Vikan


Vikan - 16.05.1991, Page 62

Vikan - 16.05.1991, Page 62
tvö, hestarnir og náttúran. Hann sýnir okkur myndir af þeim. - Faðir minn kenndi mér að lifa á náttúrunni, finna mat sem fólk veit ekki að má borða, leggja gildrur fyrir héra ef maður er að sálast úr hungri. Ég skýt ekki dýrin nema í huganum. Þegar ég var tólf ára átti ég það til að vera að heiman í tvaer vikur í senn, ég bjargaði mér bara sjálfur. Hann sér að ég trúi ekki því sem hann er að segja svo hann bætir við: - Þú verður að muna að ég er Texasbúi. For- eldar mínir voru ekki hræddir um mig, vissu að ég gat bjarg- að mér. Það hef ég einnig kennt Lisu en við höfum bara alltaf minni og minni tíma til að fara í þessar ferðir. Verður þú aldrei leiður á að vera bara tvö í óbyggðum? Hann kveikir sér í sígarettu og segir: - Mér finnst það gefa meira af sér að þekkja eina manneskju mjög vel heldur en að kannast við hóp fólks. Eng- inn skyldi vera hræddur við að sýna allar sínar tilfinningar, líka þær neikvæðu. Karlmenn hafa of lengi falið þessa hlið sína en þetta getur verið góð leið til að læra að þekkja sjálf- an sig. Ég á ekki við að lífið eigi að vera ein allsherjar brúðkaupsferð. Við rífumst oft en við sættumst líka jafnoft. Þau hittust fyrst í dansskóla sem móðir hans átti í Houston. Þá voru þau nemendur þar, hún var fimmtán ára og hann tvítugur. Hann fékk áhuga á henni en vissi ekki hvernig hann átti að bera sig að svo hann kleip hana í rassinn og hélt að hún yrði ánægð með athyglina. Það reyndist öðru nær, henni fannst hún vera niðurlægð fyrir framan fjölda fólks. Þrátt fyrir þetta giftu þau sig þremur árum siðar eða 1976. Lisa var besti nemandi tengdamóður sinnar. Hún hét reyndar Haapaniemi að eftir- nafni, er finnsk en eftirnafnið var sytt í Niemi. Nú er þeirra æðsta ósk að eignast barn en sú hamingja lætur bíða eftir sé. - Ég vona að það gerist eitthvað fljótlega, segir hann. í millitíðinni una þau sér vel í frístundum sínum á búgarðin- um með hestunum, fjórum köttum, hundum og alifuglum. Hann er mjög trúaður og segir það fleyta sér yfir erfið- leika. - Ég veit að það er til kraftur sem stýrir okkur gegn- um lífið. Það má kalla það hvaða nafni sem er, guð, Þau una sér vel á búgarðinum. „Mér finnst það gefa meira að þekkja eina manneskju mjög vel heldur en að kannast við hóp af fólki,“ segir leikarinn vinsæli. búdda, sál eða anda. Þess vegna var hlutverk mitt í Ghost eins og sniðið fyrir mig. Það kallaði fram sitthvað sem ég hefði þurft að vita þegar faðir minn dó. Ég vil trúa því að hann sé mér nálægur þótt ég sjái hann ekki - og að hann viti hversu heitt ég elskaði hann. Hann dó svo snögglega að við áttum margt ósagt. Ef hann er ekki nálægur vona ég að við hittumst aftur í öðru lífi svo ég geti sagt honum þetta. Ég trúi á endurholdgun. Á andlitinu birtist þetta vel þekkta heillandi bros sem fær stelpurnar til að kikna í hnjánum og dreyma dag- drauma. Andstæður, trú, tár og þor - allt fyrirfinnst þetta í þeim umbúðum sem í þessu lífi nefnast Patrick Swayze. □ Ellefu ára gamall fóru hné hans illa í ameríska boltanum, en hann náði sér nógu vel til að leika síðar listagóðan dansara... Patrick Swayze á hraðri leið á toppinn 1987 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Dirty Dancing. Hér er hann í einu af mörgum dansatriðum myndarinnar með Jennifer Grey. íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna vel eftir Patrick Swayze í hlutverki byltingarhermannsins Orry Main í myndaflokknum, sem gerður var 1985. 62 VIKAN 10.TBL1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.