Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 55

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 55
slegist í hópinn og þau eru sammála um aö undirbúningstíminn hafi verið „rosalega skemmtilegur" svo notuð séu orð þeirra sjálfra. Skúli er meðal annars þekktur sem söngvari Sniglabandsins og hann leikur einmitt Sonní Carlsson, rokkhetjuna heimsfrægu á fslandi. Þau eru bæði úr Reykjavík, „flatlendingar" bætir Skúli við en Steinunn hefur líkt og Felix sótt leikmenntun sína til Bretlandseyja, Stein- unn til London en Felix til Edinborgar. Felix segist hafa verið búinn að fá nóg af tónleika- ferðalögum með Greifunum og meðal annars þess vegna hafi hann hætt með hljómsveitinni en einnig hafi röddin verið farin að gefa sig. Úrslitaatriðið segir hann þó hafa verið aö leik- listin stóð alltaf fyrir dyrum. Steinunn hefur lært söng frá unglingsaldri en segist þó aldrei hafa getað einbeitt sér að söngnáminu heldur hafi hann verið eins konar aukabúgrein. PARTÍ Á SVIÐINU Þau voru öll sammála um að sú tækni sem Valgeir beitti við æfingar hafi gefist mjög vel en hún felst í því að mjög fljótlega eftir samlestur handritsins var farið í „rennsli". f því felst að farið er í gegnum söngleikinn í heild á sviði. Þannig var því hnoðað saman eftir þrjár vikur og þá gat fínpússningin hafist. Ekki veröur annað sagt en að það múrverk hafi tekist mjög vel og leikararnir una ekki síður en áhorfendur glaðir við sitt. „Það er bara partí á sviðinu," segja þau, heldur farin að ókyrrast í sætum sínum því nú er stutt í sýningu og allir eiga eftir að fara heim að borða. „En ég þarf að éta allt ofan í mig,“ segir Steinunn og á þar ekki við væntanlegan kvöldmatartíma heldur álit sitt á Akureyri. „Þetta er frábær staður, ekki krummaskuð eins og ég hélt alltaf," segir hún, borgarbarnið, og slær botninn í samtalið með orðunum: „Paradís á jörð.“ Það verður síðan l’slandsklukkan sem tekur við af Tjútti og trega, í leikgerð Sunnu Borg. Meöal leikara verða Elva Ósk Ólafsdóttir, Flallmar Sigurðsson og Þráinn Karlsson. Einn- ig má nefna þá Valgeir Skagfjörð, Felix Bergs- son og Jón Stefán Kristjánsson. í tilefni af 75 ára afmæli Leikfélags Akureyrar verður sér- stök hátíðarsýning á íslandsklukkunni og ef til vill ekki síður til heiðurs nóbelskáldinu sjálfu, Halldóri Laxness, sem verður níræður í apríl næstkomandi. Til hamingju með afmælið, LA og Laxness. verið innréttaður veitingastað- ur sem dregur nú nafn sitt af starfsemi fyrri tíma, Smiðjan. Staðurinn er bjartur og fallegur og þar má snæða dýrindis rauðsprettu, segir að minnsta kosti sá sem reynsluna hefur. Einhverjum kann ef til vill að þykja ofantalið lofrulla hin mesta en allt er þetta skráð að upplifun fenginni og engu logið, punktur. Skemmtanalíf hefur ávallt verið í blóma í höfuðstað býður upp á allt það sem segja má að prýði góðan íverustað. GÓÐGÆTI OG GLEÐI Þá má gista á Hótel KEA, hvert sá er þetta ritar hefur aldrei fæti sínum inn stigið, að veitingasalnum undanskildum. Reyndar var sú heimsókn nautakjötsáhugamanni ákaf- lega ánægjuleg því þar má fá hinar bestu nautasteikur. Og fleiri finnast sambærilegir staðir hvað varðar mat og drykk. Fiðlarinn býður upp á sælkerafæði hið mesta og óhætt er að mæla til dæmis með gröfnum lundabringum þar sem síðasti bitinn er gómsætari en sá fyrsti, sem þó var með miklum ágætum. í gamalli smiðju hefur einnig A Það var ekkl nema fyrir þá allra færustu að renna sér í brekk- um Hlíðarfjalls meðan Vikan staldraði þar við... ► .. .en á meðan dunduðu menn sér bara vlð miðsvetrar- golf. Vonandi stendur þóallt til bóta þegará liður og ef til vill hafa draumar skfðafólks- ins ræst þegar þetta birtist. Norðurlands og engin væri Ak- ureyri án Sjallans, hefur oft heyrst fleygt manna i milli. Ef til vill taka þessir ræðarar djúpt í árinni en engum dylst þó sjarminn yfir staðnum. Einnig stendur næturhröfnum til boða að heimsækja skemmtistaðinn 1929 sem er skemmtilega inn- réttaður í fyrrverandi kvik- myndahúsi. Oft er boðið upp á lifandi tónlist í skemmtihúsun- um tveimur, nokkuð sem lifgar stemmninguna allverulega. AFMÆLISBARNIÐ LA Ekki má gleyma leikhúsi þeirra Akureyringa sem um þessar mundir er að fylla sjötíu og fimm árin. Leiklistin er í mikilli sókn á Akureyri og nú stendur þar yfir sýning á Tjútti og trega, eftir Valgeir Skagfjörð. Nánar er sagt frá söngleiknum á öðrum stað í þessari Viku. Það er því af nógu að taka ef norður skal aka, þó ólikt þægilegra geti verið að svífa á vængjum þöndum á norður- slóðir. Hvorn kostinn sem menn taka er hiklaust hægt að mæla til dæmis með helgarvist á Akureyri og auðvitað höldum við í hina sterku von - að snjórinn láti sjá sig og staldri við undir skíðum heimamanna sem aðkomufólks þannig að skíðaparadísin í Hlíðarfjalli standi undir nafni. □ 3. TBL. 1992 VIKAN 55 TEXÍI OG MYNDIR: JÓHANN GUÐNI REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.