema
það besta og svo kemur strákurinn heim með hár
niður á rass og segir forseta Bandaríkjanna
skíthæl. Skíthæl! Fjandinn fjarri mér, ég ... “
Gættu þín, langaði hann að segja. Hann lang-
aði til að vara röddina við en hann var mállaus.
Gæta sín á hverju? Hann vissi það ekki. Hann var
ekki einu sinni viss um hver hann var þó hann
grunaði að hann hefði einu sinni verið kennari eða
prédikari.
„Jeeeesús!" Fjarlæga röddin öskraði. Glötuð
rödd, fordæmd, drukknuð. „Jeeeee..."
Þögn eftir það. Bergmálið dó út. Síðan, eftir
svolitla stund, hófst það á ný.
Svo að einhverjum tíma liðnum - hann vissi
ekki hve löngum, tíminn virtist ekki hafa neina
þýðingu á þessum stað - fór hann að þreifa fyrir
sér á ganginum, kallaði á móti (eða kannski kall-
aði hann bara í huganum), kannski í þeirri von að
hann og eigandi raddarinnar gætu fundið
útgönguleið saman, kannski bara i þeirri von að
hann gæti veitt einhverja huggun og fengið hugg-
un á móti.
En röddin hélt áfram að fjarlægjast, varð æ
óljósari (fjarlæg og smá) þar til hún var aðeins
bergmál af bergmáli. Og svo var hún horfin. Hann
var einn núna, gangandi niður þennan yfirgefna
skuggagang. Og honum fór að finnast að þetta
væri ekki tálsýn eða draumur - að minnsta kosti
ekki venjulegur draumur. Það var eins og hann
væri kominn í fordyri helvítis, einhvern furðustokk
milli lands hinna lifandi og hinna dauðu. En í
hvora áttina var hann að fikra sig?
Hann fór að muna ýmislegt. Ýmislegt sem var
truflandi. Þetta var eins og draugar sem slógust í
för með honum, gengu sitt hvorum megin við
hann, fyrir framan hann, aftan hann, þar til þeir
slógu um hann ójarðneskan hring. Hann sá þá
næstum því. Hvíslandi raddir i hreinsunareldin-
um. Þarna var hjól sem snerist og snerist í nótt-
inni, framtíðarhjólið, rautt og svart, líf og dauði,
það hægði á sér. Á hvaða reit hafði hann veðjað?
Hann mundi það ekki og hann átti að muna það
því líf hans var að veði. Með eða ekki? Það varð
að vera annað hvort. Stúlkan hans var veik. Hann
varð að koma henni heim.
Eftir einhvern tíma virtist gangurinn bjartari.
Fyrst hélt hann að það væri ímyndun, draumur
innan draums ef það væri möguleiki en eftir ótil-
tekinn tíma varð birtan of mikil til að hún gæti ver-
ið tálsýn. Svo fór að virðast sem hann væri ekki á
gangi lengur heldur í herbergi - næstum þvíí her-
bergi, aðskilinn frá því af örþunnri húð, eins konar
fylgju, eins og barn sem beið þess að fæðast. Nú
heyrði hann aðrar raddir, ekki eins og bergmál
heldur daufar og holar, eins og raddir nafnlausra
guða sem töluðu gleymdum tungum. Smátt og
smátt urðu raddirnar skýrari þar til hann heyrði
næstum hvað þær voru að segja.
Hann fór að opna augun öðru hvoru (eða taldi
sig gera það) og hann sá eigendur þessara radda;
fyrst voru það lýsandi form með engin andlit.
Stundum hreyfðu þau sig um herbergið og stund-
um beygðu þau sig yfir hann. Honum datt ekki í
hug að reyna að tala við þá, að minnsta kosti ekki
í fyrstu. Honum flaug í hug að þetta gæti verið
einhvers konar eftirlíf og að þessar lýsandi verur
væru englar.
Andlitin, eins og raddirnar, urðu greinilegri með
tímanum. Hann sá móður sína einu sinni halla sér
yfir hann og þruma eitthvað algerlega merkingar-
laust. Faðir hans kom í annað skipti. Dave Pelsen
úr skólanum. Hjúkrunarkona sem hann var farinn
að þekkja; hann hélt að hún héti Mary eða hugs-
anlega Marie. Andlit, raddir sem komu nær og
tóku á sig mynd.
Annað læddist að honum: sú tilfinning aö hann
hefði breyst. Honum líkaði ekki þessi tilfinning.
Hann vantreysti henni. Honum fannst að hver
sem breytingin væri þá væri hún ekki til góðs.
Honum fannst hún boða eftirsjá og erfiðar stundir.
Hann hafði farið með allt inn í myrkrið og nú
■ Johnny lyfti efri hluta
líkama síns um það bil sex
sentímetra frá rúminu og
hlammaðist síðan afturábak.
„Er ég tuttugu og sjö ára?“
tautaði hann. „Tuttugu og
sjö? Ó, Jesús minn.“
fannst honum að hann væri að koma út úr því
allslaus - fyrir utan einhvern leyndan skringileika.
Draumurinn var að taka enda. Hvað sem hann
hafði verið var draumurinn senn á enda. Herberg-
ið var raunverulegt núna og mjög nálægt. Radd-
irnar, andlitin -
Hann var á leiðinni inn i herbergið. Og allt í einu
fannst honum að það sem hann langaði að gera
væri að snúa sér við og hlaupa - fara aftur niður
þennan langa gang að eilífu. Dimmi gangurinn
var ekki góður en hann var betri en þessi nýja til-
finning sorgar og yfirvofandi missis.
