Vikan


Vikan - 06.02.1992, Page 6

Vikan - 06.02.1992, Page 6
TEXTI: VALGERÐUR JÓNSDÓHIR / LJÓSM.: BINNI - SEGIR VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR UM ÍSBJÖRGU Það eru vinnupallar við húsið hennar Vigdísar og menn keppast við að gera við það að utan með tilheyrandi hávaða og látum. „Jú, þetta er hálf• þreytandi,“ segir hún þegar hávaðinn berst inn um glugg- ann, inn í litla eldhúsið í hús- inu hennar. „Þeir vekja mig snemma á morgnana og um daginn fór ég út til þeirra og bauðst til að ganga frá þeim í eitt skipti fyrir öll en þeir þekktust ekki boðið. Undar- legt!“ Hún dregur fram súkku- laðipakka sem hún hefur keypt í tilefni komunnar og við sitjum á kollum við eldhús- borðið. Vigdís hefur búið í þessari íbúð í tíu ár ásamt tveimur bórnum sínum, tólf og átján ára. íbúöina hefur hún innréttað á persónulegan hátt. í stofunni, þar sem hún sefur sjálf, hefur hún hengt kjóla fyrir gluggann í stað glugga- tjalda. „Mér leiðast gluggatjöld," er svar henn- ar við því hvort fataskápurinn hafi flutt sig um set. Það er eitthvað dularfullt við hana, það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá hana fyrir sér Ijóslifandi á flugi um himininn á kústskafti eins og Álfrún í Kaldaljósi. Hún er áreiðanlega fæddur blaðamaður og rithöfundur því áður en langt um líður er hún búin að krossspyrja spyrjandann og afla sér að minnsta kosti jafn- mikilla upplýsinga um hann og hann um hana. Þar að auki er hún greinilega næm og ræður í svipbrigði og raddbeitingu, auk þess sem hún virðist hafa yfirnáttúrlegt næmi sem hún þver- tekur þó fyrir að hún hafi. Hún segist hins veg- ar vera í mjög góðu sambandi við undirmeðvit- und sína og þaðan fái hún hinar og þessar upplýsingar. „Ég held þó að skyggnigáfa sé öllum gefin, eitthvert framsýni eða nærni," seg- ir hún og er óræð á svipinn. „Það er hins vegar spurning hvort menn vilja prófa að vinna í því að þróa þaö næmi. Ég er hins vegar viss um að viðhorf okkar til þessara hluta á eftir að breytast. Það sem okkur finnst dularfullt í dag verður bara hversdagslegur hlutur í framtíö- inni, svona eins og að fá sér brauð með smjöri." Hún segist trúa á kraft undirmeðvitundarinn- ar án þess þó að vera haldin eilífðarhyggju eða óska eftir því að vera alltaf til. „Það held ég sé leiðinlegt." Annars trúir hún á allt, afneit- ar engu og efast líka um alla hluti. Ég trúi á Guð, eitthvert jákvætt afl sem er merkilegra en manneskjan. Það er Guð í því fólki sem er með gott hjartalag. Ég fer stundum í kaþólsku kirkjuna þegar hún er opin því það er svo mikill friður þar. Ég trúi líka á orku mannssálarinnar, þó ekki sé vita hvað orkan er. Ég hef séð mann deyja og horft á orkuna fara úr honum," segir hún eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hún ítrekar að hún sé ekki gædd neinni dulargáfu en á þessari dauðastund hafi hún orðið vitni að fæðingu nýs lífs. „Ég sá orkuna fara úr honum svona,“ segir hún með heljarstórri handahreyf- ingu sem á að lýsa því hvernig orkan fór úr lík- ama mannsins og færðist upp aö lofti herberg- isins. „Ég hef aldrei verið haldin neinni dauða- hræðslu og síst eftir að ég sá þetta.“ Vigdís er elst af sjö systkinum og ólst upp við það að á heimili hennar voru haldnar kvöld- vökur, meðan önnur börn horfðu á sjónvarp. „Við lásum mörg helstu bókmenntaverkin og ræddum um þau. Mér fannst þetta stundum hálfhallærislegt en kann að meta það í dag.“ Hún segir systkini sín fást við skriftir en hún sé þó sú eina sem hafi gefið út verk eftir sig. „Ég hef alltaf verið lygin,“ svarar hún spurningu um hvort hún hafi snemma farið að semja sögur. Fyrsta bók hennar, Tíu myndir úr lífi þínu, kom út 1983, 1985 sendi hún frá sér bókina Eldur og regn, þá kom Kaldaljós 1988, svo Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón, 1989. Ári síðar kom út minningarbók um föður hennar, Grím Helga- son, og á síðasta ári sendi hún frá sér Ijóða- bókina Lendar elskhugans. „Þetta er ekki rnikið," segir hún hálfafsak- andi en bætir við að hún sé með tvær skáld- sögur í smíðum. „Á ég að vera að segja frá þeim? Jæja, önnur er ástarsaga, þó ég viti ekki hvort aðrir myndu skilgreina hana sem slíka. Hún fjallar um tvær konur sem fara mjög ólíkar leiðir til að rækta það góða í sjálfum sér. Hún fjallar líka um útskúfun og um samfélagið, um það sem menn hafa kallað list og þær fórnir sem fólk færir, mannfórnir. Menn geta jafnvel fórnað öðrum eða sjálfum sér fyrir það sem þeir halda að þeir bindi ást sína við. List er svo upphafið fyrirbæri og menn eru auðsveipir gagnvarl þvi sem þeir þekkja ekki. Það er stutt í snillingadekur hjá þjóð sem á sterkasta mann ( heimi og fallegustu konuna. Rithöfundar halda því oft að þeir séu að senda frá sér ein- hver snilldarverk, en það er ekki minni snilld að vera hlekkur í keðju til að viðhalda ákveðinni hefð í bókmenntum. Hver vinnandi maður er snillingur í samfélaginu, listamaður er jafn- mikilvægur og bakari og bakari er jafnmikil- vægur og forsætisráöherra. Listin getur hins vegar orðið hættuleg ef þörfin fyrir egóíska full- komnun yfirkeyrir allt. Listin getur verið dýru Frh. á næstu opnu 6 VIKAN 3. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.