Vikan


Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 10

Vikan - 06.02.1992, Qupperneq 10
É6 HIITI ÍSBJÖRC, É6 IR LJÓN co BOÐSKAPUR VERKSINS ER MJÖG ÞARFUR - SEGIR BRYNDÍS PETRA BRAGADÓTTIR „Mér finnst ísbjörg ósköp brjóstumkennanleg. Hún er samt sem áður vongóð og trúir á hið góða, trúir á betri heim og býr sér iíka til betri heim. Hún flýr inn í draum eða eins og hún segir sjálf: „Ég átti mér annan og lifandi heim.“ Hún flýr fullkomlega inn í annan veruleika til að útiloka það sem er vont,“ segir Bryndís Petra Bragadóttir sem leikur ísbjörgu ásamt Guðrúnu Gísladóttur. - Hvað viltu segja um uppeldi hennar? „Fjölskylda hennar hefur auövitað mest mót- andi áhrif á hana. Hún fær tvöföld skilaboð í uppeldinu en að hennar áliti er pabbi hennar góður og hún hlýðir honum frekar en mömmu sinni, þó hún átti sig ekki á því fyrr en löngu seinna. Annars fær hún mjög sérstakt uppeldi þvi fjölskyldan er einangruð innan veggja heimilisins. Heima hjá sér er hún að vissu leyti örugg en í skólanum finna krakkarnir að hún er öðruvísi og hún finnur það sjálf. Hún heldursig því út af fyrir sig.“ - Heldurðu að það séu margir einstakl- ingar likir ísbjörgu? „Já, ég er hrædd um það, fólk sem mótast ekki endilega við sömu heimilisaðstæður og hún en á það hins vegar sameiginlegt að það hefur ekki fengið kærleiksríkt uppeldi, hefur þurft að sjá um sig sjálf og bera ábyrgð á sér frá unga aldri. Það hefur þurft að berjast áfram af eigin rammleik í lífinu og er því hættara við að leiðast út á villigötur." - Nú er meðal annars fjallað um vændi í þessu verki. Heldurðu að það sé algengt í okkar samfélagi? „Já, ég held það sé miklu meira um það en við höldum. Ég hef þó ekki orðið vör við það sjálf enda á ég það kannski sameiginlegt með ísbjörgu að trúa á hið góða í öllu.“ - Heldurðu að verkið lýsi íslenskum veruleika? „Ekki bara íslenskum, þessir hlutir eru að gerast um allan heim. Allt heimilisofbeldi virðist byggjast á ákveðnu munstri sem er eins alls staðar í heiminum. Þetta getur myndað félags- legan arf sem gengur í gegnum margar kyn- slóðir. Það er erfitt að rjúfa þann hring því fólk leitar í það sem það þekkir og það veitir því ákveðna öryggiskennd þó það sé því ekki fyrir bestu. í bókinni er þung undiralda. Það má segja að hún sé eins og gjafapakki í fallegum umbúðum en undir niðri er óhugnaður sem lesandinn skynjar jafnvel meira ómeðvitaö. Sumir hafa ekki einu sinni komið auga á það í bókinni að faðir hennar misnotar hana. Þetta efni er vandmeðfarið og erfitt að koma því til skila, mér finnst því stundum eins og við séum með lítinn gullmola í höndunum sem við þurf- um að fara ofur varlega með. Ég held að boð- skapur verksins sé mjög þarfur. isbjörg býr við ákveðna einangrun sem er ofbeldi í sjálfu sér. Hún flýr inn í drauminn, býr við ákveðna sjálfs- afneitun og ber litla virðingu fyrir sjálfri sér. Hún er full af sektarkennd og telur sér trú um að það sem kemur fyrir hana sé henni sjálfri að kenna.“ - Hvað heldurðu að sé hægt að gera til að koma í veg fyrir heimilisofbeldi? „Ég held að uppeldi og fyrstu ár ævinnar skipti mestu varðandi persónuþroska hvers og eins því þar eru lagðar mikilvægar undirstöður. Lífsgæðakapphlaupið hjá okkur er orðið sjúk- legt, svo og verðmætamatið, því lífsgæðin fel- ast ekki í dýrum hlutum eða utanlandsferðum. Við erum alin upp í því að eyða peningum og að það sé hægt að kaupa allt fyrir peninga. Mikill og vaxandi fjöldi einstæðra mæðra veld- ur einnig ákveðnum vanda því þær geta ekki valdið fyrirvinnuhlutverkinu og uppeldinu sam- tímis. Það skapar einnig ákveðin vandamál hvað það er erfitt að koma sér upp húsnæði hér á landi því ómæld orka og peningar fara í að koma sér því upp.“ n 10 VIKAN 3.TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.