Vikan


Vikan - 19.09.1991, Síða 14

Vikan - 19.09.1991, Síða 14
„NAUÐSYNLEGT AD SKREPPA TIL REYKJAVÍKUR AP OO TIL" - segir Rannveig Helgadóttir, fjórði keppandinn í forsíðustúlkukeppni SAM-útgófunnar Rannveig er Akureyringur og á meðan reykvisku keppendurnir styrkja kroppa sina i GYM 80 og sóla sig hjá Sólbaðsstofu Reykjavikur stundar Rannveig sólbekki og líkamsrækt hjá Stjörnusól og Stjörnurækt Geislagötu 12 á Akureyri. Akureyringurinn Rann- veig Helgadóttir er fjóröa stúlkan sem kynnt er í keppninni um titilinn forsíöustúlka SAM-útgáfunn- ar. Hún er fædd á Akureyri 5. september 1971 og er því ný- orðin tvítug. „Ég er mjög nákvaem," segir meyjan Rannveig, „eins og margt fólk í meyjarmerkinu og vil helst hafa allt fullkomiö. Það á líka viö um mig aö vilja oft breyta í herberginu mínu og geri það stundum vikulega." Rannveig útskrifast næsta vor af myndlistarsviði Mennta- skólans á Akureyri. í vetur hef- ur hún jafnframt nám við Myndlistarskólann á Akureyri en þaö nám verður metið í Menntaskólanum þar sem hún hefur þegar lokið öllum bók- legum fögum. Hún á ekki langt að sækja myndlistaráhugann því faðirhennar, Helgi Vilberg, er skólastjóri Myndlistarskól- ans á Akureyri. Móðir hennar, Soffía Sævarsdóttir, vinnur á skrifstofu skólans og systkini hennar tvö sækja líka tíma þar. „Ég hef teiknað og málað frá því ég mán eftir mér,“ segir Rannveig, „og Myndlistarskól- inn hefur eiginlega verið mitt annað heimili." Hvaða grein myndlistar ætl- ar hún aö leggja fyrir sig? „Ég veit það ekki enn. Fyrsta áriö er fornám og síðan kemur að því að velja sérnám. Eina sérnámsdeildin á Akur- eyri er málunardeild þannig að ef ég vel eitthvað annaö, svo sem auglýsingateikningu, verð ég að fara suður og halda áfram þar.“ Hvernig líst henni á þá hugmynd? „Bara vel. Ég á margt frændfólk í Reykjavík og afi minn og amma búa þar. Það er gott að búa á Akureyri en nauðsynlegt að skreppa til Reykjavíkur af og til og breyta um umhverfi. Raunar er ég viss um að ég á eftir að fara suður." Er þá enginn sem heldur í hana fyrir norðan - enginn sérstakur vinur? Rannveig hlær. „Nei, ég er alveg ólofuð og er voða róleg í þeim efnum. Það kemur sjálf- sagt að því að ég eignast fjöl- skyldu einhvern tíma en það er nógur tími.“ Framtíðardrauma sína segir Rannveig vera þá að fara utan I framhaldsnám en hefur ekk- ert sérstakt land í huga. Hún segir mikilvægast að njóta þess að vera til og lifa lífinu lif- andi. „Ég hef gaman af að ferðast og á sjálfsagt eftir að gera meira að því. Ég hef komið til London, Amsterdam, Kaup- mannahafnar og til Spánar en langar mikið að komast til Egyptalands og skoða pýra- mídana. Vonandi rætist sú ósk einhvern tíma.“ Tómstundum segist Rann- veig verja til að synda og fara á skíði enda sé Hlíðarfjall al- veg við bæjardyrnar. Hún hef- ur gaman af að fara í bíó og finnst stórmyndir og spennu- myndir skemmtilegastar. Hún á þrjá síamsketti sem sjálfsagt tekur líka drjúgan tíma að sinna. „Það er yndislegt að hafa ketti enda hef ég alltaf átt kött.“ Hvað gerir Rannveig um helgar? „Ég fer stundum á 1929, sem er nýr skemmtistaður á Akureyri, en mér finnst líka gott að vera heima með fjöl- skyldunni og slappa af.“ í sumar vann Rannveig í bakaríi á Akureyri en hún hef- ur líka unnið við að kynna Kók og Sprite fyrir norðan og finnst það skemmtilegt því það býð- ur upp á að hitta margt fólk. „Ég hef gaman af samskipt- um við fólk og finnst spenn- andi að kynnast nýju fólki. Það er einmitt það sem mér þykir spennandi við aö taka þátt í þessari keppni. Ég hlakka til að kynnast hinum stelpunum og öllu í kringum þetta.“ Og ef hún vinnur, vílar hún ekkerf fyrir sér að taka þátt í fegurðarsamkeppni í útlönd- um? „Ég er ekkert spennt fyrir fegurðarsamkeppnum en ég hef áhuga á Ijósmyndun og fyrirsætustörfum. Auðvitað væri samt gaman að fara út ef til þess kemur." Svo er Rannveig rokin. Hún ætlar að nota tímann í höfuð- borginni vel og tekur stefnuna á Kringluna. □ 14 VIKAN 19. TBL1991 TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM ■ MAGNÚS HJÖRLEIFSSON HÁR: EYVI I HÁRÞINGI MEÐ JOICO OG MATRIX HÁRSNYRTIVÖRUM. FÖRÐUN: KRISTlN STEFÁNSDÓTTIR MEÐ NO NAME COSMETICS

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.