Vikan


Vikan - 06.02.1992, Side 22

Vikan - 06.02.1992, Side 22
KARL PÉTUR JÓNSSON TÓK SAMAN Hver leit John F. Kennedy Bandaríkjaforseta þessum augum á örlagastundu? Fjölmargar sjálfstæðar kennlngar og tilgátur hafa verið settar fram sem svör við þessari spurningu meðal annarra. KVIKMYNDIN JFK FRUMSÝND f BANDARÍKJUNUM: FJANDINN LAUS - í FJÖLMIÐLASTORMI Það er ekki orðum aukið að segja að allt hafi orðið brjálað í Bandaríkjunum í lok ársins 1991. Ástæðan er gamalkunn; erjur og illindi yfir frægasta pólitíska ódæðisverkinu í mannkynssögunni, ef víg Sesars er undanskilið, morðinu á John Fitzgerald Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963. Þó tuttugu og átta ár séu liðin frá morðinu og opinberir aðilar hafi komist að niðurstöðu um hvernig morðið hafi borið að þykir mörgum sem öll kurl séu enn ekki komin til grafar. Oliver Stone, valdamikill kvikmyndagerðarmaður í Hollywood sem hefur gert margar af betri kvikmyndum síðastliðins áratugar, gerði geysilega sterka mynd um ódæðið þar sem fram koma kenningar um að morðið hafi verið valdarán samstarfsmanna Kennedys. Það er ekki að undra að Könum sé heitt í hamsi. Blaðamaður Vikunnar, Karl Pétur Jónsson, sá myndina í Bandaríkjun- um um jólin og tók púlsinn á því hvernig innfæddir líta á málið. HVER ER HANN, ÞESSI OLIVER STONE? Oliver Stone er án alls efa valdamesti kvikmynda- geröarmaöurinn I allri Hollywood. Hann fær pen- inga í hvaöa verkefni sem er, hann getur gagnrýnt hvað sem er og hefur fengið svo mörg óskarsverð- laun fyrir myndirnar sínar að hann er löngu hættur að telja. Myndirnar hans eru undantekningalaust „stórmyndir" og vekja oftast miklar umræður. Salva- dor var ádeila á stjórnarhætti í Mið- og Suður- Ameríku, Wall Street var ádeila á fégræðgi Banda- ríkjamanna, Platoon varfyrsta myndin um Vietnam- stríðið þar stríðið var litið raunsæjum augum, I Born on the Fourth of July var stríðið enn til umræðu, 22 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.