Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 61

Vikan - 06.02.1992, Page 61
FYRIRMYNDIN DAVÍÐ „Mér finnst mjög skemmtilegt aö teikna svona myndir, sér- staklega af Davíö því hann hefur mjúkar og skemmtilegar andlitslínur," segir Arnþór, brosir út undir eyru og segist sjá öll þessi svipbrigöi í huga sér, þau séu ekki teiknuð eftir myndum. Viö höfum fyrir fram- an okkur mynd af forsætisráð- herranum meö exi og fótkúlu aö hætti fanga sem Arnþór segir tákna þaö að Davíð virö- ist geta allt. „Þaö hefur ekkert meö pólitík að gera aö ég teikna margar myndir af Davíö,“ svarar Arnþór þegar hann er spuröur hvort ráðherr- ann sé eitthvert átrúnaðargoð í hans augum. Kímnin, sem fylgir svarinu, er afdráttarlaus. Nú eru tuttugu ár síðan Arn- þór Hreinsson, þá sjö ára gamall drengur, hóf aö rækta listhæfileika sinn. Hann stund- aöi nám í Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands til tuttugu og tveggja ára aldurs, hóf þá störf við auglýsingateiknun en fékk nóg eftir tvö og hálft ár. Þetta var ekki hans deild og hann segist frekar vilja koma hug- myndum sínum á blaö I full- komnu frelsi listamannsins, af nógu sé að taka, hugmyndun- um Ijósti niður í sig og þær eigi sér yfirleitt ekki fyrirmyndir í raunveruleikanum, að Davíð Oddssyni auðvitaö undan- skildum. STRÍÐIR STRAUMAR Fyrsta myndasagan eftir hann birtist í Vlsi fyrir fjórtán árum og slðan hafa persónurnar streymt frá huga hans, í gegn- um pennann, pensilinn eða hvað sem fyrir valinu verður og á pappírinn í stríðum straumum. Hann segist eiga aragrúa teiknimyndafígúra sem tilbúnar séu til stórræð- anna. Þá geymir hann sögurn- ar í kolli sér þar til óskir um þær berast. Hann semur þær allar sjálfur en segir að þær þurfi að þýða yfir á lesmál vegna þess að orðaforði hans í talmáli sé ekki eins auðugur og táknaforðinn. Síðastliðið ár hefur hann helgað sig myndlistinni, það er að segja þeim þætti hennar sem snýr að málverkum og slíku. „Ég mála allar möguleg- ar stefnur, til dæmis abstrakt, geometrisma sem er listsköp- un í formi þríhyrninga og Teiknlngar Arnþórs eru flestar fullar af Iffi og litum svo næst- um sætir undrum að þær haldist kyrrar á blaðinu. 3. TBL. 1992 VIKAN Ó1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.