Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 60
TEXTI OG LJÓSM.: JÓHANN GUÐNI REYNISSON
GRINARI
LISTAMAÐUR
- SEGIST TEIKNA OG MÁLA AÐ EILÍFU
Kunnastur er Arnþór
Hreinsson sennilega
meðal landa sinna fyrir
teiknimyndasögur sínar um
Gauta í Vikunni. Hann gerir þó
meira en einungis að teikna,
hann er listamaður af lífi og sál
og einmitt þessa dagana
stendur yfir myndlistarsýning
hans að Hótel Lind við Rauð-
arárstíg í Reykjavík. Þar sýnir
hann afrakstur liðins árs, sem
að mestu leyti fór í það að
mála.
Arnþór er heyrnardaufur,
hefur einhverja heyrn á hægra
eyra en heldur því þó jafnan
fram að hann sé heyrnarlaus,
„vegna þess að þá vandar fólk
sig betur þegar það talar víð
◄ Hinn
þenkjandi
listamaður
við eitt
verka sinna
á Hótel
Lind. Hann
málar með-
al annars
abstrakt og
geomatr-
isma þegar
pensill og
strigi verða
penna og
blaði yfir-
sterkari.
mig,“ segir hann sposkur á
svip enda getur hann tjáð sig í
flestu með orðum en bætir þó
við að stundum sé hann
spurður hvort hann sé útlend-
ingur og hlær við. Sá er þetta
ritar hélt sig eiga erfiðan tíma
fyrir höndum þegar Arnþór
birtist á ritstjórn Vikunnar en
fljótlega kom í Ijós að sá ótti
var algerlega ástæðulaus.
Arnþór kemur hressilega fyrir
sjónir, hann býr yfir mikilli
kímnigáfu sem meðal annars
kemur fram í mörgum mynd-
um hans og teikningum, sér-
staklega sjötíu andlita syrpu
Davíðs Oddsonar, þar sem
ekki verður annað sagt en
Arnþór fari á kostum í grín-
teikningu.
ARNPÓR HREINSSON í STUTTU SPJALLI
60 VIKAN 3. TBL. 1992