Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 14

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 14
I hann ekki fram hjá mér fara og margir leggja á sig löng ferðalög til þess að missa ekki af há- tíðinni." komið að aðeins endrum og eins var messaö á íslensku. Eldri kona fór til messu einn sunnu- dag og þegar hún kom heim spurði bóndinn hvað presturinn hefði nú sagt. Þá svaraði kella: „Nefndu það ekki, ekkert nema bölvaða ensku sem enginn lifandi maður skilur." ÍSLENDINGADAGURINN - MEIRA EN ALDARGÖMUL HÁTÍÐ Mesta og best sótta hátíð Vestur-íslendinga er tvímælalaust íslendingadagurinn. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur allar götur síðan árið 1889. Samkoman fer fram fyrstu helgina í ágúst í Gimli og þangað hópast afkomendur (slendinga til þess að sýna sig og sjá aðra. „Tilgangurinn með íslendingadeginum er að gefa fólki af íslenskum ættum f Vesturheimi tækifæri til að minnast uppruna síns og við- halda þannig tengslum við ísland og l’slend- inga,“ segir Sigurður. Frá því að fjallkonan kom fyrst fram árið 1924 hefur ávarp hennar verið einn af föstum lið- um hátíðardagskrárinnar. Fjallkonan er móð- urlegt tákn gamla landsins og því er jafnan val- in eldri kona í hlutverk hennar. ( ávarpi sínu til Vestur-lslendinga þakkar hún þeim þá hollustu og tryggö sem þeir hafa sýnt íslandi, íslenskri tungu og menningu í gegnum árin. „Dagskrá hátíðarinnar er hefðbundin, eftir ávarp fjallkonunnar eru þjóðsöngvar fslands og Kanada sungnir, börn lesa Ijóð og fleira er gert til skemmtunar," segir Sigurður. „Ég veit að íslendingadagurinn er fólki af íslenskum ættum kær og hann er ávallt vel sóttur. Ég læt „Nokkrir menn komu á minn fund árið 1949 og vildu endilega gera mig að hreppstjóra," segir Siguröur. „Ég var auðvitað önnum kafinn við bústörfin en féllst engu að síður á að gegna embættinu í eitt kjörtímabil. Reyndin varð sú að árin mín sem hreppstjóri Bifrastarhrepps urðu þrjátíu og eitt að tölu.“ Þó að íslendingar hafi í fyrstu verið fjöl- mennir á því svæði sem Nýja-lsland náði yfir fluttist þangað einnig fólk af öðrum þjóðernum. Um miðja öldina var svo komið að helmingur íbúanna var af íslenskum ættum en hinn helm- ingurinn af pólskum eða rússneskum ættum. „Það ríkti alltaf gott samkomulag á milli íslend- inganna og fólks af öðrum þjóðernum," segir Sigurður. „Islendingar hafa alla tíð verið dug- legir að koma sér áfram og voru víða í stjórn- um og ráðum. I þau hátt í hundrað ár sem Bif- rastarhreppur hefur verið við lýði, utan eitt, hef- ur hreppstjórinn verið af íslenskum ættum og segir það sína sögu.“ „EKKERT NEMA BÖLVUÐ ENSKAN SEM ENGINN LIFANDI MAÐUR SKILUR“ Vestur-lslendingar hafa löngum verið mjög félagslyndir og gera má ráð fyrir að samkomur þeira hafi oft verið mannmargar og fjörugar. „Á kreppuárunum var notast við heimatilbúin skemmtiatriði á samkomum, settir voru á svið sjónleikir eins og Skugga-Sveinn og Maður og kona,“ segir Sigurður. „Kórsöngur var líka vin- sæll og starf söngstjórans var ærið. Allar samkomur og guðsþjónustur fóru fram á islensku fram undir 1940 en upp frá því fór að halla undan fæti fyrir málinu. Sífellt fækkaði þeim sem gátu talað íslensku, enskan náði smám saman yfirhöndinni og nú orðið er afar sjaldgæft að heyra