Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 48

Vikan - 06.02.1992, Page 48
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR INNSAEISNEISTAR SMJAÐUR aö er víst óhætt aö full- yröa aö fátt er óvið- kunnanlegra í sam- skiptum okkar en smjaður í einhverjum myndum. Yfir- menn verða oftar en ekki varir við hræsni þeirra sem telja þannig framkomu líklegan álitsauka og verða vonglaðir um árangur, ef sá sem smjaðr- að er fyrir sér ekki í gegnum það. Vissulega er hvers kyns sleikjuháttur rangt atferli og fremur vísbending um andleg- an hallærishátt en nokkuð annað. Það er sorglegt til þess að vita að nokkur sæmilega þokk- uð mannvera skuli velja það að skjalla aðra sjálfri sér til framdráttar. Mikið má vera ef einmitt þannig atferli er ekki fremur en nokkuð annað vís- bending um afar lágt og van- þróað sjálfsmat viðkomandi loftungu. Ef við erum kostum búin og nokkuð örugg um eig- ið ágæti þurfum við ekki að velja að niðurlægja sjálf okkur meö því að skríða fyrir öðrum með fleðulátum og öðru álíka atferli sem er taugaveiklunar- kennt og sjálfsniðurrífandi. Ef við teljum ávinning í eigin persónu þurfum við ekki að láta eins og við séum einskis virði nema að setja á svið framkomu og fas sem villir öörum sýn á ágæti okkar. Ef við kjósum ekki flaður þá verð- um við jafnframt að vera viss um að flestum fellur framkoma sem er tæpitungulaus betur en önnur og ómerkilegri, nema viðkomandi sé sjálfur óörugg- ur og vanmáttugur og hífist upp við skjallið. Vissulega getur verið upp- lyftandi og sjálfsnærandi að eiga athygli annarra vegna ólíkra ástæðna en þá þannig að ekki sé á bak við athyglina neins konar tvöfeldni í hugsun eða annars konar óhreinlyndi. Auður einstaklinga hefur oftar en ekki skapað skilyrði á ná- Það er sorglegt til þess að vita að nokkur sæmilega þokkuð mannvera skuli velja það að skjalla aðra sjálfri sér til fram- dráttar. lægð fólks sem leggur sig eftir sleikjugangi við viðkomandi auðkýfing í von um hvers kyns umbun, hvort heldur er í aur- um eða auknum metorðum. Vart er hægt að komast hjá að misbjóöa einhverjum þeim tilfinningum í sjálfum okkur sem eru göfugar og heiðarleg- ar ef við verðum ber að fleðu- látum. Þeir sem hafa öðlast almennar vinsældir og aukið hróður sinn heima eða heiman verða ákaflega oft varir við að á vegi þeirra verða Gunnur og Jónar sem gjarnan nota fag- urgala og óheiöarlegt skjall í von um athygli þess fræga, auk þess kannski að eiga um tíma kost á að skína undir glæstri sól viðkomandi. Hvert það atferli sem miðar að eigin útskúfun og ranghug- myndum um eigið ágæti er I eðli sínu rangt og því heldur hæpið að smjaður sé, þegartil lengri tíma er litið, líklegt til að auka við eðlilegan og heil- brigðan styrk manngildis við- komandi fleöurtungu. Gott er að venja sig á ein- læga og kærleiksríka fram- komu við samferðafólk sitt. Heiðarleg nærvera eða um- fjöllun okkar hvert við annað er ávinningur fyrir mannleg sam- skipti, en ekki atferli sem inni- heldur minnsta snefil af dyndil- mennsku sem þegar betur er að gáð veldur oftar en ekki vandræðum og veseni sem engan ávinning hefur í för með sér fyrir fólk og hana nú. □ !§ u / VfJ / KJKLÐi HÚS döRö þEGÆK R’AKl- UMDitL SK.iT / MÍLLÍ- EtAjiMá- SVfML e í r J) P1 HRF ys ,/ > S hKEMMTÍ- KRf\F T- / AJAJ V UE.ÍK /JÖ&U > i/ > L'" LEiT E-iAJS 5 iÐQ PRiK GAR- . DflA l Z s 7- > ÓTT/?5T \l R&h)DÍ ÖE TkA * > FUCsL KiT}DUM\ y 3 5T£F/J4 K\J6lÐ’Ð > > / 'z 3 y s /p 7 /WQAJ- 0 Lausnarorð 1-7 úr síðasta blaði: HRAUSTA 48 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.