Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 19

Vikan - 06.02.1992, Page 19
ákveðin eftirsjá í þeim,“ bætir Valdimar við og rifjar upp sögu frá stríðsárunum, kennda við harmóníkuleikara á Laugaveginum. Við látum hana flakka þó hún hafi reyndar ekki gerst í Kópavogi og fyrir tíð Valdimars. HARMÓNÍKUSAGAN „Þannig var að þeir voru þarna tveir lögreglu- menn, annar á Laugaveginum og hinn á Hverf- isgötu aðfararnótt laugardags, þegar sá fyrr- nefndi sá mann með harmóníku á leið niður Laugaveginn. Þá kom sveit breskra hermanna, tólf frekar en fjórtán aö tölu, og ætluðu dátarnir að taka af honum nikkuna en hann varðist og lögreglumaðurinn, sem til sá, fór honum til hjálpar. Sá á Hverfisgötunni heyrði háreystina þegar menn fóru að tuskast og fór einnig til að- stoðar. Þannig fór að lokum að lögreglu- mennirnir tveir hlóðu öllum Bretunum á staðnum, stoppuðu vörubíl, sem átti leið um Laugaveginn, skelltu þeim á pallinn og fóru með þá alla niður á lögreglustöð. Herinn tók síðan við þeim og það mun ekki hafa verið hátt á þeim risið þegar þeir voru sóttir." Þetta er ein af uppáhaldssögum Valdimars enda þykir hon- um frásögnin góð dæmisaga um hreysti lög- reglumanna þessa tíma og þær erfiðu aðstæð- ur sem upp gátu komið þegar menn voru einir á gangi um bæinn og þurftu jafnvel að fást ber- um höndum við vopnaða menn. Handtökur hafa ávallt verið viðkvæmt mál og oft líta aðfarir við þær illa út fyrir vitnum að þeim, auk þess sem hlutaðeigandi aðilar geta hlotið meiðsl af þegar höndum skal komið yfir brjálaða menn. Lögreglan hefur fengið á sig kærur í auknum mæli og stundum er eins og um tískufyrirbæri sé að ræða í þessum efnum sem ýmsum öðrum. Valdimar segir menn, sem eru viti sínu fjær, oft erfiða viðfangs og þá dugi engin vettlingatök á þá. „Þegar valdi er beitt á menn, sem berjast um, hlýtur eitthvað undan að láta. Síðan vakna þeir í klefanum, lemstraðir og marðir, og þá er allt helvítis löggunni að kenna. Þetta var ekki svona. Ég man ekki eftir slíkum kærum fyrr en nú á allra síðustu árum og ég held að menn hafi frekar skilið þetta þá. Nú er ekki farið með meira offorsi að mönnum en í fyrri tíð nema síður sé, auk þess sem lögreglumenn eru nú yfirleitt fleiri saman en þá tíðkaðist og hafa miklu meiri möguleika á að yfirbuga menn á snyrtilegri og eðlilegri hátt en þegar maður var á mann.“ SAMA TAUGAKERFIÐ „Það getur verið erfitt fyrir lögreglumenn að fara í útkall þar sem gerð er sú krafa að þeir yfirbugi mann sem er sjálfum sér og öðrum hættulegur ef illa tekst til í handtökunni. Þá er viðkomandi lögreglumaður dæmdur fyrir lík- amsárás eins og hann hafi veist að manninum og skaðað hann að tilefnislausu. Þetta eiga menn mjög erfitt með að sætta sig við þegar þeir eru að reyna að vinna verk sitt vel.“ Valdi- mar bætir þó við að vissulega geti komist inn menn sem gæddir eru annarlegum hvötum og slíkir menn eigi á engan hátt heima í lögreglu en það sé undantekning, hitt sé regla, lögregla. Lögreglumenn séu breyskir og mannlegir eins og aðrir, auk þess sem þeir vinni stöðugt undir miklu álagi og geti þreyst mjög í erfiðu starfi. Við erum komin að tilfinningaþættinum. „Það er nú sama taugakerfi í lögreglumönn- um sem öðrum mannslíkömum, held ég. Vissulega safnast upp þreyta í mönnum með árunum og þar kemur margt til. Bara það eitt að vinna á vöktum ruglar menn í ríminu og það fer ekki vel með þá, hvorki líkamlega né and- lega, að vinna mikla yfirvinnu, bæði vegna starfsins og til að lifa af þvi eins og lögreglu- menn hafa þurft að gera. Talað hefur verið um að sumir séu með stáltaugar en ég held að það sé bara spurning um það hve menn eru dulir. Það er engin tilfinningalaus gagnvart því að koma að Ijótum slysum eða ömurlegu ástandi á heimili svo dæmi séu tekin. Núorðið er viðurkennt erlendis aö menn, sem þurfa að fást við Ijótan slysavettvang, þurfi sérstaka sál- fræðimeðferð að því loknu. Auðvitað er mis- munandi hve vel menn þola þetta en því er ekki að neita að oft hefur verið erfitt að festa svefn eftir að maður hefur verið að vinna að erfiðum og Ijótum málum. Þetta situr auðvitað í mönnum, á því er engin launung." ÞAÐ ÖMURLEGASTA Hann bætir ennfremur við að það sem honum fannst ömurlegast af öllu á þeim tíma, þegar hann stóð vaktir, var að koma inn í algjöra eymd á heimilum þar sem báðir foreldrar voru drykkjusjúklingar og börnin svelt heilu hungri. Slíkt mun nú vera á undanhaldi þar sem um margar leiðir til bjargar er að ræða fyrir áfeng- issjúklinga til dæmis. „Auðvitað situr heilmikið eftir í manni eftir tuttugu og fimm