Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 25

Vikan - 06.02.1992, Page 25
láta sig dreyma og þrá. Meðal þekktra íslenskra Fiska eru Ingólfur Guðbrandsson, ferðamálafrömuður og kór- stjóri, leikarahjónin Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson, kvæntur Krabbanum Bryndísi Schram, Val- garður Egilsson, leikskáld og læknir, kvæntur Sporðdrekanum Katrínu Fjeldsted, Helgi Þor- gils Friðjónsson myndlistarmaður, Ólöf Kol- brún Harðardóttir söngkona og Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Meðal þeirra sem hafa Mars (framkvæmda- orku) í Fiskum er að finna söngvarana Bubba Morthens, Megas, Olöfu Kolbrúnu Harðardótt- ur og Ragnhildi Gísladóttur, auk forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, sem eins og kunnugt er var leikhússtjóri Leikfélags Reykja- víkur um árabil. FÓSTRUR MANNKYNS Krabbadýrið er táknrænt fyrir ýmsar hliðar Krabbanna. Krabbar eru til dæmis bæði land- og sjódýr og Krabbafólk á auðvelt með að lifa jarðbundnu lífi en færa sig inn í ímyndunar- heim. Krabbadýr hafa einnig harða skel sem ver viðkvæman maga. Krabbafólk getur virst hörkulegt til að fela viðkvæmni sína. Þeir eru viðkvæmt og feimið fólk sem vill sýnast meiri hörkutól. Krabbar eru eins konar fóstrur mannkyns og veita gjarnan orku sinni inn I döpur hjörtu. Þeir geta þó sýnt óhóflega væmni sem stuðar þá er harðari eru. En hjörtu þeirra eru yfirleitt á rétt- um stað. Krabbar lifa fyrir börnin sín rétt eins og allar mæður. Þeir virðast því fórnfúsir en stynja stundum: Öllum er sama um mig, eng- inn skilur mína þörf fyrir umhyggju. Þeir eiga til að vorkenna sjálfum sér og hlúa vel að gremju sinni. Allir Krabbar leita innblást- urs í fortíð fremur en að líta fram á veginn. Þeir eru því íhaldssamir í tilfinningum og verður æ verr við breytingar með aldrinum. Allir Krabbar hafa sterka fjölskyldutilfinningu. Án ættingja eru þeir sem ófullgerðir, með þeim blómstra þeir. Sigurður Sigurjónsson leikari er að mörgu leyti dæmigerður Krabbi. Hann þjáðist af feimni sem barn, leikur og skapar oft lokaða persónuleika, er áberandi barngóður og mikill fjölskyldumaður. Séra Sigurbjörn Einarsson biskup er líka Krabbi. Af honum stafar mildi og manngæska sem má til sanns vegar færa að sé aðalsmerki Krabbans og sú alltumvefjandi hlýja sem einkennir þetta móðurlega merki. Ein þekktasta fóstra veraldar, Díana prinsessa af Wales, er í Krabbamerkinu, gift Sporðdrek- anum Karli erfðaprinsi. DULSPEKI OG LEYNDARDÓMAR SÁLARLÍFSINS Sporðdrekinn er nefndur eftir litlu eyðimerkur- dýri með eitraðan brodd á halanum. Sporð- drekafólk getur virst ómennskt meðan það bíð- ur færis að kasta sér á fórnarlamb sitt. Nánast allir Sporðdrekar eru ákaflyndir og með hvasst augnaráð. Þeir finna hjá sér hvöt til að fara fram á ystu nöf og lengra. Þetta gerir Sporð- dreka svolítið skelfilega og þeir geta verið það. Framkoma þeirra er torræð svo fólk veit ekki hvað þeim finnst. Og fiestir Sporðdrekar njóta bardaga upp á líf og dauða - aöstæðna þar sem reynir á þanþol þeirra til hins ýtrasta. Þeir reynast þó frábærlega í neyðartilfellum og þegar um velferð annarra er að ræða sýna þeir samstarfshæfni. Að öðru leyti blanda þeir illa geði við fólk og fara viljandi einförum - eins og þeir viti að þeim sé ætlað sérstakt hlutskipti. Allir Sporðdrekar sögunnar, svo sem de Gaulle, Richard Burton, Picasso og Charles Bronson, hafa þessa köllunartilfinningu. Án markmiðs og innri reglna eru þeir