Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 34

Vikan - 06.02.1992, Page 34
gaman af því aö koma á óvart, svona smáhrekkja, þú veist. Ég fann upp svo mikið af svo- leiðis trikkum en þú segir engum. Þú lofar því... Jæja, ætlarðu ekki að hafa myndir af mér með viðtalinu? Kannski litmyndir? Þær eru alltaf svo bráðskemmtilegar. Ég les mik- ið af myndablöðum, vissirðu það? Ég á líka allar Lukku- Láka bækurnar. Þær eru alveg bráðskemmtilegar.1' - Eiga sjónvarpsáhorfend- ur von á því að sjá þig í ann- arri dagskrárgerð en með Hemma? „Ja, það er aldrei að vita, vinur minn. Hugmyndirnar eru mýmargar en það er bara svo voðalega mikið að gera. Skemmtilegir dýraþættir kæmu til greina, þó ekki þessir bannsettu, ófétis pödduþættir. Ég vil bara leika í fallegum þáttum um svona venjuleg dýr. Enga þætti með bola- brögðum og svínaríi, þakka þér fyrir. Annars er alltaf verið að þjóða mér þætti út um allan heim, tilboðunum hreinlega rignir inn eða niður eða þannig. Mér finnst samt best að vera bara frægur í friði. Jaaaaaá, svona frægur í friði. Heyrðu, vinur minn, nú er kominn drekkutíminn minn, því miður. Ég hef alltaf með mér kaffi á brúsa og nokkrar vel smurðar samlokur svona til að hressa mig eftir erfiða þætti. Það er svo voða gott... Jæja, er þá ekki bara best fyrir þig að drífa þig? Þú átt eftir að skrifa þessi líka reiðinnar býsn um mig.“ Dengsi kallar ekki allt ömmu sína þegar frægðin er annars vegar en hann gerist allsnar- lega fámáll þegar stjórnandi þáttanna Á tali, Hermann Gunnarsson, kemur inn í bún- ingsherbergin ásamt fylgdar- liði. Það er farið vendilega yfir þátt kvöldsins, allar hliðar málsins ræddar. Stjórnandi út- sendingar, Egill Eðvarðsson, Dengsl og litháenska söngkonan Irena. „Kvenfólk er eiginlega eina fólkið sem mér er vel við að ónáði mig. Það er svo gaman að kenna stelpunum gripin.“ mikil ósköp, ég feröast mikið innan Hafnarfjarðar, já og svo fór ég um daginn í sólarlanda- ferð til Danmerkur. Það var voða gaman, ég hef svo mikil ítök í Danmörku af því ég er þaðan svona hálft í hvoru eða svoleiðis. Það var bara verst að fröken Rassmusen mis- skildi mig. Hún elti mig alla leið frá Köben í Fjörðinn og svo er hún alltaf að koma og trufla mig. Vill helst bara vera hér. Þetta er ansans árans vesen ... Jæja, er ekki ann- ars allt ágætt að frétta af Vik- unni? Mikið að gera og svona?" - Jú, þakka þér, nóg aö gera, en hvernig bar það til að þið Hemmi hittust og samstarf- ið byrjaði? „Jú, sjáðu til, vinur minn. Ég byrjaði hjá Sjónvarpinu löngu, löngu áður en Hemmi fæddist. Ég var svona að stússa í öllu, þú skilur. Mikið að gera og svona. Svo var ég sþóluvörður og raðaði upp öllu efni í Sjón- varpinu, þú veist svona í hillur. Svo var ég birgðavörður. Svo var ég ráðgjafi um alla skap- aða hluti hér á bænum og sá bara um þetta allt. Ég hef líka fengist svolítið við síma- vörsluna, þú veist, sá um að gefa öllum samband og svo- leiðis. Ég hef nefnilega alla tíð verið í svo góðu sambandi. Jaaaaaá, alltaf í svo góðu sambandi. Hann Hemmi minn var svo lengi sendill hér að mér fannst alveg kominn timi á að hann fengi að spreyta sig svolítið. Ég kenndi honum svo margt, skal ég segja þér. Þú veist það, vinur minn, að sjaldan fellur eggið langt frá hænunni ▲ Hemmi Gunn hitar upp fyrir þáttinn - í þetta skiptið með bráð- hressu fólki frá Selfossi. „Það er ekki ónýtt að hafa svona fólk með sér í sjón- varpssal. Góð stemmning hér skilar sér heim í stofur heimilanna. Það er ekki spurning,“ segir Hermann. eins og sagt er svo þetta lá bara beint við. Svo varð hann snemma svo frægur, hann Hemmi minn, þannig að við vorum strax svo góðir saman að skemmta. Það byrjuðu allir að tala um okkur strax. Við vorum svo góðir. Jaaaaaaá, svo gríðarlega góðir... Jæja, þú ert alltaf í boltanum eins og Hemmi, er það ekki?