ár en ein- hvern veginn vex utan um mann skel og lengra en inn að kjarna en fyrst var. Ég held samt að allir lögreglumenn finni fyrir þessu og varla mörg störf sem eru álíka andlega slítandi og störf í lögreglu. Menn vita aldrei hvaða verk- efni bíða þeirra þegar þeir mæta á vaktina, getur verið allt milli himins og jarðar. Það er ekki síst þessi óvissa sem fer illa með marga." Líkt og nú um stundir var haldið þétt um pyngjuna fyrir tuttugu árum. Þá voru lögreglu- menn reyndar bæjarstarfsmenn en allt er þetta sami grautur í sömu skál. Sparnaðurinn kom niður á lögreglumönnum eins og öðrum og svo brá við að stundum voru aðeins tveir menn á næturvöktum í Kópavogi. Þurfti því annar að fara einn í útköll meðan hinn vaktaði stöðina, útköll sem nú sinntu varla færri en fjórir til fimm lögreglumenn. Valdimar Jónsson fór ekki varhluta af þessu frekar en aðrir lögreglumenn í þá tíð. „Ég man eftir því einu sinni að ég fór einn í útkall þar sem voru einir fjórir eða fimm í bardaga inni í húsi. Mér tókst að lempa þá til og koma þeim í búrið aftur í lögreglubílnum. Þegar ég var bú- inn að loka og farinn af stað byrjuðu þeir aftur af krafti svo ekki var annað að gera en að fara með þá á lögreglustöðina í Pósthússtræti í Reykjavík en þar vorum við með fangageymsl- ur. Þegar þangað var komið þurfti ég að fá mann úr Reykjavíkurlögreglunni til að hjálpa mér við að koma þeim í steininn. Þannig var nú ekki margt til bjargar á þeim tíma,“ segir Valdi- mar og stynur þungan, greinilega ekkert sæld- arlíf að vera lögga í þá gömlu daga sem oft voru alveg lausir við að vera góðir. SKJÓTTU BARA Á’ANN Þá höfðu menn heldur ekki litlar handtalstöðv- ar eins og hver maður hefur nú og gátu því ekki verið í sambandi við stöðina nema í gegn- um bílinn. Gas var einnig óþekkt fyrirbæri þeg- ar Valdimar byrjaöi en nú hefur lögreglan yfir slíku að ráða og það getur komið í veg fyrir að beita þurfi bareflum í miklum átökum við brjál- aða menn. Gasið virkar þannig að menn, sem fá það i andlitið, svíður mjög i hörund, augu og vit en það veldur þeim engum skaða. Valdimar hikar við þegar hann er spurður hvort ekki sé nú á tímum meiri mótspyrna veitt þegar lög- regla grípur inn í harðan leik og segir eftir nokkra umhugsun að svo sem hafi ekki mikið breyst í þeim efnum en vissulega séu aðstæð- ur allt aðrar og þau tilvik komi upp að við vopn- aða menn þurfi að fást. Hann situr hugsandi, veltir fyrir sér málinu, brosir síðan allt í einu út í bæði og rifjar upp skemmtilegt atvik í kjölfar umtals um mót- spyrnu sökunauta. „Við vorum tveir félagar að elta þjóf, innbrotsþjóf eða einhvern slíkan. Það var hlaupið og hlaupið í rigningu og myrkri þar til leikurinn barst niður í fjöru. Við vorum alltaf í hælunum á honum en hvorki dró sundur né saman og þessi félagi minn, sem var alveg að gefast upp á hlaupunum, notaði síöustu kraft- ana til að kalla: „Skjóttu bara á’ann!“ Og þjófn- um brá svo við þetta að hann settist niður, fórnaði höndum og beið eftir okkur!" SAMSTARF VIÐ SÉRSVEITINA „Skjóttu bara...“ sagði maöurinn. Hvað um vopnaburð íslensku lögreglunnar. Leyndar- dómsfullt svipmót yfirlögregluþjónsins segir blaðamanni að nú hafi hann hætt sér út á hál- an ís. Valdimar vill ekki mikið tala um vopna- eign Kópavogslögreglunnar en viðurkennir með semingi að þau séu til staðar. „Við eigum vopn, já. Eigum við ekki bara að láta duga að segja það.“ Hvernig sem reynt er að læðast lymskulega inn í hugskot hins veraldarvana lögreglumanns, þangað sem vopnin eru geymd, tekst það engan veginn. Reynslan hefur kennt gömlum lögguref að sitja á slikum upplýsingum. Þá er bara að róa á þessi mið hinum megin frá. Hafið þið þurft að nota þessi vopn ykkar? „Nei!“ Og ekki orð um það meir. Þetta afdrátt- arlausa svar kemur þó ekki í veg fyrir að hann viðurkenni að komið hafi til átaka við vopnaða menn. „Já, margoft,” viðurkennir yfirlögreglu- þjónninn en bætir við að þá sé ekki fyrsta hugsunin að grípa til vopna. „Menn hafa verið með stóra riffla, viti sínu fjær, og í slíkum tilvik- um er það ekki lítið atriði að vita af sérsveit lög- reglunnar hérna hinum megin við lækinn því samstarfið er orðið mjög gott milli embætt- anna. Ég vil leggja áherslu á þaö. Þegar ég byrjaði hérna var ekkert of gott samband milli lögregluembætta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta voru bæjarstarfsmenn og andinn milli lið- anna var ekki góður.“ Valdimar segir tengsl við sérsveitina sterk I og meðal annars hafi verið haldnar æfingar 3. TBL.1992 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.