Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 16

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 16
Lögreglubílar fyrri tima koma við sögu enda athyglisverðir gripir hvar sem til þeirra sést. Þegar Valdimar hóf störf í lögreglu voru einungis skófla, skrúflykill og klippur i skottinu. Nó er öldin önnur. kápunni niður í stígvélin þannig að menn voru oft stígvélafullir af vatni I þessu. I frostum fengum við að vísu kuldafrakka og stóðum við þetta tvo tíma í einu, sex tíma annan daginn og fjóra tíma hinn, enda staðan skilyrt í starf- inu. Á þessum tíma var miöbæjarkjarninn niðri við Nýbýlaveginn, þar voru verslanir eins og Blómaskálinn og þá var Byko að byrja í skúr þarna. Engin gjá eða brýr voru þarna líkt og nú er þannig að þjóðvegurinn suður úr lá þvert á helstu leiðir milli austur- og vesturbæjar. Því þurfti góða gæslu til að vegfarendum, sérstak- lega gangandi, væri ekki bráð hætta búin þeg- ar þeir þurftu að fara yfir þennan fjölfarna veg. Þá voru vaktirnar þannig að menn voru á dagvöktum frá sjö til nítján og ef þannig stóð á að menn kláruðu dagvaktina klukkan sjö á sunnudagskvöldi þurftu þeir að mæta á nætur- vakt um miönættið. Þetta þætti stíft í dag,‘‘ segir Valdimar brosandi enda liðin tíð. Hann segir þessar brautarstöður hafa verið með verstu verkum sem lögreglumenn í Kópavogi gegndu þá. „Þetta var bæði þreytandi og leiðinlegt," bætir hann við en segir þó þann kostinn hafa verið á þessu að lögreglumenn kynntust borgaranum betur en nú gengur og gerist. Þá hafi fólk verið mun meira gangandi á ferð og margir sem voru að bíða eftir strætis- vögnum gáfu sig á tal við lögreglumanninn sem þar stjórnaði umferðinni. GAMU RÚSSAJEPPINN Valdimar segir lítið hafa breyst í raun hvað starf lögreglunnar varðar. Þó hafa komið inn ný tæki og tól sem breytt hafa starfinu og þar ber fyrstan og frægan að telja radarinn. „Þá voru ekki komin slík tækí en önnur störf voru ekkert ósvipuð. Næturvaktir höfðu nýverið verið tekn- ar upp þegar ég byrjaði og menn héldu uppi eftirliti með umferð og eignum manna í svipuð- um dúr og nú er.“ Hann minntist á tækjakost og heldur áfram á því sviði en nú eru það lög- reglubílarnir sem um skal rætt. „Fyrsti lögreglubíllinn, sem ég starfaði á, var fram- byggður Rússajeppi sem komst nú ekki hratt. Sem dæmi um það þá var einn kollegi minn einu sinni að elta bíl norður Hafnarfjarðarveg og í brekkunni upp í Öskjuhlíð kom annar keyrandi upp að hliðinni á honum, flautaði mik- ið og benti upp á þak Rússajeppans. Þá streð- aði lögreglubíllinn með sírenur og rauð Ijós sem hinn hélt að lögreglumaðurinn hefði gleymt að slökkva á og væri bara að dóla þarna í fyrsta gír. En lögreglumaðurinn var þá alveg á útopnu að elta einhvern bíl sem hann ætlaði að stoppa. Svona var nú tækjabúnaður- inn í þá daga," segir Valdimar og hláturinn sýður í honum. Fljótlega gátu lögreglumenn í Kópavogi tek- ið gleði sína í bílamálum því þá kom Chevrolet Van, þekkt fyrirbæri undir nafninu Svarta María. „Þessum bílakosti er nú ekki saman að jafna við það sem nú tíðkast. Keyrslan er mun meiri og til dæmis er heildarkeyrsla á lögreglu- bílum hér eitthvað um tvö hundruð þúsund kílómetrar. Þá voru malargötur hér, illar yfir- ferðar þannig að bílarnir entust illa.“ Valdimar finnst reyndar svolítil kaldhæðni felast í því að þá voru menn aö berjast fyrir að fá göturnar malbikaðar og þegar því var náð kom upp hraðavandamál þannig að menn tóku upp á því að setja sjálfir ójöfnur á göturnar. En án spaugs þá er hraðinn eitt helsta umferðar- vandamálið í Kópavogi og einn af höfuðþáttum starfa lögreglunnar að stemma stigu við honum. ENGIN LEÐURSÓFASETT Húsakosturinn hefur einnig breyst til batnaðar. Árið 1967 var lögreglustööin í tveimur her- bergjum að Digranesvegi 10. Þá sátu menn ekki í leðursófasetti og horfðu á sjónvarpið þegar stundir gáfust milli stríða líkt og kostur gefst á nú. Þetta má þó ekki skilja sem svo að lögreglumenn bæjarins