“ - Nei, reyndar ekki, en hvernig stendur á þessum dýr- um sem koma fram í þáttun- um? Þú birtist alltaf með dýr undir lok þáttanna. Hvað merkir það? „Jú, sjáðu til, vinur minn. Ég hef alla tíð fylgst afar vel með í dýraríkinu. Þessi fénaður er mínar ær og kýr og mér fannst endilega að hann Hemmi minn þyrfti svona smáupplyftingu í lokin á þáttunum. Þetta eru mestu meinleysisgrey og hafa bara gaman af þessu. Þau þekkja Hemma vel og svona, eru ánægð eftir „sjóið". Maður á að gera eitthvað fyrir dýrin. Það borgar sig. Ég hef líka alla mína hunds- og kattartið haft fer yfir það sem tókst vel, sum atriðin máttu betur fara. Þann- ig gengur það fyrir sig þar sem fagmenn eru að verki í já- kvæðu andrúmslofti með létt- leikandi liði. Mesti og besti fag- maðurinn - að eigin sögn - vinur okkar, hann Dengsi, leggur ekki eitt orð til málanna. Hann þegir þunnu hljóði enda má hann ekki vera að því að tala þegar hann snæöir sam- lokurnar sínar. Gestir kvölds- ins yfirgefa staðinn með bros á vör og eru kvaddir með virkt- um. Svona er þá Sjónvarpið að innan. Hemmi Gunn hefur stjórnað þáttunum Á tali í bráðum sex- tíu skipti og hefur haldið flugi vel. í seinni tíð hefur enginn sjónvarpsþáttur hér á landi náð jafnalmennum vinsældum eins og skoðanakannanir sýna. Það er orðið þrautþjálfað lið sem stendur að baki hverj- um þætti, margir tugir manna sem vinna saman eins og vel smurð vél. Afþreyingarefni er auðvelt að gera illa úr garði, þeim mun meiri vandi að koma því til skila svo það „renni í gegn" eins og ekkert sé eðli- legra og menn hafi gaman af. Hermann ber gott skynbragð á þetta og hefur sem stjórnandi skilað hlutverki sínu frábær- lega vel. „Léttleikinn er viðfangsefni sem er viðkvæmt í sjónvarpi. Ég er svo heppinn að eiga hér góða að sem eru með á nótun- um og leggja sig fram. Auðvit- að er það heildin sem skilar út- komunni og ég hef aldrei verið yfir það hafinn að þiggja góðar ráðleggingar og hafa opin augun fyrir því sem gerist í kringum mig á hverjum tíma. Það eru í raun ótrúlega margir sem hafa komið við sögu í þessari dagskrá. Dengsi kall- inn er einn af þessum maka- lausu karakterum - einn sá allra skrautlegasti sem ég hef hitt um ævina og hef ég nú kynnst þeim mörgum sem ekki eru eins og fólk er flest. Hann litar þetta vel og kryddar," seg- ir Hemmi og hlær við. „Það er sko ekki dónalegt að hafa jafn- víðförlan og reyndan mann við hliðina á sér, mann sem er aö sönnu lifandi skemmtiatriði og kann frá hreinlega öllu að segja. Manni leiðist ekki í ná- vist hans, svo mikið er vist. Já, já, þetta er auðvitað allt saman dagsatt sem hann er aö segja. Það dregur ekki nokkur maður í efa. Umburðarlyndið sakar ekki. Er ekki best að hafa þetta eins og hann vill og segir sjálf- ur - leyfa honum að hafa frægðina í friði?“ □ 34 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.