íslensku talaða." Til er skopsaga frá þeim tíma þegar svo var ▲ „Heilsa mín verður að ráða hvort ég á eftir að fara tólftu ferðina yfir hafið,“ segir Sigurður. ► Fjallkonan hefur komið fram á íslendingadeg- inum allt frá 1924. Hér er mynd af þeirri sem flutti ávarpið í ár, Jóhönnu G. Wilson. Hún stendur hér við höfnina f Gimli. UMFANGSMIKIL ÚTGÁFUSTARFSEMI íslensku landnemarnir réðust snemma í um- fangsmikla útgáfustarfsemi. Þeir gáfu út frétta- blað aðeins tveimur árum eftir komu fyrstu (s- lendinganna til Kanada. Þegar á leið öldina jókst útgáfan og meðal þeirra tímarita sem útbreidd voru má nefna Aldamót, Áramót, Tímarit Þjóðræknisfélagsins og The lcelandic Canadian sem enn er gefið út. Bæði fréttablöðin og tfmaritin gegndu stóru hlutverki í þeirri viðleitni landnemanna að tapa ekki tungu sinni, menningu og séreinkennum í nýja landinu. Þó að fyrstu fréttablöðin yrðu ekki langlíf er ekki sömu sögu að segja um Lögberg og Heimskringlu. Árið 1886 stofnuðu íhaldssinnar vikublaðið Heimskringlu og tveimur árum síðar eignuðust þeir keppinaut þegar Lögberg kom út. Að Lögbergi stóðu þeir sem aðhylltust frjálslyndi og blöðin áttu oft í hatrömmum deil- um. „Menn hnakkrifust á síðum blaðanna um hin ýmsu mál en þó allra mest um trúmál og stjórnmál," segir Sigurður. „Trúmáladeilur ís- lendinga risu upp strax á fyrstu árum land- námsins í Kanada og stóðu langt fram eftir öld- inni. Á árunum í kringum 1890 var mestur hiti í þeim deilum og menn lögðu oft á sig löng ferðalög til þess að mæta á trúmálafundi. Árið 1959 voru Lögberg og Heimskringla sameinuð vegna þess að ekki var pláss fyrir bæði blöðin á markaðnum. Þegar sameiningin átti sér stað var komin mikil ró yfir samfélag ís- lendinga í Kanada og fjörug og snörp orða- skipti heyrðu fortíðinni til.“ LABBAKÚTAR OG SPENAMENN Síðasta hatramma deilan, sem háð var á síð- um blaðanna, snerist um heimferðarmálið svokallaða. Árið 1925 stofnaði Þjóðræknisfélag- ið í Kanada nefnd til þess að sjá um og skipu- leggja ferð til Islands í tilefni af Alþingishátíð- inni 1930. I Heimskringlu þann 19. ágúst 1925 stendur eftirfarandi: „Það mun fátt bera tíðara á góma meðal ís- lendinga hér vestra, en heimferðin til íslands 1930 ... Eldrafólkið, sem ísland man, og sem hefir þráð það, en ekki getað komist heim sök- um anna við lífsnauðsynjar, uppeldi barna og búþrengsla, ætlar nú endilega að láta draum sinn um endurfundi rætast. Sá draumur yljar áreiðanlega mörgu hjarta í gömlum og lúnum líkama. Margar sinaberar og aðalsmerktar erf- iðishendur, knýtast á einverustundum um þá von að fá aðeins einu sinni ennþá að sjá Island ... Förin heim til fslands 1930 verður engin vanaleg skemmtiför af hálfu Vestur-ls- lendinga. Það verður pílagrímsför, að heilög- um dómi íslensks þjóðernis." Að sögn Sigurðar sótti Þjóðræknisfélagið í Kanada um styrk til ríkisstjórnarinnar til þess að greiða niður fargjaldið svo að sem flestir gætu farið til íslands. En margir settu sig upp á móti þeirri hugmynd og kærðu sig ekki um slíkt betl eins og þeir kölluðu það. Menn skiptust ( tvo hópa og Lögbergsmenn, sem voru styrkn- um fylgjandi, fengu uppnefnið „labbakútar". Heimskringlumenn, sem sóttust eftir styrknum, 14 VIKAN 23. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.