Vikan


Vikan - 06.02.1992, Side 24

Vikan - 06.02.1992, Side 24
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN FISKUR, KRABBI OG SPORÐDREKI ◄ Teikning frá 15. öld. Hér kemur fram afstaða reikistjarnanna með jörðina í miðjunni og tengsl þeirra við stjörnumerkin. Mars er til dæmis í beinu sam- bandi við Sporðdrek- ann og Hrútinn. Stjörnuspekin á sér flókið kerfi og er hluti þess skipting í frumþættina eld, jörð, loft og vatn. Innan hvers frum- þáttar eru þrjú stjörnumerki, eitt frumkvætt, eitt stöðugt og eitt breyti- legt. Hér á eftir verður fjallað um höfuðskepnuna vatn en hér er verið að fjalla um orku náttúrunnar því stjörnu- merkin mótast af náttúrunni og endur- spegla þá krafta sem maðurinn sér þar. Að vera Krabbi þýðir í raun ekki annað en það að vera fæddur að sumarlagi. Stjörnuspekingurinn skoð- ar síðan eðli þess árstíma og yfirfærir það sem hann sér á persónuleika Krabbans enda liggur að baki sú kenn- ing að maður og náttúra séu eitt. Með því að skipta stjörnumerkjunum niður eftir frumþáttum er um leið mannfólkinu skipt niður í fjóra höfuðflokka. Eldur er táknrænn tyrir hugsjónir og skapandi athafnaorku, jörð fyrir efnisorku, loft fyrir hugmyndaorku og vatn fyrir sálar- og tilfinningaorku. Eldur og loft eru létt og svolítið ójarðnesk. Jörð og vatn eru staðfastari og jarðbundnari. STERKT ÍMYNDUNARAFL OG MYNDRÆN HUGSUN Vatnsmerkin eru Fiskur, Krabbi og Sporðdreki. Vatn er orka tilfinninga og sálræns innsæis sem táknar að vatnsmerkin eru næm á sál- ræna og tilfinningalega þætti í umhverfi sínu og í fari annarra. Fólk í vatnsmerkjum beitir sér þó einnig á sviðum viðskipta, lista og stjórn- mála, ekki síður en lækninga, uppeldisstarfa og kennslu. Eitt helsta einkenni vatnsmerkj- anna er sterkt ímyndunarafl og myndræn hugsun. Þótt þau virðist róleg á yfirborðinu kann mikið að vera að gerast innra með þeim. Vatnsfólk getur verið nærgætið og vernd- andi og umlukt ástvini sína mýkt, skilningi og góðu þeli. Umhverfi þess þarf að vera jákvætt og mannúðlegt til að því líði vel og æskilegt er að unnt sé að skipta um umhverfi annað slagið til að losa sig við ytri áhrif. Of sterk áhrif vatns bera með sér hættu á óhóflegri tilfinninga- semi, viðkvæmni og ímyndunarveiki. Einnig er hætta á að fólk lokist inni í skel sinni, verði feimið og nái ekki til umheimsins. Vatns- merkin eru gjörn á að láta áhrif frá umhverf- inu koma sér úr jafn- vægi og fyrir vikið ríkir með þeim stöðug ólga og tilfinningastormar. Skortur á vatni getur leitt til skilningsleysis á heimi tilfinninga og sál- ræns veruleika. Fólk með lítið eða ekkert vatn í korti sínu getur hræðst tilfinninganálægð og verið ófært um að hafa raunverulega og djúpa samúð með öðrum. Slíkir persónuleikar eru oft á tíðum kaldir og skilningslitlir, yfirborðslegir og skilja ekki innri veruleika lífsins og mannlegra tilfinn- inga. FLÖGRAINN OG ÚT ÚR VITUNDINNI Fiskar eru breytilega loftmerkið en breytilegu merkin eru breytileg og óútreiknanleg. Af öllum merkjunum eru Fiskarnir minnst raunveru- leikatengdir. Þeir flýja raunveruleikann og raunveruleikaflótti þeirra er stundum álitinn metnaðarleysi. Fiskur getur verið atvinnulaus, með lítið fé handbært en verið ánægður vegna þess að hann býr við ströndina. Til er annars konar raunveruleikaflótti - inn í listaheiminn. Hin fíngerða hlið Fiskanna nýtur sín vel í hvers konar listsköpun enda er mikið um fólk úr Fiskamerkinu eða með afstöður í Fiskum í íslensku listalífi. Pláneta Fiskanna er Neptúnus, pláneta dásvefns, hugleiðslu og drauma. Hann er dyragættin inn í „ekki-sjálfið". Næmleiki Nept- únusat er ótvíræður en orka hans getur verið vafasamur hvati. Þó verðum við að muna að Neptúnus stendur kyrr í hverju merki í tæp fjórtán ár svo staða hans lýsir ekki bara þér heldur allri þinni kynslóð. Tákn Fiskanna eru tveir fiskar sem synda hvor umhverfis annan. Táknið lýsir þeim vel, þeir flögra inn og út úr vitundinni, eru líflegir, næmir og nánast yfirnáttúrlegir. Fiskar búa mitt á milli ímyndunar og veru- leika. Við teljum okkur hafa náð athygli þeirra en þá fara þeir í draumheima. Þeir eru stund- um utan við sig og gefa tilfinningum sínum meiri gaum en raunsæishugsunum enda eru þeir ekkert fyrir rök hvort sem er. Fiskar eru kameljón, með sitt hvort andlitið eftir skapinu. Þeir eru I beinu sambandi við undirmeðvit- und sína og hugmyndir, skapsveiflur og kvíði rísa úr djúpinu án sýnilegra ástæðna. Þeir eiga stundúm erfitt með að útskýra skoðanir sínar. Oft nálgast þeir dularheima og reika um í eigin veröld. Þeir eru líka skyggnari en nokkurt ann- að merki og þrá að brjótast gegnum hinn þunna vef er aðskilur heimana. Fiskar eru sálrænt fólk og almennt góðar sálir. Þeir eru einnig listamenn dýrahringsins, 24 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.