Vikan


Vikan - 19.09.1991, Síða 36

Vikan - 19.09.1991, Síða 36
LAXASNEIÐ FYLLT MEÐ ÍSLENSKUM VILLISVEPP- UM OG OSTI 4 sneiðar úr roöflettum og beinhreinsuðum laxaflökum, ca 200 g stk. 200 g villtir íslenskir sveppir (furusveppir, lerki- sveppir, rauðhetta, kantarella). Flestir villtir sveppir henta í þessa uppskrift, ýmist einir sér eða með öðrum 2 vorlaukar 1 msk. brauðrasp 1 egg 60 g hnetuostur Sveppir og laukur steiktir í dálitlu smjöri og kryddaö með salti og pipar. Tekið af hita og raspinu og egginu hellt saman við. Vasi skor- inn í laxasneiðar og fyllingin sett í ásamt ostin- um. Grillað. KJÖTSÓSA MEÐ SKARFAKÁLI 2 dl sýrður rjómi 1 dl rjómi 2 msk skarfakál 1 tsk piparrót 1 tsk sítrónusafi 1 tsk sykur Smakkað til með salti og pipar. KÖLD HUNDASÚRUSÓSA 2 dl smátt saxaðar hundasúrur 2 dl sýrður rjómi 1 dl rjómi 1 tsk. sítrónusafi 1 tsk. sykur Öllu blandað saman. Bragðbætt með salti og pipar. KÖLD BLÁBERJASÓSA 2 dl sýrður rjómi 1 dl þeyttur rjómi 3 dl bláber (hreinsuð) 1 msk sykur 1 msk sítrónusafi salt og pipar Öllu blandað saman nema bláberjunum. Blá- berin eru kramin saman við. Sósan er látin standa í 2 tíma í lokuðu íláti. GRÁDAOSTASMJÖR 200 g gráðaostur 250 g smjör 50 g rifsber Smjörið og gráðaostinum er hrært saman og sett í sprautupoka. Sprautað í litla toppa og nokkrum rifsberjum stungið í hvern topp. Síð- an er þetta kælt. 36 VIKAN 19. TBL. 1991 ▲ Myndin sýnir sósurnar sem uppskriftirnar hér til vinstri eru að. Talið frá vinstri: Kjötsósa með skarfakali, þá köld hundasúrusósa, köld bláberjasósa og gráðaosta- smjör með rifs- berjum. ► Matreiðslu- meistararnir í beinni útsendingu hjá Þorgeiri Ást- valdssyni á Rás 2. GRILLAÐAR GÆSABRINGUR Fyrir tvo Tvær gæsabringur eru snyrtar, smurðar örlitið með olíu og kryddaðar með salti og pipar. Þær eru steiktar í fjórar til fimm mínútur á hvorri hlið (miðlungssteiking). Sósan með þessu er eftir- farandi. BLÓÐBERGSÞURR- KRYDDAÐ LAMBAUERI 3 msk fínt saxað blóðberg 2 msk steinselja 2 msk graslaukur 2 msk hundasúrur Vz tsk. mulinn svartur pipar 1 tsk. rautt paprikuduft Lærið er snyrt og smurt þunnu lagi af ólífuolíu og kryddinu makað á lærið. Tein er stungið í gegnum lærið og grillað á kolagrilli. Barrnálum stráð yfir. BERJABLÁTT LAMBAKJÖT 1 lambalæri 250 g bláber (marin) 250 g krækiber (marin) Lambalærið er látið liggja í berjunum í 1 til 3 daga. RÍFIÐ HÉR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.