Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 46
TÐCTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
SALARKIMINN
SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM
næsta tölublaöi Vikunnar
hefst nýr þáttur, SÁLAR-
KIMINN. Þar mun Sig-
tryggur Jónsson sálfræðingur
svara spurningum lesenda um
hin ýmsu málefni sálfræöilegs
eðlis. Sigtryggur hefur rekiö
eigin sálfræðistofu síðan 1985
og hefur getið sér góðan
orðstír. Þau mál sem hann
leysir úr fyrir sjúklinga sína -
og mun leitast við að leysa fyr-
ir lesendur Vikunnar - eru
meðal annars varðandi per-
sónuleg vandamál, fjölskyldu-
vandamál, á sviði kynlífs,
áfengis- og vímuefnaneyslu
og svo framvegis. Auk fyrr-
greindra málaflokka hefur Sig-
tryggur áhuga á að leiðbeina
lesendum um sambúðina og
hjónabandið.
Sigtryggur er ekki óvanur
því að koma til liðs við al-
menning á opinberum vett-
vangi. Margir muna til dæmis
eftir því er hann sat fyrir svör-
um í unglingaþætti á Rás 2
veturinn 1985-1986. í fram-
haldi af því ritaði hann bókina
Kæri sáli sem kom út skömmu
síðar. Um skeið var Sigtryggur
einnig með þætti á Bylgjunni
og á tímabilinu 1989-1990
skrifaði hann vikulega pistla í
Þjóðviljann, þar sem hann fjall-
aði um fjölskylduna.
Átt þú við sálarlegan vanda
að stríða? Líður þér til dæmis
illa vegna einhvers sem er að
brjótast í þér? Áttu við erfið-
leika að etja í hjónabandinu
eða á heimilinu? Er kynlífið
ekki sem skyldi... ? Ef svo er
skaltu ekki hika við að skrifa til
Sigtryggs. Þú þarft ekki að
skrifa undir nafni frekar en þú
vilt því að þau bréf sem birt
verða og Sigtryggur svarar
veröa öll nafnlaus. □
f
tra
mmdstKkkarinn
akodak
SJÁLFVIRKUR
MYNDSTÆKKARI
Hans Petersen ht. i
Kringlunni í Reykjavík
hefur nú tekið í notk-
un sjálfvirkan „myndstækk-
ara“ sem viðskiptavinir eiga
sjálfir í fullu tré við. I tæki
þessu er sögð sameinast Ijós-
myndatækni og háþróuð raf-
eindatækni á snilldarlegan
hátt.
Viðskiptavinurinn þarf ekki
annað en setja bút með fram-
kallaðri filmu í sérstaka rauf á
tækinu. Myndstækkarinn les
þá af filmuræmunni hvaða
Viðskiptavinurinn fær stækkun-
ina i hendur innan fimm mfn-
útna.
filmugerð á í hlut, hver lýsingin
er og svo framvegis. Næst
birtist myndin á sjónvarpsskjá
og með stjórntökkum getur nú
viðskiptavinurinn valið úr ýms-
um kostum - til dæmis hvort
hann vill hafa myndina lárétta
eða lóðrétta í rammanum,
hvort stækka skuli ákveðinn
hluta myndarinnar og þar fram
eftir götunum. Unnt er að velja
myndstærðirnar 13x18 sm til
28x35 sm. Þegar viðskipta-
vinurinn hefur gert upp hug
sinn að fullu þarf hann ekki
annað en að styðja á hnaþþ
og fær þá stækkunina fullbúna
innan fimm mínútna. □