eyði flestum sínum stundum fyrir framan skjáinn. Valdimar segir að líkt og fyrr á tímum sé starfsmönnum hans haldið vel að störfum og eftir því gengið að menn sinni eftirliti ekki síður en útköllum. Við komum að því síðar. Hann man einnig eftir Ijósritunarvél sem þá þegar var orðin gömul og ákaflega frumstæð. Svo var sími vitaskuld en þar með er það upp talið. Það er af sem áður var. Nú eru tölvur í öllum herbergjum lögreglu- stöðvarinnar í Auðbrekku 10 og „allt til alls“, svo notuð séu orð Valdimars sjálfs. „Allur þessi búnaður, sem er í bílum okkar núna, samanstendur af ótal atriðum sem ná yfir tvær síður, eitthvað svoleiðis," heldur Valdimar áfram og getur nú ekki annað en brosað að þessum samanburði við gamla tím- ann þegar farangursgeymslur lögreglubílanna innihéldu ekki annað en skóflu, skrúflykil og klippur. Þá hefur Kópavogslögreglan aðgang að björgunarbáti Hjálparsveitar skáta og segir Valdimar aö oft hafi verið gripið til hans því mörg útköll berist vegna vandræða á Kópa- voginum sjálfum. Einnig hefur embættið birgt sig upp af búnaði til björgunar úr ísvökum, meðal annars eru stjakar ávallt til taks í bílun- um og stigar tiltækir á stöðinni. GJÖRBREYTT ATFERLI Frá því að Valdimar byrjaði í lögregiunni finnst honum atferli borgarans hafa gjörbreyst, ekki síst vegna þeirra breytinga sem bærinn hefur tekið. Bæjarbúar voru mun færri, fyrirtæki voru sárafá og hann segir Kópavog þá hafa verið nánast svefnbæ. Nú eru íbúar bæjarins nær sautján þúsund og verkefni lögreglunnar hafa aukist heldur betur. Til dæmis voru skráð verk- efni árið 1990 hátt á tólfta þúsund. Það er því fleira gert en sofið í Kópavogi nútímans. Mannaflinn, sem sinnir þessum útköllum, eru fjórir menn að jafnaði, hvort heldur sem er að nóttu eða degi nema hvaö tveir menn bætast við á helgarnóttum. Þetta er hvergi nærri nóg þegar fjöldi útkalla á einum sólarhring getur farið upp í fimmtíu eða þar yfir og varla á valdi fjögurra eða sex manna eftir atvikum, á tveim- ur bílum að leysa úr slíkum fjölda mála af öll- um stærðum og gerðum. Aðspurður um hvort Kópavogur sé ekki ró- legur bær svarar Valdimar því til að stundum sé lítið um að vera en svo sé eins og allir þurfi að rjúka til og gera einhverja bölvaða vitleysu á sama tíma. Þannig komi útköllin oft eins og í öldum og svo hafi þetta verið í gegnum tíðina. Vegir mannanna eru ekki rannsakanlegir frek- ar en skapara himins og jarðar og lítið um skýringar hvað þetta varðar. VANDAMÁL UNGLINGANNA Hvað um unglingana og þeirra vandamál? „Unglingar í Kópavogi núna eru ósköp venju- legir unglingar og þeir eru margir. Að mínu viti háir þeim að þeir hafa ekkert við að vera. Það er enginn unglingaskemmtistaður hér líkt og áður var nema hvað skólarnir eru öðru hverju með dansleiki og ég held að meira hafi verið reynt að gera fyrir þá hér áður. Til dæmis voru haldnar skemmtanir í Félagsheimili Kópavogs fyrir unglinga og þeim þótti virkilega gott að sækja þær. Þeim var sagt að meðan engin vandræði hlytust af þessu yrði því haldið áfram og pössuöu það mjög vel sjálfir. Á þessum tíma urðum við í lögreglunni mjög lítið vör við unglingana. Þannig tel ég að byggja þurfi upp einhvern svona stað sem unglingar hafa áhuga á að sækja og finna einhverja ábyrgð sjálfir við að halda honum í lagi. Það er helsta leiðin að mínu mati til að þeir finni sér einhvern farveg því það er lítið vit í því að reyna að troða upp á þá einhverju sem litill áhugi er fyrir. Þá mæta þeir ekki. Seinni part síðastliðins árs var gríðarlega mikið um skemmdarverk og gauragang í unglingum, sem ég held að sé einhvers konar uppreisnarandi í þeim vegna þess að þeir hafa ekkert við að vera. í þessum slag hafa skólar og dagvistarheimili orðið einna verst úti, fyrst og fremst held ég vegna þess að þær bygging- ar eru í eigu bæjarins og unglingarnir virðast vera að mótmæla aðstöðuleysi með þessu 16 VIKAN 3. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.