Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 8

Vikan - 06.02.1992, Page 8
Vigdís: „Ég sest niður þegar mér finnst kominn timi til, það er eins og það sé suð fyrir eyrum mér sem magnast, það verður háværara og háværara þar til það verður að komast út. Síðan hellist þetta út eins og foss.“ veröi keypt, ég veit ekki hvað ein manneskja eða tvær kosta. Sá sem er með egóíska full- komnunaráráttu afneitar sjálfum sér sem manneskju, afneitar tilfinningum sínum nema til að ná fullkomnun í list sinni. Ef menn taka lífshlaup margra svokallaðra snillinga til athug- unar þá er ég hrædd um að þar sé margt miður fallegt. Jóhannes úr Kötlum orti Ijóð sem lýsir þessu vel. Á ég að lesa það?“ Vigdís nær í bókina og les upphátt Ijóðið Bjargráð sem fjall- ar um eiginkonu skáldsins. Auk bókarinnar um konurnar tvær er Vigdís með bók í smíðum um skyggna stúlku. Þeirri bók hefur hún unnið að undanfarin þrjú til fjög- ur ár en vill ekki ræða hana frekar á þessu stigi málsins. „Ástin kraumar í brjósti hvers einasta manns,1' segir Vigdís aðspurð um mikilvægi ástarinnar. „Ástin er mikill sþekingur og orku- gjafi ef rétt er að henni farið. Ástin er lífgjafi alls en þú færð ekki borgað fyrir að vera ástfang- in, þú færð borgað fyrir allt annað. Ástin lýtur ekki markaðslögmálunum um framboð og eftir- spurn. En það þarf að rækta ástina og það gleymist oft. „Þetta gekk svo vel hjá okkur fyrst," segir fólk í skilnaðarhugleiðingum og skilur ekkert í því hvað gerðist. Það hlýtur að þurfa að gefa ástinni meiri gaum og rækta hana betur í okkar samfélagi. Það ertil dæmis orka í kynlífi. Ég gæti ekki skrifað án ástarinn- ar, þó svo mér finnist það sem ég geri aldrei nógu gott.“ - Ertu með fullkomnunaráráttu? „Maður hlýtur að efast um það sem maður gerir, maður efast líka um gildi sitt sem mann- eskju. Mér finnst óþægilegt þegar verið er að gagnrýna verk mín, nema það sé gert með opnum huga þannig að ég geti jafnvel komið auga á einhverja þætti í verkum mínum sem ég hef ekki tekið eftir. Sumir segja til dæmis að það sé erfitt að ráða í öll þau tákn sem ég kem fram með en hjá mér eru það engin tákn, þetta kemur bara." - Hvaðan færðu hugmyndir að verkum þínum? „Yrkisefnin koma upp í hugann, eflaust úr undirmeðvitundinni, hvernig svo sem hún vinnur. Margar af þeim bókum sem ég las og voru lesnar fyrir mig þegar ég var litil eru komnar inn í blóðrásina og undirmeðvitundin vinnur úr þessu á löngum tíma í tengslum við drauma og táknmál." Vinnutími hennar er misjafn. Meðan hún vann sem íslenskukennari við Flensborgar- skólann skrifaði hún á nóttunni eins og oft er hlutskipti þeirra sem leggja út á skáldabrautina í fullu starfi með börn á framfæri. „Mér fannst gaman að kenna. Ég fór á sínum tíma í Kennaraskólann svona til að vera ekki eins og hinir sem fóru í Menntó, bjóst ekkert frekar við að leggja fyrir mig kennslu. En það fór á annan veg. Það er oft einmanalegt, oft hundeinmana- legt að skrifa en sem betur fer þekki ég nokkra sem eru í þessum sporum og get haft sam- band við þá. Þetta hefur þó aldrei orðið þrúg- andi eða angistarfullt því ef ég er búin að fá nóg af einverunni fer ég bara út að ganga. Á tímabili átti ég í erfiðleikum í sálinni í einver- unni en þaö var bara vegna þess aö ég hafði ekki komið auga á útidyrahurðina. Ég hef reynt að koma skipulagi á vinnutímann, um tíma reyndi ég að vakna á morgnana og vinna reglulegan vinnudag en það gekk ekki hjá mér. Sumir geta unnið svona en ekki ég. Ég skrifa kannski stanslaust í mánuð, næstum því án þess að sofa. Þann tíma vaki ég mikið og sef lítið. Ég sest niður þegar mér finnst kominn tími til, það er eins og það sé suð fyrir eyrum mér sem magnast, það verður háværara og háværara þartil það verður að komast út. Síð- an hellist þetta út eins og foss. Ég verð að nota þessa óheilbrigðu leið til að koma þessu frá mér því meðan ég var að rembast við að vinna eftir ákveðnum reglum var ég að vinna á móti sjálfri mér. Börnin hafa aðlagast þessu, þau eru mjög umburðarlynd og góð.“ Það hlýtur oft að vera erfitt að vera gæddur frumlegri sköpunargáfu í okkar tæknivædda neyslusamfélagi þar sem hver manneskja á næstum því að vera Ijósrituð útgáfa af þeirri næstu og fegurð er útskýrð út frá ákveðnum staðli, svo og greind og aðrir mannlegir eigin- leikar. „Það eru mörg ólík viðhorf í sömu manneskjunni og því verður fólk oft ráðvillt," segir Vigdís og bætir því við að rithöfundar séu heppnari en annaö fólk því þeir fái oftar útrás fyrir hina mörgu og ólíku eiginleika sína. „En leikarar eru líka heppnir, þeir geta fengið útrás fyrir margs konar eiginleika sína með því að leika ólíkar manngerðir." Það er oft erfitt að halda utan um marga og ólíka þætti í sjálfum sér og því verður fólk oft ráðvillt og reikult, segir Vigdís, en telur þó að fólk verði fyrst verulega veikt ef það leitar sér aðstoðar hjá heilbrigöiskerfinu. „Því miður virðast geövís- indin leita að ákveðnum markmiðum sem í sumum tilfellum eru fyrirfram gefin. Það er verið að reyna að finna rétta lyfið til að leysa málin eða finna rétta tanngarðinn sem passar öllum. Það er eitt af góðum verkum þessarar ríkisstjórnar að gera tanngarða frjálsa, leyfa fólki að hafa persónulegan rnunn." Þjóðleikhúsið sýnir nú leikgerð af ísbjörgu. „Já, ég er ánægð með það sem ég hef séð af leikgerðinni," segir Vigdís. Hún segir ísbjörgu byggða á raunsæjum atburðum en sagan sé fyrst og fremst skáldsaga. „Það eru færri raun- verulegar lýsingar í ísbjörgu en Kaldaljósi. í ís- björgu er kona að drepa af sér ákveðna fortíð. Þar er fjallað um vændi án þess að taka af- stöðu til þess hvort það sé gott eða slæmt, sagan fjallar um það hvernig getur farið þegar menn hrekjast í að reyna að bjarga sjálfsvirð- ingu móðursinnar. í ísbjörgu komaeinnig fram tvöföld skilaboð í uppeldi og umhverfi. Mamma Isbjargar segir að hún hafi forvitnina ekki frá henni en pabbi hennar hvetur hana til að vera forvitin. Uppeldi og umhverfi okkar hefur áhrif á val okkar í lífinu. ísbjörg hefur fengið tvöföld skilaboð sem halda áfram að vera til í henni sjálfri. Hún er sterkur karakter á neikvæða vísu.“ □ 8 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.