Vikan


Vikan - 16.05.1991, Síða 57

Vikan - 16.05.1991, Síða 57
hennar mættust fast og skyndilega. Hönd hennar þrýstist aö bringunni rétt fyrir ofan bungu brjóst- anna. Þar hékk lítill gullkross. „Guð-minn-góður,“ sagði hún. „Þú ert vakandi. Mér fannst þú líta öðruvísi út. Hvernig veistu hvað ég heiti?" „Ég hlýt að hafa heyrt það.“ Það var erfitt að tala, hræðilega erfitt. Tungan var eins og grautlin- ur ormur, að því er virtist ósmurð af munnvatni. Hún kinkaði kolli. „Þú hefur verið að vakna að undanförnu. Það er best að ég fari niður og láti kalla upp Brown eða Weizak lækni. Þeir munu vilja vita að þú sért meðal okkar aftur.“ En hún staldraði við andartaki lengur og horfði á hann af opinskárri hrifningu sem gerði honum órótt. „Er vaxið á mig þriðja augað?" spurði hann. Hún hló taugaveiklunarhlátri. „Nei... auðvitað ekki. Fyrirgefðu." Augu hans féllu á hans eigin gluggasyllu og borðið sem ýtt var upp að henni. Á syllunni var fölnuð afrísk fjóla og mynd af Jesú Kristi - sú teg- und af Jesúmynd sem móðir hans dáði. Á henni virtist Kristur bæði hreinlífur og íþróttamannsleg- ur. En myndin var - gulnuð. Gulnuð og farið að brettast upp á hornin. Skyndileg hræðsla helltist yfir hann eins og kæfandi teppi. „Hjúkrunarkona!" kallaði hann. „Hjúkrunarkona!" Hún sneri sér við i dyragættinni. „Hvar eru heillaóskakortin mín?“ Honum var allt í einu orðið erfitt um andardrátt. „Hinn maður- inn fékk ... sendi enginn mér kort?“ Hún brosti en brosið var þvingað. Það var bros þess sem er að fela eitthvað. Skyndilega óskaði Johnny þess að hún kæmi að rúminu. Hann myndi teygja sig að henni og snerta hana. Ef hann gæti náð að snerta hana myndi hann vita hvað hún væri að fela. „Ég læt kalla á lækninn," sagði hún og fór áður en hann gat sagt fleira. Hann leit á afrísku fjóluna, á gömlu Jesúmyndina, hræddur og hissa. Eftir svolitla stund var hann sofnaður aftur. * 4 * „Hann varvakandi," sagði Marie Michaud. „Hann talaði í fullu samhengi." „Allt f lagi,“ svaraði Brown læknir. „Ég efa það ekki. Ef hann vaknaði einu sinni vaknar hann aftur. Líklega. Það er bara spurning um ... “ Johnny stundi. Hann opnaöi augun. Þau voru tómleg. Svo virtist hann sjá Marie og augu hans skerptust. Hann brosti veiklulega. En andlit hans var enn slakt, eins og aðeins augun væru vakandi og það sem eftir var af honum ennþá sofandi. Hún fékk allt í einu á tilfinninguna að hann horfði ekki á hana heldur inn í hana. „Ég held að það verði allt í lagi með hann,“ sagði Johnny. „Um leið og þeir eru búnir að hreinsa hornhimnuna verður augað jafngott og nýtt. /Etti að verða það.“ Marie tók andköf og Brown leit á hana. „Hvað er að?“ „Hann er að tala um drenginn minn,“ hvíslaði hún. „Hann Mark minn.“ „Nei,“ sagði Brown. „Hann er að tala upp úr svefni, það er allt og sumt. Búðu ekki til heila mynd úr blekklessu, hjúkrunarkona." „Já. Allt í lagi. En hann er ekki sofandi núna, er það?“ „Marie?“ spurði Johnny. Hann brosti hikandi. „Ég blundaði víst, var það ekki?“ „Jú,“ sagði Brown. „Þú talaðir upp úr svefni. Marie brá. Var þig að dreyma?" „Ne-ei... ekki það ég man. Hvað sagði ég? Og hver ert þú?“ „Ég er James Brown læknir. Alveg eins og söngvarinn. Nema ég er taugasérfræðingur. Þú sagðir: ’Ég held að hann lagist alveg þegar búið er að hreinsa hornhimnuna.’ Ég held þú hafir sagt það, var það ekki, hjúkrunarkona?” „Drengurinn minn er að fara í þessa aðgerð," sagði Marie. „Hann Mark, sonur minn." „Ég man ekkert,” sagði Johnny. „Ég hef líklega verið sofandi." Hann leit á Brown. Augu hans voru orðin tær og það var ótti í þeim. „Ég get ekki lyft handleggjunum. Er ég lamaður?" „Nei. Reyndu að hreyfa fingurna.” Johnny gerði það. Þeir hreyfðust allir. Hann brosti. „Stórfínt,” sagði Brown. „Hvað heitirðu?” „John Smith." „Gott - og millinafnið?” „Ég heiti engu millinafni." „Fínt er. Hver þarf á miliinafni að halda? Farðu niður, hjúkrunarkona, og aðgættu hver er á tauga- lækningadeild á morgun. Mig langar til að setja herra Smith í ýmis próf.“ „Já, læknir.” „Og svo gætirðu hringt í Sam Weizak. Þú nærð í hann heima eða á golfvellinum." „Já, læknir.*" „Og vinsamlegast enga blaðamenn ... ekki fyrir nokkra munil" Brown var brosandi en alvar- legur. „Nei, auðvitað ekki.“ Hún fór, það brakaði svo- lítið í hvítum skónum. Það verður allt í lagi með litla drenginn hennar, hugsaði Johnny. Ég ætla að muna að segja henni það. „Brown,” sagði hann, „hvar eru heillaóskakortin mín? Sendi enginn mér kort?” „Aðeins örfáar spurningar í viðbót,” sagði Brown læknir ísmeygilega. „Manstu hvað móðir þín heitir?“ „Vitanlega. Vera.“ „Hvað hét hún fyrir giftingu?” „Nason.“ „Hvað heitir faðir þinn?“ „Herbert. Herb. Og hvers vegna sagðirðu enga blaðamenn við hana?“ „Hvert á að senda bréf til þín?“ „Á pósthúsið í Pownal," sagði Johnny að bragði og þagnaði svo. Spaugilegur undrunar- svipur fór um andlit hans. „Ég á við ... ég bý í Cleaves Mills núna, á Aðalgötu 110. Hvers vegna í fjáranum var ég að segja þér heimilisfang for- eldra minna? Ég hef ekki búið þar síðan ég var átján ára.” „Og hve gamall ertu núna?” „Gáðu að því á ökuskírteininu mínu,“ sagði Johnny. „Ég vil vita hvers vegna ég fékk engin heillaóskakort. Hvað er ég eiginlega búinn að vera lengi á sjúkrahúsinu? Og hvaða sjúkrahús er þetta?" „Þetta er sjúkrahús Austur-Maine. Og svo tök- um við hinar spurningarnar fyrir ef þú leyfir mér bara að ... “ Brown sat við rúmið á stól sem hann hafði dreg- ið þangað úr horninu - sama horninu og Johnny hafði eitt sinn séð ganginn í. Hann var að skrifa hjá sér á skrifbretti með penna sem Johnny mundi ekki til að hafa nokkurn tíma séð fyrr. Hann var úr bláu plasti og var með einhvers konar trefjaoddi. Hann leit út eins og furðuleg blanda af blekpenna og kúlupenna. Hinn ómótaði ótti kom yfir Johnny aftur bara við að horfa á pennann og hann þreif skyndilega vinstri hönd Browns læknis í aðra sína án þess að hugsa sig um. Það ískraði í handlegg hans við hreyfinguna, eins og ósýnileg þrjátíu kílóa lóð væru bundin við hann - tvö neðan við olnboga og tvö fyrir ofan. Hann náði veiku taki á hönd læknisins og togaði. Þykkt blátt strik fór yfir blaðið eftir skrítna pennann. Brown leit á hann, aðeins forvitinn í fyrstu. Svo hvarf allur litur úr andliti hans. Áhugasvipurinn hvarf úr augunum og í stað hans kom ótti. Hann þreif höndina til sín - Johnny hafði enga krafta til að halda henni - og eitt andartak brá viðbjóði fyrir á andliti læknisins, eins og holdsveikur maður hefði snert hann. Svo var svipurinn farinn og hann var aðeins undrandi og úr jafnvægi. „Hvers vegna varstu að þessu? Herra Smith ..." Röddin brást honum. Andlit Johnnys var frosið vegna þess sem var að renna upp fyrir honum. Augun voru augu manns sem hefur séð eitthvað hryllilegt á hreyfingu í skuggunum, eitthvað of hryllilegt til að lýsa því eða jafnvel til að nefna það. En það var staðreynd. Það varð að nefna það. „Fimmtíu og fimm mánuði?" spurði Johnny hásri röddu. „Tæp fimm ár?Nei. Guð minn góður, nei. “ „Herra Smith," sagði Brown, nú kominn alger- lega úr jafnvægi. „Ekki, það er ekki gott fyrir þig að æsa..." Johnny lyfti efri hluta líkama síns um það bil sex sentímetra frá rúminu og hlammaðist síðan afturábak. Andlitið glansaði af svita. Augun rang- hvolfdust hjálparvana í augntóttunum. „Er ég tutt- ugu og sjö ára?“ tautaði hann. „Tuttugu og sjö? Ó, Jesús rninn.” Brown kyngdi og heyrði munnvatnið renna niður. Hann hafði staðið sig að því að muna eftir skógarferð þegar hann var sjö eða átta ára. Hann hafði sest niður og sett höndina í eitthvað heitt og hált viðkomu. Hann hafði litið í kringum sig og séð að höndin var inni í maðkétnum leifum múrmel- dýrs sem legið hafði undir lárviðarrunna allan þann heita ágústmánuð. Þá hafði hann æpt upp yfir sig og hann langaði svolítið til að æpa núna - nema tilfinningin var að dofna en í stað hennar kom spurning: Hvernig vissi hann þetta? Hann snerti mig og vissi það. Þá reis tuttugu ára menntun upp í honum og hann ýtti hugboðinu til hliðar. Það voru óteljandi tilfelli dauðadássjúklinga sem vaknað höfðu með draumkennda vitneskju um margt sem gerst hafði í kringum þá meðan þeir voru í dáinu. Dauðadá var stigbreytilegt eins og hvað annað. Johnny Smith hafði aldrei orðið að grænmeti, heilarafrit hans hafði aldrei orðið flatt og hefði það orðið það væri Brown ekki að tala við hann núna. Stundum svipaði dauðadái svolítiö til þess að standa bak við spegil og horfa út. Að sjá var sjúklingurinn al- gerlega sambandslaus við umheiminn en skiln- ingarvit hans gætu enn verið að störfum. Og það hlaut að vera tilfellið hér. Marie Michaud kom aftur inn. „Taugadeildin er búin að staðfesta og Weizak læknir er á leiðinni." „Sam verður víst að bíða með það til morguns að hitta herra Smith,” sagði Brown. „Ég vil að hann fái fimm millígrömm af valíumi." „Ég vil ekkert róandi,” sagði Johnny. „Ég vil komast héðan út. Ég vil fá að vita hvað gerðist!” „Þú færð að vita það með tímanum,” sagði Brown. „Nú er mikilvægt að þú hvílist." „Ég hef verið að hvíla mig í fjögur og hálft árl" „Þá koma tólf tímar ekki til með að breyta neinu,” sagði Brown ósveigjanlegur. Nokkrum andartökum síðar strauk hjúkrunar- kona spritti á upphandlegg hans og hann fann stungu. Johnny fann fyrir syfju næstum sam- stundis. Brown og hjúkrunarkonan virtust fjögurra metra há. „Segðu mér að minnsta kosti eitt," sagði hann. Rödd hans virtist koma afar langt að. Þetta virtist allt í einu mjög mikilvægt. „Þessi penni. Hvað er þessi penni kallaður?” „Þessi?" Brown hélt honum uppi úr ótrúlegri hæð sinni. Blátt plast, trefjakenndur oddur. „Þetta er kallað tússpenni. Farðu nú að sofa, herra Smith." Og Johnny gerði það en orðið elti hann niður í svefninn eins og dularfull töfraþula, full örvita merkingar: Tússpenni... tússpenni... túss- penni... FRAMHALD í NÆSTU VIKU 10. TBL.1991 VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.