Vikan


Vikan - 06.02.1992, Síða 51

Vikan - 06.02.1992, Síða 51
ÞORSTEINN EGGERTSSON TÓK SAMAN Ólína var í heimsókn hjá spá- konu. Hvað getið þér sagt mér um framtíðina? spurði hún. Látum okkur sjá, mælti spá- konan spekingslega. Humm, í lok þessa árs kemur nýr maður inn í líf þitt, sagði hún svo. En æðislegt, mælti Ólína. Er hann myndarlegur, hvernig lít- ur hann út? Því get ég ekki svarað, sagði spákonan. Ég get ekki séð and- lit hans en hann vegur rúmlega þrjú kíló. Roskin hjón ætluðu að gista á hóteli en þar var ekkert laust her- bergi nema brúðarsvítan. - Það gengur ekki, við höfum verið gift f þrjátíu ár, sögðu þau við manninn í móttökunni. - Það skiptir ekki öllu máli. Þið voruð að borða í danssalnum í kvöld, var það ekki? Þau játtu því. - Og voruð þið nokkuð neydd til þess að dansa, sagði afgreið- slumaðurinn brosandi. Kalli fékk sér sundsprett í sjón- um en þegar hann kom upp úr aft- ur var búið að stela öllum fötunum hans nema hattinum. Hann lagði því niðurlútur af stað heim og skýldi viðkvæmasta bletti sínum með hattinum. Á leiðinni mætti hann tveim ungum stúlkum sem byrjuðu að flissa þegar þær sáu hann. Þá sagði hann: Kurteisar stúlkur hlæja ekki að manni í minni aðstöðu. Þá sögðu þær: Ef þú værir kurteis maður myndir þú lyfta hattinum þegar þú mætir stúlkum á leiö þinnil Ég þarf að fá vikufrí, ég ætla að fara að gifta mig, sagði mað- urinn við yfirmanninn. - En þú varst að koma úr þriggja vikna fríi. Gastu ekki gift þig þá? - Nei, þá hefði ég eyðilagt fríið. Svíinn var á ferðalagi í Eng- landi. Þau hjónin fóru inn á bar og hann ætlaði heldur betur að viðra enskukunnáttuna. Hann ætlaði að fá viskí og hún appelsínusafa. Hann sagði við þjóninn: One whisky - an do you have any use for my wife? FINNDU 6 VILLUR Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda 'lsAajq jnjaq sujsuueuj jnd|As ‘jbuub je munwnpi e uujujji ‘gjBjs ejeq u|ujpq ‘i6æ|jel) qusa jnjeq AU3SdnN QIQJO ‘|S|AnjQp je Qjnq e |66n|g STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Afstaða þín gagnvart metorðum er í eins konar endur- skoðun. Þú gætir fengið verð- skuldaða viðurkenningu 4. febrú- ar en því aðeins að þú hafir lagt réttan grundvöll að undanförnu. Gerðu hreint fyrir dyrum þínum 11. febrúar og búðu þig undir rifrildi eða ólgu þann 18. NAUTID 20. apríl - 20. maí Athygli þín og námshæfni eru með besta móti um þessar mundir og ástarmálin gætu tekið fjörkipp 7. febrúar. Andlegt ástand þitt er eins og best verður á kosið og því beinist áhugi þinn að við- skiptum og að sýna hvað í þér býr. Nú er um að gera að hafa augun opin. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Fjármál og skyldar skuld- bindingar halda athygli þinni gangandi fram í miðjan febrúar. Þú virðist reiða þig á stuðning annarra og viðmóti þínu er þannig háttað að þér gæti orðið töluvert ágengt. Sjálfstraustið gæti verið betra enda eru dagarnir hvers- dagslegir. /ÆA krabbinn '•/// 22. júní - 22. júlí ‘~ Úranus og Neptúnus deila með sér upphimni og hafa áhrif á viðkvæmni Krabbans. Þetta reynir á þolrifin, ekki síst með tilliti til hjónabands, sambúð- ar eða vináttu. Samt sem áður er tíminn á milli 9. og 18. febrúar vænlegur fyrir rómantik, ekki síst við fullt tungl þann 18. UÓNIÐ 23. júli - 23. ágúst Vinnan á hug þinn allan um þessar mundir og þú gefur heilsunni líka góðan gaum. Tæki- færin liggja í loftinu 6. og 7. febrú- ar en þó er ráðlegt að fara að engu óðslega - til dæmis þann 9. Besti tíminn fyrir ástir og rómantík er virku dagana 11. til 13. febrúar. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Mestöll orka þín fer í ást- vini og skapandi störf. Freistingar liggja í loftinu sem sjaldan fyrr enda fara tækifæri til ásta stig- batnandi til 18. febrúar. Sjálfs- traust þitt er með besta móti og þú treystir þér til að gera ýmislegt sem þér fannst óhugsandi fyrir nokkrum vikum. VOGIN 24. september - 23. okt. Úranus og Neptúnus hafa hamlandi áhrif á þig um sinn, nema hvað heimilið á mestalla at- hygli þína. Þetta fer svolítið í taugarnar á þér og gæti endað með rifrildi 18. febrúar þegar tunglið er fullt. Ekki uppbyggileg spá í bili en þetta á eftir að breyt- ast fyrr en varir. SPORÐDREKINN 24. október - 21. nóv. Áhrif himintunglanna gera það að verkum að þú virkar vel á fólk í þrem af hverjum fjórum stjörnumerkjum núna. Þú getur því vænst stuðnings áhrifafólks og vina og samskipti þín við fólk eru blómleg. Fullttungl 18. febrú- ar gæti beint athygli þinni að hag- stæðum viðskiptum. BOGMAÐURINN 22. nóvember - 21. des. Nú er lítið svigrúm til ævintýramennsku því að öllu al- varlegri mál eru í fyrirrúmi, flest tengd fjármálum og/eða afkomu almennt. 12. febrúar þarf að sýna sérstaka aðgát varðandi þessi mál. Næstu tveim vikum er best varið til að afla upplýsinga sem koma sér vel í viðskiptum síðar. STEINGEITIN 22. desember - 19. jan. Þú tekur eftir því að vin- sældir þínar aukast. Úranus og Neptúnus gera þig opnari fyrir áhrifum og reynslu sem þú hafðir ekki tekið eftir áður. Það er því ekki úr vegi að hressa upp á útlitið og koma ár sinni vel fyrir borð. Þetta er byrjun á skemmtilegu tímabili. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Satúrnus setur þér ákveðnar hömlur sem þér er illa við. Á meðan reynirðu að rækta með þér innra jafnvægi og ein- beita þér að trúnaðarmálum. Áhrif Júpiters virka hins vegar betur á þig, til dæmis í ástarmálum. Samt ertu á milli tveggja elda I bili. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þú fylgir markmiðum þín- um eftir fram að miðjum mánuði. Eftir það hefurðu nóg að gera á bak við tjöldin. Ýmislegt spenn- andi virðist vera i uppsiglingu og því veltirðu fyrir þér hvað næstu tólf mánuðir gætu borið í skauti sér. Kvíddu engu því það er bjart framundan. 3. TBL. 1992 VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.