Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 14

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 14
TEXTI: JOHANN GUÐNI REYNISSON / LJOSM.: YMSIR ▲ Valdimar Jónsson, yfirlögregluþjónn, rifjar upp skondna sögu meðan Jóhann S. Marteinsson, varðstjóri, gluggar í minnisstæð mál. ◄ Lögregluliðið í Kópavogi í fullum skrúða. Ásgeir Péturs- son, lögreglustjóri, er fremstur fyrir miðju með yfirlögregluþjónana sinn á hvora hönd. - og margt fleira kemur fram í opinskárri umrœðu um þetta erfiða starf Lögreglan. Orðið eitt fær hárin til að rísa á sumum, einhverjir blóta í laumi meðan aðrir fyllast örygg- iskennd. Þeir síðasttöldu eru, sem betur fer, lang- stærstur hluti þjóðarinnar, löghlýðnir borgarar sem treysta lögreglunni fyrir sjálfum sér og öðrum. Þeir sem hafa hreina samvisku þurfa ekkert að óttast, ísland er ekki lögregluríki og hin vandasama með- ferð viðkvæms valds er undantekningalítið í örugg- um höndum. Flestir íslendingar hafa þó einhvern tímann þurft að leita til lögreglunnar, sumir til að láta fjarlægja óboðna gesti úr híbýlum sínum, svo sem eins og geitunga og nagdýr. í alvarlegri tilvikum, þar sem lífshætta steðjar að mönnum, við slys eða mannlega ógn, bregst lögreglan ávallt skjótt við til bjargar fólki úr helgreipum örvæntingar. Mörgum hættir til að stíga um of á eldsneytisgjöfina og þá leitar lögreglan til þeirra. 14 VIKAN 3. TBL.1992 .f hér ætti að telja upp öll þau tilvik sem ; |—' löggæslumenn þurfa að hafa afskipti I af myndi upplag Vikunnar næstu r J fimmtíu árin ekki duga til. Mannlífinu |_____| fylgja sífellt óvæntar uppákomur og fjölbreytileiki þess er óendanlegur. Engin tvö tilvik eru nákvæmlega eins og við hverju og einu þarf mismunandi viðbrögð. Þegar mikið er um að vera getur verið erfitt að taka afstöðu, ákvörðun og framkvæma samkvæmt því. Oft eru aðstæður líka þannig að lögreglan þarf aö skerast í leikinn, taka af skarið og leysa úr mál- um með þeim hætti að á engum sé brotið, mál- ið standist fyrir dómi og síðast en ekki síst þannig að sem minnstur skaði - og helst eng- inn - sé hlutaðeigandi aðilum búinn. Kylfa og handjárn eru til dæmis vandmeðfarnir hlutir og alls ekki á allra færi að beita slíkum tólum þeg- ar nauðsyn ber til. Þegar lögreglumaður klæðist einkennisbún- ingi sinum má nánast segja að hann sé eins og gangandi jólatré, með honum er fylgst líkt og slíkt fyrirbæri hafi aldrei sést áður á ferð um jarðkúluna. Allar gerðir hans eru grandskoðað- ar og allt sem hann segir er iðulega greint ofan í kjölinn því mörgum er Ijúft aö finna einhvers staðar smugu í framburði lögreglumanns þar sem troða má aðfinnslum og hnekkja honum. Vikan er á þessari erfiðu lögregluvakt og við veltum fyrir okkur breytingum á starfi lögreglu- manna í tímans rás, meðferð valdsins, eftir- minnilegum atvikum og skemmtilegum sögum ásamt mörgu fleiru. Margt skondið ber á góma enda tilbrigðin mörg við lögreglustef mannlífs- sinfóníunnar. KÓPAVOGSLÖGGAN Við leitum á náðir lögreglunnar í Kópavogi og eigum áhugavert viðtal við Valdimar Jónsson yfirlögregluþjón. Við kynnumst meðal annars eftirminnilegustu atvikum hans í starfi og við þá sögu Valdimars kemur einnig Jóhann S. Marteinsson varðstjóri. Þeir eiga sameiginlega minningu sem aldrei líður þeim úr minni og reyndar tengist Jóhann beint því atviki enn í dag. Við komum nánar að þessu síðar en setj- umst nú niður í rúmgóðri skrifstofu Valdimars, löggukaffið er á sínum stað og símarnir þrír, sem taka reyndar ekkert tillit til blaðamanns og hringja látlaust allan tímann. Sem betur fer færir þó ekkert símtalanna neinar ógnarfréttir. - ^^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.