Hann sneri sér við og leit aftur fyrir sig og já,
þarna var hann, staðurinn þar sem veggir her-
bergisins breyttust í dökkt króm, í horni við hliðina
á einum stólnum varð herbergið að gangi inn í
það sem hann grunaði nú að væri eilífðin. Staðn-
um sem hin röddin hafði farið á, rödd -
Leigubílstjórans.
Já. Hann mundi það alveg núna. Ferðin með
leigubílnum, bílstjórinn að gráta hið síða hár son-
ar síns, gráta þá staðreynd að syni hans fannst
Nixon vera skíthæll. Svo framljós tveggja bíla sitt
hvorum megin við hvítu línuna. Áreksturinn. Eng-
inn sársauki en vitneskjan um að læri hans höfðu
rekist svo harkalega í gjaldmælinn að hann losn-
aði úr festingunni. Hann hafði fundið fyrir kaldri
bleytu, síðan myrka ganginum og nú þessu.
Veldu, hvíslaði eitthvað innra með honum.
Veldu, annars velja þeir fyrir þig, þeir hrifsa þig
héðan, hvað og hvar sem þessi staður er, eins og
læknar að hrifsa barn úr legi móður sinnar með
keisaraskurði.
Og þá kom andlit Söru upp í huga hans - hún
hlaut að vera þarna einhvers staðar þó andlit
hennar hefði ekki verið eitt björtu andlitanna sem
beygðu sig yfir hann. Hún hlaut að vera þarna úti,
áhyggjufull og hrædd. Hún var alveg að verða
hans. Hann fann það. Hann ætlaði að biðja hana
að giftast sér.
Kvíðatilfinningin kom yfir hann aftur, sterkari en
nokkru sinni og í þetta sinn tengdist hún Söru. En
þráin eftir henni var sterkari og hann tók ákvörðun
sína. Hann sneri baki við myrka staðnum og þeg-
ar hann leit um öxl síðar var hann horfinn; það var
ekkert við hliðina á stólnum nema sléttur hvítur
veggur herbergisins sem hann lá í. Ekki löngu
síðar geröi hann sér grein fyrir hvar herbergið
væri - vitanlega var þetta sjúkrahúsherbergi.
Dimmi gangurinn dofnaði og varð að draum-
kenndri minningu sem aldrei gleymdist alveg. En
það sem skipti meira máli, hér og nú, var sú stað-
reynd að hann var John Smith, stúlkan hans hét
Sara Bracknell og að hann hafði lent í hryllilegu
bílslysi. Hann grunaði að hann væri heppinn að
vera á lífi og að hann yrði að vona að öll hans
upphaflegu tól væru enn til staðar og virkuðu. Það
gat verið að hann væri á sjúkrahúsinu í Cleaves
Mills en honum fannst sjúkrahús Austur-Maine
líklegra. Miðað við hvernig honum leið giskaði
hann á að hann hefði verið þarna einhvern tíma -
hann hefði getað verið í roti í viku eða tíu daga.
Það var tími til kominn að fara í gang aftur.
Timi til kominn að fara i gang aftur. Það var efst
í huga Johnnys þegar hlutirnir tóku loks á sig
mynd aftur og hann Oþnaði augun.
Það var 17. maí 1975. Starret var farinn heim
fyrir löngu með fyrirskipun um að ganga þrjá kíló-
metra á dag og gæta sín á kólesterólinu. Hinum
megin í herberginu var gamall maður í fimmtándu
lotu við þungavigtarmeistara allra tíma, krabba-
mein. Hann svaf morfínsvefni og að öðru leyti var
herbergið tómt. Klukkan var 3.15 síðdegis. Sjón-
varþsskjárinn minnti á grænan skugga.
„Hér er ég,“ krunkaði Johnny Smith á engan.
Honum var brugðið að heyra hve veikluleg rödd
hans var. Það var ekkert dagatal í herberginu og
hann gat ekki vitað að hann hefði verið í dái í fjög-
ur og hálft ár.
* 3 *
Hjúkrunarkonan kom inn fjörutíu mínútum síðar.
Hún fór til gamla mannsins í hinu rúminu, skipti
um næringuna í æð, fór inn á baöherbergið og
kom fram aftur með bláa plastkönnu. Hún vökvaði
blóm gamla mannsins. Það voru sjö blómvendir
og mörg kort stóðu opin á borði hans og í glugga-
syllunni. Johnny horfði á hana framkvæma þessa
heimilislegu athöfn án þess að finna hjá sér neina
þörf fyrir að reyna rödd sína aftur.
Hún skilaði könnunni og kom yfir að rúmi
Johnnys. Hún ætlar að hrista koddann minn,
hugsaði hann. Augu þeirra mættust stutta stund
en hún breytti ekki um svip. Hún veit ekki að ég er
vaknaður. Augu mín hafa verið opin áður. Það
segir henni ekkert.
Hún setti hönd sína aftan á háls hans. Höndin
var svöl og þægileg og Johnny vissi að hún ætti
þrjú börn og að sá yngsti hafði misst mestalla
sjónina á öðru auga fjórða júlí síðastliðinn. Púð-
urkerlingarslys. Drengurinn hét Mark.
Hún lyfti höfði hans, sneri koddanum við og
lagði hann aftur. Hún ætlaði að snúa sér frá rúm-
inu en sneri sér við aftur. Kannski hafði hún tekið
eftir einhverju nýju í augum hans, einhverju sem
ekki hafði verið í þeim áður.
Hún leit hugsandi á hann, fór að snúa sér við
aftur og hann sagði: „Halló, Marie.“
Hún fraus og hann heyrði skellinn er tennur
56 VIKAN 10.TBL. 1991