Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 59

Vikan - 06.02.1992, Síða 59
fái alla þá aöstoð sem því hentar, hvort sem hún er félagsleg, tilfinningaleg eöa líkamleg. Slík aðstoð gæti dregið úr þeim vanda sem smitaður einstakl- ingur þarf að kljást við og getur reynst honum ein- hver huggun harmi gegn. Annað er með öllu sið- laust og ómannúðlegt og fordómar ættu hvergi að verða eyðnisjúkum fjötur um fót í baráttu sinni fyrir tilvist sinnni og sjálfsögðum mannréttindum þrátt fyrir smitun. Það er ömurlegra en orð fá lýst og þungbærara en tárum taki að vita til þess að það sem þú segir hvað varðar til dæmis útskúfun hvers konar við þig og önnur fórnarlömb þessa óhugnanlega sjúkdóms skuli vera staðreynd. Útskúfun er afsiðun og ömur- legt atferli, auk þess að vera alröng afstaða þeirra sem teljast verða siðfágaðir eins og við íslendingar verðum að teljast og trúum reyndar sjálfir að við séum. Hvers kyns stuðningur við ykkur sem smituð eruð væri eðlilegra atferli ósmitaðra og fráleitt að fallast á nokkra þá framkomu í ykkar garð sem felur í sér afsiðun af nokkru tagi eða höfnun. ÞJÁNINGAR OG SÉRFRÆÐINGAR Hvað varðar eðlilegan en magnaðan ótta þinn við þær þjáningar, líkamlegar og sálarlegar, sem gætu sótt þig heim á lokastigum sjúkdómsins og það van- líðunarferli sem er hugsanlega undanfari lokastigs- ins er þetta að segja: Vissulega verður erfitt að takast á við þennan sjúkdóm á öllum stigum hans, þó sérstaklega hvarfli að manni að lokin séu sársaukafyllst og þá ekki síst sálarlega. Læknisfræðinni eru takmörk sett hvað varðar sjúkdóminn eyðni en jafnt sem áður er nokk- uð víst að henni eru margir vegir mögulegir þegar kemur að því að létta af sjúklingi oki þjáninga og þá ekki síst á lokastigum sjúkdóms. Vissulega verður að viðurkennast að (slenski heilbrigðisgeirinn er fyrir margra hluta sakir mjög ríkulega búinn bæði hæfum starfskröftum í áfalla- aðhlynningu sem þessari, ekki síður en alls kyns tækjum og lyfjum sem örugglega má nota til að stór- auka líkur á að það sem þú átt framundan í hugsan- legum þjáningum verði þér gert með ýmsum hætti mögulegt að takast á við sem minnst þjáður. Þar sem þessari tegund sjúkdóms fylgja ótrúlegustu breytingar og þá af alvarlega gefnu líkamlegu sem andlegu tilefni er mjög eðlilegt að þú finnir þig óöruggan og óttasleginn vegna eigin afdrifa og hyggilegt að fá faglega hjálp vegna þess. I þínum sporum myndi ég ekki takmarka óskir mínar um stuðning við líkamlega erfiðleika heldur myndi ég umsvifalaust leita stuðnings sálfræðings, félagsráðgjafa, prests eða geðlæknis og vera ekki að fela þessa möguleika, hvorki fyrir mér eða öðrum. Einungis með faglegum stuðningi er hægt að kljást við svona margþætta áþján enda finnur hver og einn sárt til vanmáttar |jegar kemur til greina að yfirbuga eða vinna á þessum flókna vanda sjálfur. Það verður að teljast þér mikill styrkur að þú skulir hafa verið svo gæfusamur að verða ekki ómeðvitað til að smita aðra. Sektarkennd er röng ef tilefni hennar er ekkert. Þunglyndi er svo sem eðlilegt í þessari viðkvæmu og vandmeðförnu stöðu en reyndu samt, elskulegur, að ráða bót á því með sálfræðihjálp og góðum vilja. Þér veitir svo sannarlega ekki af bjartsýni og brosi, af og til að minnsta kosti, í erfiðleikum þeim sem þú ert til- neyddur að vinna úr og takast á við sem minnst bugaður vegna eðlis sjúkdómsins. VIÐ LIFUM LÍKAMSDAUÐANN Flestar seinni tíma rannsóknir til þess þjálfaðra vís- indamanna gefa upplýsingar sem