Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 30

Vikan - 06.02.1992, Síða 30
Frh. af bls. 29 Það væri ef til vill auðveld- ara að telja upp það sem hún hefur ekki saumað. Manstu eftir einhverju sem þú hefur aldrei saumað? spyr blaða- maður og viti menn, Sólveigu varð svarafátt. Nei, hún mundi ekki eftirneinu í augnablikinu. Er ekki erfitt að lifa á því að sauma fyrir fólk og þurfa að selja framleiðsluna sjálf? „Handavinna hefur ekki ver- ið nógu vel metin til fjár enda hafa margar konur hana ein- göngu fyrir dægradvöl og sér til ánægju, sauma á börnin sín og sjálfar sig til að spara fata- kaup. Þegar selja á þessa saumavinnu kemur stundum babb í bátinn. Fólk vill ekki borga sanngjarnt tímakaup fyrir saumaskap enda hefur saumakonum ekki fjölgað mik- ið hin síðari ár. Ég valdi mér hins vegar þessa leið að vinna Sólveig Guðmunds- dóttir önn- um kafin heima í vinnu- stofunni. við þetta og sé ekkert eftir því. Ég er minn eigin húsbóndi en það er alveg rétt, þetta er ekki auðvelt starf en oft er nú gaman. Samskiptin við kaup- endur mína í Kolaportinu eru skemmtileg og það er mjög ánægjulegt þegar flík, sem ég hef saumað, tekst vel og við- skiptavinurinn er ánægður. Þá er ég líka ánægð. En ég er mikið ein, dálítið einangruð við þetta, en ég get þá breytt um áherslur ef mér finnst þörf á því. Það er svo margt hægt að gera. Ég rak verslun H. Toft á Skólavörðustíg í ein sex ár og fannst mér það vera lærdóms- ríkur tími fyrir mig. Þegar ég var á Skólavörðustígnum fékk ég oft skemmtileg og minnis- stæð verkefni. Ég var beðin um að halda námskeið í ís- lenskum búningasaum vestur í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Þetta voru miklar kjarnakonur sem tóku þátt í námskeiðinu og komu þær sér upp búning- um af miklum dugnaði. Þetta var alveg óskaplega skemmti- legt. Einnig saumaði ég vík- ingabúninga fyrir Hótel Loft- leiðir og var það mjög spenn- andi. Þetta tókst með góðri samvinnu þeirra ágætu aðila sem leituðu til mín með þetta verkefni. Við fórum í Þjóð- minjasafnið og til fleiri aðila til að afla upplýsinga um gerð þeirra og var síðan reynt að finna réttu efnin sem notuð voru fyrr á dögum, svo sem skinn, striga, vaðmál og fleira. Margt væri hægt að telja upp en einnig vann ég við skóg- rækt í fjölmörg ár og átti sú vinna vel við mig.“ Aðspurð um fjölskylduhagi heldur hún áfram: „Ég á föður á lífi, hann er nú orðinn 83 ára gamall og heil- mikið eftir af fionum enn. Svo á ég tvö uppkomin börn, tvö tengdabörn og fjögur barna- börn og finnst mér þau öll yndisleg. Það sem mig langar að gera núna er að vera svolítið betri við sjálfa mig og þá um leið gefa mér betri tíma með fólk- inu mínu. Mig langar að njóta meiri útiveru en ég geri en stundum fer ég í langar gönguferðir. Varðandi vinnuna mína hef- ur oft hvarflað að mér hvort ekki væri hægt að hafa mark- aðs- eða kynningardaga hérna heima í Ásgarðinum eða jafnvel tískusýningu í Kolaportinu eða annars staðar. Það er nú einu sinni svona í þessu lífi. Við þurfum aö glíma við það sem við erf- um og ölumst upp við. Einnig það sem við erum og viljum sjálf vera. Annaðhvort tekst okkur þetta eða tekst það ekki og við verðum að kunna að taka því. Ég á þá ósk að við sem erum samferða á þessari jörð getum verið hvert öðru betri en við erum. Það sem mér finnst mest um vert í lífinu er að vera sátt og geta unnið fyrir mér. Ég er sannfærð um að innra með okkur öllum búa lausnir á öll- um vanda okkar. Það hefur