Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 37

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 37
TEXTI: HALLGERÐUR HÁDAL HUGARÓRAR HALLGERÐAR Á BAK VID SKRÁARGATIÐ Mér er svo innilega of- aukið hér í Hrafna- nesinu. Það er á tæru að ég flyt að heiman fljót- lega. Baddi bróðir er svo rosa- lega frekjulega búinn að leggja allt svæðið undir sig og nýju bleikjuna sína. Við skulum bara gera okkur alvarlega grein fyrir því að það er ekkert hollt fyrir fjórtán ára saklausan ungling að verða vitni að þessu dónalega ástarflóði sem hér þrífst svo skammar- lega þessa stundina. Eins og maður viti ekki svo greinilega hvað þetta lið er að gera á bak við hurð allan lið- langan daginn. Það er sko ekkert verið að fela. Við skul- um bara athuga það að ef ég kíki svona sæmilega snöggt af og til á skráargatið er fyrir neð- an allar hellur það sem sést. Ég get svo svarið það að loþa- peysan hans Badda sést svo greinilega koma og fara í skráargatinu, þó þetta lið seg- ist vera að spila lúdó þegar ég rétt dett kannski með annað augað af og til á gatið. Það eru engin takmörk fyrir því hvað þetta kynóða lið býður manni upp á. Pabbi er alveg viss um að ef Baddi verður ekki settur í meiri háttar straff verði Hrafnanesið eins og barnaheimili í lok ársins. Mamma er svo rosa- lega hrifin af Badda og ég fæ ekki séns á neinu dekri þegar þessi padda er heima. Ég greip bara í „kerfi“ til minna ráða og sprengdi allt með því að koma þessu liði í algjört kast, þegar ég seldi nokkrum vinum aðgang að skráargatinu einn laugardaginn. Ég meina mig vantaði fimm þúsund kall í hvelli. Pabbi og mamma náðu einum gaurnum þegar hann í stressi gargaði: „Vá, hvað er að ske? Er njólinn alltaf svona rosalega upptekinn?" Pabbi reif svo svakalega í hnakka- drambið á gaurnum að við megum bara þakka fyrir ef hann verður ekki kærður fyrir að beita ungling í kurteisis- heimsókn ofbeldi af verstu tegund. Við skulum bara athuga það að Baddi gat svo innilega sleppt þessum stælum við bleikjuna og þá hefðum við aldrei þurft að hafa eftirlit með honum þarna í gegnum skrá- argatið. Þetta var, eins og sást svo greinilega, nauðsynlegt eftirlit enda má segja að ég sé búin að vinna fyrir toppnum sem mig vantaði fyrir árshátíð- ina I skólanum. Það vantar bara hundrað kall upp á. Ég má engan fá heim á næstunni og mamma er búin að hugga Badda svo ósmekk- lega að maður fær velgju af þessu ofdekraða liði með það sama. Viö skulum bara athuga það að þegar Jóu vinkonu vantaði tíu þúsund kall um daginn gekk allt upp í einum grænum. Pabbi hennar er með bað- brjálæði og enginn fær að komast að kerinu þetta heilu og hálfu dagana. Ég bara ráð- lagði Jóu að kaupa sér freyði- bað og leigja bekknum baðið um tíma. Nú, þegar tuttugu og fimm stykki voru búin að fara í bað og allir hinir lágu á skrá- argatinu á meðan varð gamli hlunkurinn svo trylltur að hann hefur þverneitað að nota karið síðan af ótta við líkþorn og vörtur. Jóa fékk því ekki bara peninginn heldur getur hún í fyrsta skipti farið þetta tvisvar þrisvar á dag I bað. Vonandi verö ég uppgötvuð fljótlega. SAM-ÚTGÁFAN S 813122 ENGINN GEÍUR VERIÐ ÁN HÚSA &HÍBÝLA 3.TBL.1992 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.