styrkja og mögu- lega efla hugmyndir og tiltrú á að við lifum líkams- dauðann. Sjálfsvíg við þesar aðstæður eru jafnröng framkvæmd og þau eru við allar aðrar aðstæður, ekki síst þær sem gera okkur raunverulega kleift að bregðast við sjálfum okkur og öðrum af festu og hugrekki ef við viljum. Við þroskumst sennilega mest í gegnum mótlæti hvers konar þó við gerum okkur ekki grein fyrir því á meðan á því stendur. Þetta þýðir I raun að sá sem tekur lif sitt á mikið eftir óupþgert eftir dauðann, ekk- ert síður en fyrir hann. Óhætt er að fullyrða að hug- urinn ásamt dulminni lifir líkamsdauðann, ásamt öllu því sem tengist persónuleika okkar. Þar af leið- andi er fáránlegt að ætla að velja þá leið að svipta sig sjálfur þessu lífi í þeirri trú að þar með sé öllum okkar málum lokið og við ábyrgðarlaus eða uppguf- uð. Svo er ekki. Við erum áfram við sjálf, með ótal óuppgerða hluti að kljást við og alla héðan frá jörð- inni. Við losnum svo sannarlega hvorki við vesen eða vandræði við það eitt að deyja. EFNI OG ANDI Persónuleikinn er ekki efniskenndur frekar en hug- urinn og byggist því uþþ á andlegum þáttum tilveru okkar. Af þeim ástæðum lifir hann efnið og vistast í ríki guðs eftir líkamsdauðann. Guð gaf okkur frjáls- an vilja sem býr í huga okkar og einmitt af þeim ástæðum meðal annars getum við aldrei yfirgefið sjálf okkur, jafnvel ekki eftir líkamsdauðann. Hugur- inn lifir llkamsdauðann og í honum er persónuleik- inn og viljinn situr í honum. Við verðum því sjálf á endanum að taka alla ábyrgð og afleiðingum af breytni okkar og hegðun hér á jörðinni. Við leysum ekki þá staðreynd með því að kjósa að svipta okkur lífinu. Það er af og frá að taka líf sitt að þessum ábendingum sögðum vegna þess að það sér hver heilbrigður einstakling- ur að það breytir bara akkúrat engu. Öll fyrri vanda- mál eru í huganum og verða ekki upprætt þó við hverfum úr efninu á vit engla og forsjónarinnar. Þannig er nú málum háttað þótt við óskum annars. Hitt er aftur á móti augljóst að við vistaskiptin verðum við óháð efnislegum þjáningum og er það auðvitað léttir þeim sem þjást mikið fyrir brottför sína af jörðinni. Ekki er það þó kostur ef í staðinn bíða okkar andlegar þjáningar áfram vegna þess að við breyttum rangt þegar við ákváðum að taka sjálf líf okkar. Það dýrmætasta sem við eigum er eigið lif og þess vegna er mikilvægt, jafnvel þó harkalegir vind- ar blási i lífi þínu í augnablikinu, að velja alls ekki þá leið að taka líf sitt sjálfur. Guð á að velja stað og stund þess skapadægurs sem hann ætlar okkur. Enginn á að taka fram fyrir hendurnar á honum vegna þess að það er nánast óguðlegt. Við verðum því að þreyja og vona að ekkert það hendi okkur sem við getum ekki með guðs og góðra manna hjálp komist út úr þó flest virðist benda til annars. Eða eins og lifsleiði vanmetni strákurinn sagði eitt sinn eftir þónokkuð ósmekklega framkomu annarra: „Elskurnar mínar, ef við íhugum og eftirlátum Jesú að gefa ráð í þessari óskemmtilegu stöðu, þar sem fólk gerir litið úr aðþrengdu fólki, þá hefði hann örugglega endurtekið þessa ágætu og í raun gullnu setningu og meinta hugsunina á bak við hana: „Þeir síðustu verða fyrstir." Svo mörg voru hans orð af alvarlega gefnu tilefni." Guð styrki þig og leiði í þessari erfiðu sjúkdóms- göngu þinni og með hann í huga ert þú aldrei að ei- lífu einn. Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlega handskrifiö bréf til Jónu Runu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.