oft verið erfitt og krefjandi, lífið mitt, en það hefur líka oft verið verulega líflegt og gefandi." Með þessum orðum kveðj- um við Sólveigu og vitum að hún heldur áfram að vinna með huga sínum og höndum og gerir lífið á Islandi blæ- brigðaríkara. Það er hennar aðall. □ VERIÐ VELKOMIN OG GÓÐA FERÐ HEIM Við verðum í sumarbú- staðnum. Komið bara í heimsókn ... Ófáir hafa lát- ið sér eitthvað í þessa áttina um munn fara í góðra vina hópi um miðjan vetur og fundið síðan út að það er erfitt að vera tekinn á orð- inu... Jú, við höfum nóg pláss, heyrði ég Katrínu vinkonu mína segja. Komið bara. Það er ekki erfitt að finna þetta, þið keyrið... Ég sparkaði í fótinn á henni undir borðinu en hún sparkaði bara fast á móti og hélt áfram að lýsa leiðinni til þeirra. Hún hafði gleymt öllum fyrri „komið bara“ yfirlýsingunum sem höfðu endað með hörmung- um. Katrín er svo jákvæð og góðhjörtuð að hún kemur sér oft í erfiða aðstööu. Þau koma ekkert hvort sem er, segir hún alltaf daginn eftir. Það er bara maí og langt þangað til. Þau gleyma örugglega boðinu. Auðvitað komu þau, renn- blaut með hund og tvo krakka á matmálstíma. Börnin svöng og annað með hita og kvef. Þau ruddust þarna inn, eigin- maður hennar vissi ekki neitt og Katrín yfirgaf eldhúsið til þess að hengja upp rennblautt tjaldið þeirra. Það hékk síðan á sama stað í tvær vikur án þess að þorna. Veika barnið hélt vöku fyrir fólkinu í margar nætur. Hund- urinn hafði rekist á upplagða tík og spangólaði í nokkrar nætur. Tíkin gólaði á móti og enginn gat sofið. Þriðja morg- uninn stóð hann uppi á eld- húsborði og gólaði þegar Katr- ín fór fram úr. Hann var orðinn hálfvitlaus en það var Katrín reyndar líka. Gestirnir borðuðu þeirra mat (höfðu reyndar haft með sér eggjabakka og ost), sváfu í rúmunum þeirra, notuðu hand- klæðin þeirra (þeirra eigin voru rennandi blaut). Og þegar gestirnir sýndu ekki á sér fararsnið eftir fjóra daga fann eiginmaður Katrinar sér afsök- un til að skreppa í bæinn. Þar með hvarf hann og bíllinn með. Hinn karlmaðurinn í húsinu varð hundfúll: Hann nennti ekki að keyra en hann vissi að ef matarbirgöirnar yrðu ekki endurnýjaðar yrði enginn kvöldmatur og ekki vildi hann lána Katrínu bílinn. Katrín vonaði að langi innkaupalist- inn myndi hræða hann burt. Ónei, hann fékk lánaða pen- inga hjá Katrínu (hann átti enga) og fór og verslaði. Börnin rifust og úti helli- rigndi. Vinkonan fékk mígreni af inniverunni og þá fóru hún og eiginmaðurinn í langar gönguferðir og veiöiferðir nið- ur að á. Þau voru alltaf lengur og lengur í burtu. Síðan komu þau heim með kippu af smá- fiskum sem þau skelltu í vask- inn og sögðu þetta kvöldmat- inn handa liðinu. Ekki komu þau nálægt því að verka allan fiskinn, það gerði Katrín. Börnin grettu sig yfir lyktinni og báðu um spaghettí, vinkon- an kvartaði yfir brælu af steikta fiskinum. Allt var það eins. Loksins eftir tvær vikur fóru þau meö sælu'bros á vör og úthvíld. Þá voru fjórir dagar eftir af sumarfríi Katrínar og þá daga varð hún að nota til þess að þrífa og ganga frá bústaðnum undir veturinn. í kveðjuskyni höfðu „vinirnir" sagt sjáumst að ári! En Katrín hafði lært. Næsta sumarfrí verður utanlandsferð. Spyrjið sumarbústaðaeig- endur - ég tala nú ekki um bændur - hvort þeir kannist ekki við svona lýsingar. Kannski luma lesendur Vik- unnar á góöum sögum í þess- um dúr. Sendið okkur þá endi- lega línu. 30 VIKAN 3. TBL.1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.