Vikan


Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 11

Vikan - 06.02.1992, Blaðsíða 11
„Karakter ísbjargar mótast af þeim aðstæðum sem hún elst upp við og af því heimili sem hún fæðist inn í. Mér finnst hún ekkert skrýtin,“ segir Guðrún Gísladóttir, önnur af tveimur ieikkonum sem leika ísbjörgu. „ísbjörg fær tvöföld skilaboð í uppeldinu og það gerir hana óheilli en hún er að upplagi. Ég held að tvöföld skilaboð séu mjög varasöm í uppeldi. En það þarf ekki tvo til, ísbjörg sendir sjálf tvöföld skiiaboð.“ „Það er harla lélegt. En það virðist vera sama hvernig samband við foreldra er, maður tekur þá samt sér til fyrirmyndar. Samband ís- bjargar og föður hennar er afskaplega náið og faðir hennar er mikill örlagavaldur í lífi hennar. Ég held það séu margir karakterar svipaðir ís- björgu og hún er ekki óskyld manni, ef maður hefði lent í aðstæðum eins og hún. Það þarf sterk bein til að lifa þetta af og það gerir ísbjörg. Hún hefur gott upplag sem hún byggir á síðar meir.“ - Hvernig vinnur þú svona hlutverk? Finnur þú einhverja þætti í sjálfri þér sem þú leggur til grundvallar við að móta nýja persónu? ERIIM EKKIAD FRAM- LEIÐA MANNESKJUR - SEGIR GUÐRÚN GÍSLADÓTTI R „Já, en til að móta heilsteyptan karakter þarf líka að brjóta hina tilbúnu persónu upp. Mann- eskjan er óútreiknanleg, persónan Guðrún Gísladóttir getur tekið upp á ýmsu sem hún er ekki vön að gera og það þarf hinn tilbúni kar- akter að geta gert líka til að hann verði sann- færandi." - Heldurðu að skáldsagan eigi sér hlið- stæðu í íslenskum veruleika? „Já og það verður hálfgert áfall hjá manni þegar maður gerir sér grein fyrir því að veru- leikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. í tengslum við leikritið höfum við verið að spyrj- ast fyrir um atriði sem er verið að lýsa. Þannig hafa fulltrúar frá Kvennaathvarfi, Stígamótum og barnaverndarnefnd komið á æfingar og veitt okkur aðstoð og upplýsingar, það er sagt að atburðirnir séu líkir því sem gerist í raun- veruleikanum." - í leikritinu er meðal annars fjallað um vændi sem við teljum okkur hafa verið laus við... „Já, eftir að hafa kynnt mér þessi mál hér þá hefur heimsmynd mín breyst, ég lít öðrum augum á umhverfið. Ég vissi ekki að vændi væri stundað í Reykjavík, ekki bara hjá ungl- ingsstúlkum sem eru í eiturlyfjum heldur virð- ast tugir kvenna vera á listum hjá karlmönnum sem hafa milligöngu um að útvega mönnum konur.“ - Heldurðu að ofbeldi hafi aukist í sam- félaginu á undanförnum árum? „Ég veit það ekki en umræðan hefur aukist og það þarf kannski minna til að það upplýsist. Það virðist samt enginn í samfélaginu vita hvers vegna ódæðismenn fremja sín verk. Mennirnir eru úti í samfélaginu og leita sér ekki aðstoðar. Ég held að orsakanna sé að leita f því að við erum ekki að framleiða manneskjur. Til að vera hæfur til þess þurfa menn að vera meðvitaðir um hvað þarf til þess. Unglinga- vandamálin verða oft til vegna þess að það hlustar enginn á unglingana. Það er mikið vinnuálag á þessari þjóð og eftirsókn eftir vindi. Ég las einhvers staöar að gerð var könn- un á vandræðaunglingum, hvað það væri í þeirra fari sem gerði það að verkum að ein- staka lifa af í stórum hópi, eins og til dæmis fsbjörg, hvort þeir væru betur gefnir eða eitt- hvað þess háttar. ( Ijós kom að þeir áttu það sameiginlegt að hafa einhvern tímann myndað samband við aðra manneskju og það var sú innistæða sem þeir gátu svo byggt á.“ □ 3.TBL. 1992 VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.