Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 26

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 26
Mynd frá 17. öld sem sýnlr stjörnu- spekinginn vega silfrið sem hann hefur þegið af ánægðum við- skiptavinum. Með tungl í Fiskum hefurðu eðlislæga tilfinn- ingu fyrir návist andans þó þú kallir hann öðr- um nöfnum: leyndardóminn, hærri vitundar- stig, víðsýni. Kallaðu þá reynslu hvað sem þú vilt en eigi þér aö líða vel I þessum heimi þarftu að yfirgefa hann öðru hvoru og leyfa þér að fara í nokkurs konar leiðslu - og einnig það ferli er kallað ýmsum nöfnum: hugleiðsla, bæn, aö stara út um gluggann. Stundum kallar það fólk sem í hana fer sig listamenn í leit aö skap- andi innblæstri. Þeir geta einnig verið fugla- skoðarar sem biöa klukkutímum saman eftir sjaldgæfri sjón eða Ijósmyndarar sem bíða þess að Ijósið í dögun verði alveg hárrétt... Gætir þú ekki tunglsins þíns ferðu i kæru- leysisástand þar sem ekkert örvar þig nema hugsanlega sársauki. Þess konar afskiptalaus leti er ekki þitt rétta eðli og það er aðalhættan sem fylgir þessari tunglstöðu. í Fiskum rísandi finnum við þversögn. Af öll- um merkjum hafa Fiskarnir minnstan áhuga á stíl og útliti; eðli þeirra er yfirskilvitlegt, dulrænt. Þó er rísandinn einmitt fulltrúi þess sem Fiskarnir eru að reyna að hefja sig yfir: ytra byrðis. Stíls og framkomu. Þegar þessi tvö tákn sameinast í lífi þínu þróar þú með þér sérlega sveigjanlegan persónuleika. Þú getur Tréristafrá því 1527. Myndin sýnirtvo mánuði úr almanaki fjárbændanna - árstíðabundin störf í mánuðum Tvíburanna og Krabbans, júní og júli. leikið hvaða hlutverk sem er, eins og góður leikari. Hlutverkið sem stuðlar að mestu jafnvægi hjá þér mætti kalla hlutverk dulspekingsins. Eða skáldsins. Eða sveimhugans. Þú nærir sál þína þegar þú kemur þér í aðstöðu þar sem þú nærð að tjá þessa hluta persónuleika þíns. Þú færð hugsanlega óskarsverðlaun fyrir önnur hlutverk en þau verða fljótt að hjómi einu. Þá muntu leita uppi leiðir til að deyfa sársauka þess tómleika, stundum mjög skaðvænlegar leiðir. AÐ NÆRA ÞANN SEM NÆRIR Krabbinn er frumkvæða vatnsmerkið og með sól í Krabba nærirðu orku þína með því að tala til sársaukans í lífi annarra. Þú veitir umönnun eða einhvers konar heilun. Einnig þarftu að sjá til þess að innileg sambönd og róleg einvera nái að næra þann sem nærir - sjálfan þig, með öðrum orðum. Þú þarft þó að fá útrás fyrir þá þörf þína að binda um sárin, ella mun þér ávallt líða eins og svikara í eigin lífi, þrátt fyrir alla heimsins sæmd. Og án friðarstunda og nakins, náins heiðarleika muntu eyða öllu eldsneyti þínu í að leika sálfræðing fyrir alla aðra. Líkt og Krabbi ert þú viðkvæm vera sem komin er með skel. Það er ágætt og nauðsyn- legt. En svo aftur sé vitnaö í Krabba þá verður þú að skríða úr skelinni einhvern tíma og láta þér vaxa aðra stærri, ella verður æði þröngt um þig. í hefðbundinni stjörnuspeki er tunglið sagt „stjórna" Krabbanum. Það þýðir einfaldlega að samsetningin er afar öflug. Tunglið er fulltrúi tilfinninganna; Krabbinn sömuleiðis. Sé þetta tvennt hlekkjað saman í korti einstaklings eru áhrifin þau að hinn huglægi, skapandi, tilfinn- ingatengdi hluti lífs þíns er afar lifandi. Hið sama má segja um viðkvæmni þína. Væri þessi heimur ávallt blíður og verndandi myndir þú láta mikla tilfinningasemi í Ijós. En hann er það ekki! Heimurinn er háskalegur, fullur sárs- auka og svika. Sem afleiðing af því lærðir þú að verja þig. Það er ágætt. En stór hluti þróun- arstarfs þíns í þessu lífi snýst um að læra að treysta fólki. Að gefa því tækifæri til að elska þig. Að leyfa því að sjá mannleika