Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 4

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 4
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM.: INGI ST. AGNARSSON TVÍBURASYSTURNAR Á FORSÍÐUNNI: EKKERT MJÖG LÍKAR - SEGIR ÖNNUR Onnur þeirra heitir Björg en er kölluð Bína. Hin heitir Auð- ur og er kölluð Auður. Björg heitir reyndar Björg Jakobína þannig að gælunafnið verður að teljast eðlilegt. Þær þykja nokkuð líkar yfirlitum enda festu þær sínar fyrstu rætur í sama egginu, eru eineggja tvíburar. Þær eru ekki alls óvanar fyrirsætustörfum þó ekki teljist þær víðförlar á því sviði enda kornungar og með bjarta framtíð fyrir höndum. Auður hefur til að mynda setið fyrir á Ijósmyndum fyrir tískuþátt Vik- unnar og báðar sátu þær fyrir á myndum fyrir hárgreiðslu- tímaritið Hár og fegurð. Þegar Vikan hafði símasamband við heimili þeirra svaraði Bína og sagði Auði í útlöndum en féllst á að tala fyrir hönd þeirra beggja. Fram kom að þær úti- loka ekki frekari fyrirsætustörf, ráðast verði hverjar undirtektir myndir af þeim hljóti en fyrir- staðan mýkist til muna ef háar fjárhæðir eru í boði. Annars sinna þær námi sínu og störfum, Bína námi en Auður störfum. Bína er á þriðja ári í Iðn- skólanum þar sem hún leggur stund á fataiðn en þá iðngrein leggja þeir fyrir sig sem hyggj- ast annað tveggja gerast klæðskerar eða kjólameistar- ar. Hvorugt hefur hún valið þegar samtal þetta er blaðfest en hún mun þó þurfa að vera búin að ákveða sig á sfðari hluta fjórða árs, þegar námið greinist í ofangreind sérsvið fataiðnarinnar. Hún segist ekki hafa saumaö neitt óhóflega í æsku en því stærri skerf hlutu prjónarnir í höndum hennar frá tólf til sextán ára aldurs. Björg Jakobína og Auður eru eineggja tvíburar. Á myndinni eru taliö frá vinstri: Bína - Auöur, eöa var þaö öfugt? Reyndar mun lítið vera um frístundir til slíkra starfa utan skólatíma enda er vikan þétt- riðin kennslustundum, fjörutíu og átta, nánar tiltekið. Auður er snyrtifræöingur að mennt, útskrifuð fyrir tveimur árum frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nú notar hún menntun sína á snyrtistofunni Maju og líkar að sögn starf sitt með miklum ágætum. Við þetta má síðan bæta að Auður lék í kvikmyndinni Inga Ló á grænum sjó sem frumsýnd verður þann 8. febrúar næst- komandi. Hlutverk hennar i myndinni mun vera fegurðar- drottning Krapafjarðar, Lára Hermannsdóttir. ERTU MEÐ SKILRÍKI? Þær segjast allsendis vera ólíkar og það greini þeir sem þær þekki. Hins vegar munu þeir sem ókunnugir eru þeim systrum eiga í miklum erfið- leikum með greininguna og þykir víst undarlegar undirtekt- ir oft á tíðum við kveðjum þeg- ar þeir þekkja aðra en vita ekki af hinni. Til dæmis þurfti Björg Jakobína eitt sinn að sýna kunningjakonu systur sinnar skilríki til að hún sannfærðist um að Bína færi með rétt mál. Þannig var að hún var stödd í apóteki að sækja meðul fyrir systur sína, Auði. Meðan hún beið eftir að fá lyfin afgreidd kom kona að máli við hana, Bínu, sem hún hélt vera hina systurina, Auði. Bína þrætti, sagðist heita Bína en ekki Auður og var í töluverðum erf- iðleikum. Síðan var kallað: Auður Þráinsdóttir! og Bína stökk vandræðalega af stað en sýndi kunningjakonu systur sinnar, Auðar, skilríki sín, Bjargar Jakobínu Þráinsdótt- ur, og slapp með það. Hvað framtíðina varðar og fyrirsætustörfin er ýmislegt óráðið en Bína hyggst þó stunda nám einhvers staðar utan landsteinanna að iðn- námi loknu. Hún útilokar þó ekki að vel geti komið til greina að þær systur eigi eftir að sitja fyrir framan myndavélarnar áfram enda þykir þeim starfið alls ekki leiðinlegt, svo fremi að hráslagi og kuldi séu ekki að gera þeim lífið leitt. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.