Vikan


Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 14

Vikan - 19.09.1991, Blaðsíða 14
„NAUÐSYNLEGT AD SKREPPA TIL REYKJAVÍKUR AP OO TIL" - segir Rannveig Helgadóttir, fjórði keppandinn í forsíðustúlkukeppni SAM-útgófunnar Rannveig er Akureyringur og á meðan reykvisku keppendurnir styrkja kroppa sina i GYM 80 og sóla sig hjá Sólbaðsstofu Reykjavikur stundar Rannveig sólbekki og líkamsrækt hjá Stjörnusól og Stjörnurækt Geislagötu 12 á Akureyri. Akureyringurinn Rann- veig Helgadóttir er fjóröa stúlkan sem kynnt er í keppninni um titilinn forsíöustúlka SAM-útgáfunn- ar. Hún er fædd á Akureyri 5. september 1971 og er því ný- orðin tvítug. „Ég er mjög nákvaem," segir meyjan Rannveig, „eins og margt fólk í meyjarmerkinu og vil helst hafa allt fullkomiö. Það á líka viö um mig aö vilja oft breyta í herberginu mínu og geri það stundum vikulega." Rannveig útskrifast næsta vor af myndlistarsviði Mennta- skólans á Akureyri. í vetur hef- ur hún jafnframt nám við Myndlistarskólann á Akureyri en þaö nám verður metið í Menntaskólanum þar sem hún hefur þegar lokið öllum bók- legum fögum. Hún á ekki langt að sækja myndlistaráhugann því faðirhennar, Helgi Vilberg, er skólastjóri Myndlistarskól- ans á Akureyri. Móðir hennar, Soffía Sævarsdóttir, vinnur á skrifstofu skólans og systkini hennar tvö sækja líka tíma þar. „Ég hef teiknað og málað frá því ég mán eftir mér,“ segir Rannveig, „og Myndlistarskól- inn hefur eiginlega verið mitt annað heimili." Hvaða grein myndlistar ætl- ar hún aö leggja fyrir sig? „Ég veit það ekki enn. Fyrsta áriö er fornám og síðan kemur að því að velja sérnám. Eina sérnámsdeildin á Akur- eyri er málunardeild þannig að ef ég vel eitthvað annaö, svo sem auglýsingateikningu, verð ég að fara suður og halda áfram þar.“ Hvernig líst henni á þá hugmynd? „Bara vel. Ég á margt frændfólk í Reykjavík og afi minn og amma búa þar. Það er gott að búa á Akureyri en nauðsynlegt að skreppa til Reykjavíkur af og til og breyta um umhverfi. Raunar er ég viss um að ég á eftir að fara suður." Er þá enginn sem heldur í hana fyrir norðan - enginn sérstakur vinur? Rannveig hlær. „Nei, ég er alveg ólofuð og er voða róleg í þeim efnum. Það kemur sjálf- sagt að því að ég eignast fjöl- skyldu einhvern tíma en það er nógur tími.“ Framtíðardrauma sína segir Rannveig vera þá að fara utan I framhaldsnám en hefur ekk- ert sérstakt land í huga. Hún segir mikilvægast að njóta þess að vera til og lifa lífinu lif- andi. „Ég hef gaman af að ferðast og á sjálfsagt eftir að gera meira að því. Ég hef komið til London, Amsterdam, Kaup- mannahafnar og til Spánar en langar mikið að komast til Egyptalands og skoða pýra- mídana. Vonandi rætist sú ósk einhvern tíma.“ Tómstundum segist Rann- veig verja til að synda og fara á skíði enda sé Hlíðarfjall al- veg við bæjardyrnar. Hún hef- ur gaman af að fara í bíó og finnst stórmyndir og spennu- myndir skemmtilegastar. Hún á þrjá síamsketti sem sjálfsagt tekur líka drjúgan tíma að sinna. „Það er yndislegt að hafa ketti enda hef ég alltaf átt kött.“ Hvað gerir Rannveig um helgar? „Ég fer stundum á 1929, sem er nýr skemmtistaður á Akureyri, en mér finnst líka gott að vera heima með fjöl- skyldunni og slappa af.“ í sumar vann Rannveig í bakaríi á Akureyri en hún hef- ur líka unnið við að kynna Kók og Sprite fyrir norðan og finnst það skemmtilegt því það býð- ur upp á að hitta margt fólk. „Ég hef gaman af samskipt- um við fólk og finnst spenn- andi að kynnast nýju fólki. Það er einmitt það sem mér þykir spennandi við aö taka þátt í þessari keppni. Ég hlakka til að kynnast hinum stelpunum og öllu í kringum þetta.“ Og ef hún vinnur, vílar hún ekkerf fyrir sér að taka þátt í fegurðarsamkeppni í útlönd- um? „Ég er ekkert spennt fyrir fegurðarsamkeppnum en ég hef áhuga á Ijósmyndun og fyrirsætustörfum. Auðvitað væri samt gaman að fara út ef til þess kemur." Svo er Rannveig rokin. Hún ætlar að nota tímann í höfuð- borginni vel og tekur stefnuna á Kringluna. □ 14 VIKAN 19. TBL1991 TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM ■ MAGNÚS HJÖRLEIFSSON HÁR: EYVI I HÁRÞINGI MEÐ JOICO OG MATRIX HÁRSNYRTIVÖRUM. FÖRÐUN: KRISTlN STEFÁNSDÓTTIR MEÐ NO NAME COSMETICS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.