sjálfum sér og öðrum til ama en hafi þeir markmið eru þeir ósigrandi. Pláneta Sporðdrekans er Plútó, hin skugga- lega pláneta atómorkunnar. „Lífið er ömurlegt og svo drepst rnaður." Þessi orð má hvarvetna finna á spjöldum og kaffikrúsum. Tilgangs- leysi. Við gerum grín að þvi eins og flestum ógnvekjandi hugmyndum. Þetta er ríki Plútós: allt sem skelfir okkur svo mikið að við verðum að fela okkur fyrir því. Dauði. Sjúkdómar. Okk- ar eigin skömm. Kynhneigð, að vissu marki. Plútó byrjar á því að biðja okkur að horfast í augu við okkar eigin sár, einarðlega og heiðar- lega. Takist okkur það býður hann okkur leið til að skapa bjargfasta tilfinningu fyrir tilgangi með lífinu. Aðferðirnar eru ýmsar en þær eiga ávallt eitt sameiginlegt: hinn háleiti stígur Plútós hefur ávallt i för með sér viðurkenningu á einhverjum sammannlegum tilgangi meö líf- inu. HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI Allt dularfullt höfðar til Sporðdrekans. Leyni- lögreglusögur og morðgátur heilla marga, aðrir hrífast af dulspeki eða leyndardómum sálar- lífsins. Erlendur Haraldsson dulsálfræðingur er Sporðdreki, sömuleiðis Amy Engilberts spákona og Hafsteinn Björnsson miðill. Sigur- jón Björnsson sálfræðingur er rísandi Sporð- dreki. Meðal þeirra sem hafa hugsun (Merkúr) í Sporðdreka eru Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglustjóri, Einar Kvaran, skáld og dulspeking- ur, Sigvaldi Hjálmarsson dulspekingur og Steinn Steinarr skáld. Sporðdrekinn tengist áttunda húsi sem með- al annars er táknrænt fyrir krufningu - að kryfja, en einnig fyrir kynlíf, völd og sálrænt samstarf. Það var þvi nánast skrifað í stjörn- Rómverskt listaverk frá því á 2. öld. Sagt tll um örlög nýfædds barns. Ljósmóðirin sýnir móður- inni barnið á meðan tvær konur spá í stjörnurnar og segja til um framtíð þess. umar að fyrsti kynfræðingur íslendinga skyldi koma úr Sporðdrekamerkinu. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er þvf í Sporðdreka-„geira“, ef svo má segja. Elísabet Jónsdóttir skrifaði á sinum tíma kynlífsráðgjöf í Þjóðviljann og Flosi Ólafs- son kemur gjarnan inn á neðanþindarmálefni í pistlum sínum. Súpergrúppan Sykurmolarnir er sterk Sporðdrekagrúppa, bæði Björk og Ein- ar Örn eru Sporðdrekar enda eru einkunnarorð hljómsveitarinnar „heimsyfirráð eða dauði". Kraftakonurnar Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Gunnhildur Emilsdóttir á Grösum, Katrin Fjeld- sted læknir og Kristín Jóhannesdóttir kvik- myndaleikstjóri eru Sporðdrekar og sömuleiðis Valdís Gunnarsdóttir útvarpsmaður og Sig- þrúður Pálsdóttir myndlistarmaður. STJARNSPEKILEG ÞVERSÖGN Með sól í Fiskum horfistu í augu við stjarn- spekilega þversögn: tákn sjálfsins (sólin) tekur lit af því merki sem táknar að fara út fyrir sjálfið. Eitthvað innra með þér tærir í þér sjálfið, fyllir þig af tilfinningunni um að við séum öll andlegir apar, íklædd fullkomnum manna- fötum, sem höldum að við séum fasteignasal- ar, húsmæður og merkisfólk. Og svo er fólk hissa á því að þú hlærð alltaf á „óviðeigandi“ andartökum! Gættu þess sem innra með þér er. Sjáðu til þess að þú fáir daglega tíma til að fljóta inn ( lýsandi víðáttuna milli eyrna þér. Annars ferðu að „detta út“ á óþægilegum stundum: týna bíllyklum, fara framhjá afleggj- ara, missa þráðinn í samtölum. Mltaf í leiðinni Blómastofa Friöfinns SUÐURLANDSBRAUT 10 REYKJAVÍK SÍMI 31099 3.1BL. 1992 VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.