þinn. Forð- astu að falla í þá gryfju að draga þig alfarið inn í þín innri völundarhús. Forðastu líka þá gildru að vera alltaf sá sem skilur og fyrirgefur og læt- ur eigin sársauka aldrei í Ijósi. Með Krabba rísandi horfistu í augu við sér- staka áskorun. Krabbi kann nefnilega alls ekki vel við að vera rísandi! Rísandinn segir til um hvernig við erum út á við; eðli Krabbans er inn- hverft - og hann verndar innhverfu sína með skel, máski af feimni, kannski af því að það er þægilegt. Eitt er öruggt: það er ekki auðvelt að kynnast þér, þó það sé líklega gefandi. Þú skoðar fólk gaumgæfilega áður en þú opnar þig fyrir því. Hvað þig varðar er hömlulaus sjálfstjáning gjöf sem þú getur valið að gefa en fyrst þarf fólk að vinna fyrir henni. Þetta er helft myndarinnar. Hinn helmingur- inn er sú þversögn að fólk finnur fyrir áráttu- kenndri hvöt til að opna sig fyrir þér, segja þér hvar það finnur tii í lífi sínu. Ættirðu tíeyring fyrir hvern þann sem leyst hefur frá skjóðunni við þig gætirðu farið á eftirlaun, flutt til Mónakó og lifað af afgangnum. HORFIST DAGLEGA í AUGU VIÐ DREKANA Sporðdrekinn er stöðuóa vatnsmerkið. Með sólina í Sporðdreka er spurningin ekki hvort þú getir verið djúpur. Þú ert djúpur og það er fátt sem þú getur gert til að breyta því! Spurningin er hvort þú ráðir við þessa dýpt, það er að segja hvort þú getir forðast að láta eigin dýpt dáleiða þig og falla niður í þunga sorgartilfinn- inga, þar sem allur Ijóminn er af lífinu. Til að forðast þá gryfju þarftu að taka tvennt í lið með þér: kímnigáfu og tvo eða þrjá nána vini - fólk sem þú getur rætt allt við, sama hve dimmt og bannfært það er. Vingastu við þessa banda- menn og þú munt hafa bætt við þætti sem gerir þetta skarpa dýrahringsafl hættuminna: tilfinn- ingu fyrir heildarsýn. Með tungl í Sporðdreka er þitt innra líf sem fellibylur tilfinningahita. Innsæi þitt er skarpt og kryfjandi og gerir sér vel grein fyrir hinni myrku undiröldu ótta sem niðar undir yfirborði eðli- legs ástands. Það er eins og hæfileiki þinn til aö halda sársaukafullum og dramatískum til- finningamálum frá meðvitundinni sé minni en annarra; þú horfist daglega í augu við drek- ana. Galdurinn er að vega þá áður en þeir steikja þig! Hvernig? Það er þér nauðsynlegt að finna fólk sem vill hjálpa. Samherja. Hverjir eru þeir? Eina fólkið sem þér líður vel með: fólk sem aldrei flýr á náðir „kurteisi", menn og konur sem horfa beint í augun á þér. Þú getur valið um að sofa hjá þeim eða ekki. Það skiptir ekki máli. Allt sem skiptir máli er að þú tjáir þig við þá. Gildran, sem þú þarft að forðast að falla í, er eins konar sálrænt hrun; þú gætir bælt svo mikið innra með þér að þú veröir mannlegt svarthol, ólgandi en gefur ekki frá sér neinar upplýsingar. í Sporðdreka rísandi felst nokkurs konar stjarnspekileg þversögn: merkið sem hefur mestan áhuga á að komast inn að innstu kim- um sálarinnar fær það viðfangsefni að skapa ytra byrði persónuleikans! Samsetningin er ekki sjálfsögð en það sem gerist er að stíll þinn verður tilfinningaheitur og skoðar allt niður í kjölinn. Þú átt auðvelt með að horfast í augu við fólk. Þú myndar orkuvegg sem felur í sér ósögð skilaboð: „Milli okkar verður ekki um neitt fals að ræða. Segðu annaðhvort sann- leikann eða farðu." Sumir munu kjósa að fara! Aðrir munu samstundis finna hjá sér hvöt til að „játa“ eitthvað fyrir þér. „Ég hef aldrei sagt neinum þetta fyrr - en ...“ Þú þarft að upplifa mikinn tilfinningahita með fólki til að vera í jafn- vægi. ( lífi þínu þurfa að vera leikræn tilþrif; sannleikur og ástríður. □ 26 VIKAN 3. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.